Enski boltinn

Finna ekkert að knatt­spyrnu­konunni sem hneig niður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stina Blackstenius, sem er góð vinkona Fridu Maanum hugar að henni eftir að hún hneig niður. Leikurinn hélt áfram og Blackstenius skoraði sigurmarkið.
Stina Blackstenius, sem er góð vinkona Fridu Maanum hugar að henni eftir að hún hneig niður. Leikurinn hélt áfram og Blackstenius skoraði sigurmarkið. Getty/Daniela Porcelli

Góðar fréttir berast nú af norsku knattspyrnukonunni Fridu Maanum sem er leikmaður nýkrýnda deildarbikarmeistara Arsenal.

Tvær hjartalæknar hafa skoðað knattspyrnukonuna og Froda hefur gengist undir alls kyns rannsóknir. Það lítur út fyrir að hún sé með heilbrigt hjarta.

Maanum, sem er leikmaður Arsenal, hneig niður undir lokin í úrslitaleik enska deildabikarsins um síðustu helgi.

Hún var borin af velli en strax eftir leikinn bárust fréttir af því að hún væri með meðvitund og að ástand hennar væri stöðugt.

Maanum er 24 ára gamall miðjumaður sem kom til Arsenal frá Linköping árið 2021.

Hún kom ekki til móts við norska landsliðið þegar það kom sama í Osló í vikunni og tekur ekki þátt í leikjunum við Finnland og Holland.

Maanum verður með mælitæki á sér sem fylgjast með hjartslætti hennar næstu vikuna en hún mun þá reyna að byrja að æfa á nýjan leik.

Niðurstöður úr þeirri rannsókn verða skoðaðar vel áður en hún fær grænt ljós til snúa aftur inn á knattspyrnuvöllinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×