„Lífið verður gott þar til ég dey“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. apríl 2024 07:01 Hödd segir Grænahrygg fallegsta stað Íslands en Ítalía sé í uppáhaldi ef litið er út fyrir landsteinanna. Vilhelm Gunnarsson „Þegar ég horfi til baka þá hefur undirmeðvitundin mín aldrei klikkað þó ég hafi ekki alltaf haft vit á því að hlusta á hana,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill og lögfræðingur. Hún segir líf hennar hafi breyst til hins betra eftir að hún fór að standa betur með sjálfri sér og hlustað á undirmeðvitundina sem hefur varað hana við aðstæðum og einstaklingum. Hödd starfaði um árabil í fjölmiðlum, fyrst sem fréttamaður á Morgunblaðinu og síðar á 365 miðlum, en þar var hún fréttamaður og dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag. Hödd VilhjálmsdóttirVilhelm Hödd sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Hödd Vilhjálmsdóttir. Aldur? 42 ára. Starf? Almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Fjölskyldan samanstendur af mér og dásamlegu dætrum mínum tveimur, þeim Lív og Tinnu. Ég bý svo vel að búa með þeim. Hödd Hvað er á döfinni? Vinna, ræktin, vinna og fjallgöngur. Svo kem ég vinnu þarna einhvers staðar inn á milli. Almennt dúllerí með vinum verður líka fyrirferðarmikið og kærkomið. Og svo vinna. Ég og mín yngri, Lív, ætlum til Japan í sumar og erum á fullu, alveg spikspenntar, að plana þá ferð. Ferð sem gerir það að verkum að ég verð jú mikið að vinna þangað til. Þetta borgar sig víst ekki sjálft. Þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa húmor fyrir sjálfri mér og lífinu í heild. Það er að mínu viti lífsins ómögulegt að taka sjálfan sig og lífið of hátíðlega. Hvernig hugarðu að heilsunni? Hreyfi mig fimm til sex daga vikunnar þó það sé ekki nema bara að taka Úlfarsfellið eða gera fimm hnébeygjur heima fyrir. Fer þrjá daga vikunnar í einkaþjálfun til Jónsa (Jón Ívar) í Laugum. Hef verið hjá honum með hléum í 18 ár og Jónsi er allt sem ég þarf í einum einkaþjálfara - klár í sínu, hvetjandi og skynsemin uppmáluð. Hann þekkir mig vel og veit hvenær ég þarf að stoppa og stundum áður en ég fatta það sjálf. Ég á það til að fara fram úr mér og hann er óhræddur við að benda mér á það og ótrúlegt en satt þá hlýði ég honum…yfirleitt. Hvað mataræði varðar þá borða ég hollan mat og tek inn bætiefni daglega, drekk vatn í lítravís og reyni að sofa vel. Svo er ég líka bara sífellt að verða betri í að vera góð við mig og gefa mér slaka og það hefur mjög jákvæð áhrif á heilsuna á alla kanta. Fallegasti staður á landinu? Grænihryggur og öll gangan að honum var mikið sjónarspil. Esjan er mér líka mjög kær og falleg sama hvernig viðrar. Þarf að gera mér ferð á Esjuna eftir allt of langt hlé. Hef saknað hennar. Ég hef svo farið í fjölmargar fjallgöngur og göngur víða um landið og þegar upp eða á áfangastað er komið er orkan þannig að sá toppur eða sá staður er það fallegasta sem ég hef séð. Hödd En í heiminum? Ég er búin að eiga í ástarsambandi við Ítalíu frá því að ég var unglingur og hef komið víða þar í landi. Umhverfið, orkan, maturinn og tungumálið – allt fallegt. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Vippa mér ofan í infrarauða gufupokann og tek þar 40 mínútna yoga nidra session og svitna eins og einhver allt annar en Andrew Bretaprins. Fer í göngutúr eða út fyrir bæjarmörkin og leggst á grasið, horfi út í loftið og hlusta á kyrrðina. Á gott samtal við einhvern kæran. Grenja úr hlátri. Les góða bók. Borða góðan mat. Sef. Svo margt fleira til, langflest vel prenthæft – annað kannski síður prenthæft. Hvað hefur mótað þig mest? Öll verkefni sem ég hef tekist á við frá blautu barnsbeini mótuðu mig mikið. Það sem hefur samt mótað mig mest er að ég er búin að endurmóta mig sjálf í seinni tíð. Var ljómandi fín fyrir, með örstuttum hléum þó, en er svo miklu betri eftir alla þessa vinnu. Er ekki fullkomin enda er það ekkert takmark hjá mér - ég held það sé alveg drepleiðinlegt að vera fullkomin og engum bjóðandi. En ég er bara svo fjári fín og sátt eitthvað. Verð seint atvinnuforritari en þessi sjálfsforritun mín á skilið að ég sé stolt af mér. Og það er ég. Hvað ertu að hámhorfa á? The Gentlemen á Netflix. Þættir úr smiðju Guy Ritchie og af því sem ég hef séð þá eiga þeir einkunnina sína á IMDB skilið. 8,3 takk fyrir. Uppskrift að drauma sunnudegi? Sef þangað til ég vakna…á hótelherbergi í Sorrento á Ítalíu. Drekk kaffibolla í rúminu og les smá. Reima á mig verulega netta gönguskó og fer í göngutúr sem endar á veitingastað með útsýni yfir hafið og til Vesuvius. Skal tekið fram að ég var búin að klæða mig í föt áður en ég reimaði á mig skónna – annað myndi ekki fljúga á Ítalíu. Allavega ekki vesenislaust. Nenni engu veseni. Eftir góðan lunch geng ég til baka á hótelið, þar sem ég vippa mér í sturtu og svo bikiní, kjól og sandala – vel smurð með sólarvörn. Rölti niður á strönd þar sem ég kem til með að liggja á bólstruðum strandbekk í nokkra klukkutíma. Á milli tansessíóna á bekknum kæli ég mig í sjónum. Síðla seinniparts kemur hellidemba og ég fer á heilsulind hótelsins og læt nudda mig og slaka svo á í volgri laug, með kælandi aloe vera andlitsmaska og hlusta á fuglasöng af teipi. Kem svo upp á herbergi og átta mig á að ég nenni ekki fyrir mitt litla líf aftur út í kvöldverð. Sturta og sloppur skal það vera og ég fæ sendan mat upp á herbergi. Borða úti á svölum þar sem ég horfi á sólina setjast og les svo þar til mig langar upp í rúm. Líklega er klukkan þá ekki mikið meira en tíu. Sorrento sunnudagur par exelans. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Svo ógurlega margt. Fallegar stundir ein og með fólkinu mínu. Fjölmörg hlátursköst og ekki færri fjallgöngur. Persónulega sigra sem minna mig á hvers ég er megnug. Algjört áhyggjuleysi væri líka afar kærkomið. Í grunninn þá vil ég og ætla að eiga rólegt og ljúft líf með góðu fólki. Skemmtileg ævintýri verða líka með – sum óvænt og önnur vel plönuð. Lífið verður gott þar til ég dey…vonandi vel fullnægð, gráhærð, brosandi og hrukkótt. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Alveg helling. Með hjálp Duolingo kann ég til dæmis orðið japönsku. Ekki tungumálið komplett kannski en gæti vel bjargað mér á veitingastað. Þjónninn myndi líklega ekki skilja allt sem kæmi út úr munninum á mér, en á endanum myndi allavega sushi, hrísgrjón, grænt te og vatn, koma á borðið. Það dugar. Hödd Hvaða tungumál talarðu? Japönsku auðvitað, ensku, ítölsku, sænsku, þýsku, dönsku og íslensku. Þetta er alls ekki í geturöð og getan er ekkert endilega rík í einhverjum tungumálunum sem nefnd eru. Myndi samt bjarga mér í öllum þessum löndum. Hiklaust. Allavega með aðstoð Google Translate. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að standa með sjálfri mér og hlusta á undirmeðvitundina þegar hún varar mig við aðstæðum eða einstaklingum. Þegar ég horfi til baka þá hefur undirmeðvitundin mín aldrei klikkað þó ég hafi ekki alltaf haft vit á því að hlusta á hana. Vitið kom svo loks, ég fór að leggja betur við hlustir og líf mitt hefur verið mun betra síðan. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Fer fram í eldhús og græja kaffibolla…í glasi samt. Dagurinn byrjar ekki og hausinn minn virkar ekki fyrr en ég er búin að fá kaffið mitt. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Signi mig líklega. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Ég er komin sæta… Hælar eða strigaskór? Í bland. Þó ég sé nú ekki hávaxnasta kona landsins nenni ég samt ekki himinháum hælum. Ekki frekar en uppáhalds nágrannakonan mín og við stöllur erum fyrir löngu búnar að selja okkur að við gerum alla strigaskó stolta með gífurlegum þokka okkar. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Grét smá síðast í gær í lok nuddtíma. Þegar hún nuddaði á mér höfuðið og andlitið byrjuðu að trilla tár. Það er eitthvað spennulosandi, róandi og hrikalega gott, við höfuðnudd. Blessuð nuddkonan varð þó ekki vör við þessa gríðarlegu tilfinningasemi mína í morgunsárið. Held ég. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eitt hornið í stofunni þar sem ég sit alla virka morgna og drekk fyrsta kaffibollann. Kaffibollinn sem er drukkinn í notalega rúminu mínu um helgar. Svo er ég rosa skotin í sturtunni reyndar líka. Og eldhúsinu en skemmtilegustu samræður okkar mæðgna eiga sér yfirleitt stað við eldhúsborðið. Þegar öllu er á botninn hvolft þá þykir mér bara afar vænt um heimilið og elska þær sem þar búa. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Vertu ekki að plata mig með HLH flokknum steinliggur allan daginn alltaf. xx Ertu A eða B týpa? A alla leið því morgnar eru langbestir. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei. Ég geri flest sem mér dettur í hug…þó innan skynsemismarka. Skyndiákvarðanir skila oft afbragðs niðurstöðum. Það er því alveg verulega auðvelt að plata mig í alls kyns ævintýri með litlum fyrirvara. Maður verður jú að hafa gaman að þessu misgáfulega lífi. Ástin og lífið Hin hliðin Tengdar fréttir Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00 Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Hödd starfaði um árabil í fjölmiðlum, fyrst sem fréttamaður á Morgunblaðinu og síðar á 365 miðlum, en þar var hún fréttamaður og dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag. Hödd VilhjálmsdóttirVilhelm Hödd sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Hödd Vilhjálmsdóttir. Aldur? 42 ára. Starf? Almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Fjölskyldan samanstendur af mér og dásamlegu dætrum mínum tveimur, þeim Lív og Tinnu. Ég bý svo vel að búa með þeim. Hödd Hvað er á döfinni? Vinna, ræktin, vinna og fjallgöngur. Svo kem ég vinnu þarna einhvers staðar inn á milli. Almennt dúllerí með vinum verður líka fyrirferðarmikið og kærkomið. Og svo vinna. Ég og mín yngri, Lív, ætlum til Japan í sumar og erum á fullu, alveg spikspenntar, að plana þá ferð. Ferð sem gerir það að verkum að ég verð jú mikið að vinna þangað til. Þetta borgar sig víst ekki sjálft. Þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa húmor fyrir sjálfri mér og lífinu í heild. Það er að mínu viti lífsins ómögulegt að taka sjálfan sig og lífið of hátíðlega. Hvernig hugarðu að heilsunni? Hreyfi mig fimm til sex daga vikunnar þó það sé ekki nema bara að taka Úlfarsfellið eða gera fimm hnébeygjur heima fyrir. Fer þrjá daga vikunnar í einkaþjálfun til Jónsa (Jón Ívar) í Laugum. Hef verið hjá honum með hléum í 18 ár og Jónsi er allt sem ég þarf í einum einkaþjálfara - klár í sínu, hvetjandi og skynsemin uppmáluð. Hann þekkir mig vel og veit hvenær ég þarf að stoppa og stundum áður en ég fatta það sjálf. Ég á það til að fara fram úr mér og hann er óhræddur við að benda mér á það og ótrúlegt en satt þá hlýði ég honum…yfirleitt. Hvað mataræði varðar þá borða ég hollan mat og tek inn bætiefni daglega, drekk vatn í lítravís og reyni að sofa vel. Svo er ég líka bara sífellt að verða betri í að vera góð við mig og gefa mér slaka og það hefur mjög jákvæð áhrif á heilsuna á alla kanta. Fallegasti staður á landinu? Grænihryggur og öll gangan að honum var mikið sjónarspil. Esjan er mér líka mjög kær og falleg sama hvernig viðrar. Þarf að gera mér ferð á Esjuna eftir allt of langt hlé. Hef saknað hennar. Ég hef svo farið í fjölmargar fjallgöngur og göngur víða um landið og þegar upp eða á áfangastað er komið er orkan þannig að sá toppur eða sá staður er það fallegasta sem ég hef séð. Hödd En í heiminum? Ég er búin að eiga í ástarsambandi við Ítalíu frá því að ég var unglingur og hef komið víða þar í landi. Umhverfið, orkan, maturinn og tungumálið – allt fallegt. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Vippa mér ofan í infrarauða gufupokann og tek þar 40 mínútna yoga nidra session og svitna eins og einhver allt annar en Andrew Bretaprins. Fer í göngutúr eða út fyrir bæjarmörkin og leggst á grasið, horfi út í loftið og hlusta á kyrrðina. Á gott samtal við einhvern kæran. Grenja úr hlátri. Les góða bók. Borða góðan mat. Sef. Svo margt fleira til, langflest vel prenthæft – annað kannski síður prenthæft. Hvað hefur mótað þig mest? Öll verkefni sem ég hef tekist á við frá blautu barnsbeini mótuðu mig mikið. Það sem hefur samt mótað mig mest er að ég er búin að endurmóta mig sjálf í seinni tíð. Var ljómandi fín fyrir, með örstuttum hléum þó, en er svo miklu betri eftir alla þessa vinnu. Er ekki fullkomin enda er það ekkert takmark hjá mér - ég held það sé alveg drepleiðinlegt að vera fullkomin og engum bjóðandi. En ég er bara svo fjári fín og sátt eitthvað. Verð seint atvinnuforritari en þessi sjálfsforritun mín á skilið að ég sé stolt af mér. Og það er ég. Hvað ertu að hámhorfa á? The Gentlemen á Netflix. Þættir úr smiðju Guy Ritchie og af því sem ég hef séð þá eiga þeir einkunnina sína á IMDB skilið. 8,3 takk fyrir. Uppskrift að drauma sunnudegi? Sef þangað til ég vakna…á hótelherbergi í Sorrento á Ítalíu. Drekk kaffibolla í rúminu og les smá. Reima á mig verulega netta gönguskó og fer í göngutúr sem endar á veitingastað með útsýni yfir hafið og til Vesuvius. Skal tekið fram að ég var búin að klæða mig í föt áður en ég reimaði á mig skónna – annað myndi ekki fljúga á Ítalíu. Allavega ekki vesenislaust. Nenni engu veseni. Eftir góðan lunch geng ég til baka á hótelið, þar sem ég vippa mér í sturtu og svo bikiní, kjól og sandala – vel smurð með sólarvörn. Rölti niður á strönd þar sem ég kem til með að liggja á bólstruðum strandbekk í nokkra klukkutíma. Á milli tansessíóna á bekknum kæli ég mig í sjónum. Síðla seinniparts kemur hellidemba og ég fer á heilsulind hótelsins og læt nudda mig og slaka svo á í volgri laug, með kælandi aloe vera andlitsmaska og hlusta á fuglasöng af teipi. Kem svo upp á herbergi og átta mig á að ég nenni ekki fyrir mitt litla líf aftur út í kvöldverð. Sturta og sloppur skal það vera og ég fæ sendan mat upp á herbergi. Borða úti á svölum þar sem ég horfi á sólina setjast og les svo þar til mig langar upp í rúm. Líklega er klukkan þá ekki mikið meira en tíu. Sorrento sunnudagur par exelans. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Svo ógurlega margt. Fallegar stundir ein og með fólkinu mínu. Fjölmörg hlátursköst og ekki færri fjallgöngur. Persónulega sigra sem minna mig á hvers ég er megnug. Algjört áhyggjuleysi væri líka afar kærkomið. Í grunninn þá vil ég og ætla að eiga rólegt og ljúft líf með góðu fólki. Skemmtileg ævintýri verða líka með – sum óvænt og önnur vel plönuð. Lífið verður gott þar til ég dey…vonandi vel fullnægð, gráhærð, brosandi og hrukkótt. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Alveg helling. Með hjálp Duolingo kann ég til dæmis orðið japönsku. Ekki tungumálið komplett kannski en gæti vel bjargað mér á veitingastað. Þjónninn myndi líklega ekki skilja allt sem kæmi út úr munninum á mér, en á endanum myndi allavega sushi, hrísgrjón, grænt te og vatn, koma á borðið. Það dugar. Hödd Hvaða tungumál talarðu? Japönsku auðvitað, ensku, ítölsku, sænsku, þýsku, dönsku og íslensku. Þetta er alls ekki í geturöð og getan er ekkert endilega rík í einhverjum tungumálunum sem nefnd eru. Myndi samt bjarga mér í öllum þessum löndum. Hiklaust. Allavega með aðstoð Google Translate. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að standa með sjálfri mér og hlusta á undirmeðvitundina þegar hún varar mig við aðstæðum eða einstaklingum. Þegar ég horfi til baka þá hefur undirmeðvitundin mín aldrei klikkað þó ég hafi ekki alltaf haft vit á því að hlusta á hana. Vitið kom svo loks, ég fór að leggja betur við hlustir og líf mitt hefur verið mun betra síðan. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Fer fram í eldhús og græja kaffibolla…í glasi samt. Dagurinn byrjar ekki og hausinn minn virkar ekki fyrr en ég er búin að fá kaffið mitt. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Signi mig líklega. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Ég er komin sæta… Hælar eða strigaskór? Í bland. Þó ég sé nú ekki hávaxnasta kona landsins nenni ég samt ekki himinháum hælum. Ekki frekar en uppáhalds nágrannakonan mín og við stöllur erum fyrir löngu búnar að selja okkur að við gerum alla strigaskó stolta með gífurlegum þokka okkar. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Grét smá síðast í gær í lok nuddtíma. Þegar hún nuddaði á mér höfuðið og andlitið byrjuðu að trilla tár. Það er eitthvað spennulosandi, róandi og hrikalega gott, við höfuðnudd. Blessuð nuddkonan varð þó ekki vör við þessa gríðarlegu tilfinningasemi mína í morgunsárið. Held ég. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eitt hornið í stofunni þar sem ég sit alla virka morgna og drekk fyrsta kaffibollann. Kaffibollinn sem er drukkinn í notalega rúminu mínu um helgar. Svo er ég rosa skotin í sturtunni reyndar líka. Og eldhúsinu en skemmtilegustu samræður okkar mæðgna eiga sér yfirleitt stað við eldhúsborðið. Þegar öllu er á botninn hvolft þá þykir mér bara afar vænt um heimilið og elska þær sem þar búa. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Vertu ekki að plata mig með HLH flokknum steinliggur allan daginn alltaf. xx Ertu A eða B týpa? A alla leið því morgnar eru langbestir. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei. Ég geri flest sem mér dettur í hug…þó innan skynsemismarka. Skyndiákvarðanir skila oft afbragðs niðurstöðum. Það er því alveg verulega auðvelt að plata mig í alls kyns ævintýri með litlum fyrirvara. Maður verður jú að hafa gaman að þessu misgáfulega lífi.
Ástin og lífið Hin hliðin Tengdar fréttir Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00 Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00
Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01
Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00