Segist hafa barist við Kína á Íslandi og borið sigur úr býtum Jón Þór Stefánsson skrifar 3. apríl 2024 22:06 Donald Trump og Jeffrey Gunter á góðri stundu. Þeir eru fyrir miðju myndarinnar. drjeffgunter.com „Þetta er Jeff Gunter: vinnuveitandi, læknir og fjölskyldumaður. Sem sendiherra barðist hann við Kína og vann. Þegar mikið var í húfi valdi Trump Gunter til að koma fram fyrir hönd Bandaríkjanna. Nú býður Gunter sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings til að berjast enn og aftur fyrir málstaðnum um að setja Ameríku í fyrsta sæti. Hann mun þurrka upp fenið og berjast við öfgafullan „Woke“-boðskap Demókrata. Kjóstu 110 prósent stuðningsmann Trump, sendiherrann Jeff Gunter.“ Þetta segir í auglýsingu Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem birtist á YouTube-síðu hans í gær. Líkt og kemur fram í kynningu Gunters sækist hann eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Það vill hann gera fyrir hönd Repúblikanaflokksins í Nevada-ríki. Gunter var sendiherra hér á landi frá 2019 til janúar 2021. Á heimasíðu hans segir að sem sendiherra hafi hann styrkt samband Bandaríkjanna og Íslands svo um munar. Þá er því haldið fram að í embætti hafi hann spornað gegn áhrifum Rússlands og Kína á norðurslóðum, sem sýni fram á skuldbindingu hans við hagsmuni Bandaríkjanna og alheimsöryggi. DV fjallaði um kosningabaráttu Gunter í dag, en í frétt miðilsins kemur fram að hann hafi varið 3,3 milljónum Bandaríkjadala í kosningabaráttu sína, sem jafngildir rúmlega hálfum milljarði króna. Staðarmiðillinn Nevada Current fjallar einnig um framboð Gunters. Í umfjöllun miðilsins segir að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, eigi enn eftir að lýsa yfir stuðningi við frambjóðanda í forvali Repúblikana fyrir öldungadeildina. Annað er gefið til kynna á heimasíðu Gunters, en í færslu frá 24. mars segir að Trump hafi haldið fjáröflunarkvöld fyrir Gunter, og að búist sé við stuðningi frá forsetanum fyrrverandi. Vísir fjallaði um annað kosningamyndband Gunters í ágúst í fyrra. Í því talaði hann einnig um baráttu sína við Kína og Rússland. Þá sagðist hann einngi hafa „barist við djúpríkið.“ Innra eftirlit utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tók sendiherratíð Gunters fyrir skýrslu sem var gefin út árið 2021. Þar sagði að Harry Kamian, eftirmanni Gunters, hafi beðið mikið verk og að hann hafi þurft að gera mikið til að bæta starfsanda sendiráðsins. Sjá einnig: Býður sig fram eftir „baráttu við djúpríkið“ á Íslandi Í skýrslunni segir að Gunter hafi beitt ógnarstjórn. Hann hafi til að myndað hótað að lögsækja einstaklinga sem gáfu til kynna að þeir væru ósammála honum, eða ef þeir færu ekki eftir hans óskum. Jafnframt kom fram að Kaiman hafi þurft að einbeita sér að því að endurbyggja samskipti Íslands og Bandaríkjanna, sem hafi hrakað mjög í sendiherratíð Gunters. Gunter er sagður hafa hvatt undirmenn sína til að eiga í sem minnstum samskiptum við íslenska tengiliði sína, og heimtað að öll samskipti við íslensk stjórnvöld færu í gegnum sig. Sendiherratíð Gunters vakti nokkra athygli á meðan henni stóð. Til að mynda greindi CBS frá því að hann hafi viljað fá að bera skotvopn hér á landi og beðið um aukna öryggisgæslu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Þetta segir í auglýsingu Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem birtist á YouTube-síðu hans í gær. Líkt og kemur fram í kynningu Gunters sækist hann eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Það vill hann gera fyrir hönd Repúblikanaflokksins í Nevada-ríki. Gunter var sendiherra hér á landi frá 2019 til janúar 2021. Á heimasíðu hans segir að sem sendiherra hafi hann styrkt samband Bandaríkjanna og Íslands svo um munar. Þá er því haldið fram að í embætti hafi hann spornað gegn áhrifum Rússlands og Kína á norðurslóðum, sem sýni fram á skuldbindingu hans við hagsmuni Bandaríkjanna og alheimsöryggi. DV fjallaði um kosningabaráttu Gunter í dag, en í frétt miðilsins kemur fram að hann hafi varið 3,3 milljónum Bandaríkjadala í kosningabaráttu sína, sem jafngildir rúmlega hálfum milljarði króna. Staðarmiðillinn Nevada Current fjallar einnig um framboð Gunters. Í umfjöllun miðilsins segir að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, eigi enn eftir að lýsa yfir stuðningi við frambjóðanda í forvali Repúblikana fyrir öldungadeildina. Annað er gefið til kynna á heimasíðu Gunters, en í færslu frá 24. mars segir að Trump hafi haldið fjáröflunarkvöld fyrir Gunter, og að búist sé við stuðningi frá forsetanum fyrrverandi. Vísir fjallaði um annað kosningamyndband Gunters í ágúst í fyrra. Í því talaði hann einnig um baráttu sína við Kína og Rússland. Þá sagðist hann einngi hafa „barist við djúpríkið.“ Innra eftirlit utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tók sendiherratíð Gunters fyrir skýrslu sem var gefin út árið 2021. Þar sagði að Harry Kamian, eftirmanni Gunters, hafi beðið mikið verk og að hann hafi þurft að gera mikið til að bæta starfsanda sendiráðsins. Sjá einnig: Býður sig fram eftir „baráttu við djúpríkið“ á Íslandi Í skýrslunni segir að Gunter hafi beitt ógnarstjórn. Hann hafi til að myndað hótað að lögsækja einstaklinga sem gáfu til kynna að þeir væru ósammála honum, eða ef þeir færu ekki eftir hans óskum. Jafnframt kom fram að Kaiman hafi þurft að einbeita sér að því að endurbyggja samskipti Íslands og Bandaríkjanna, sem hafi hrakað mjög í sendiherratíð Gunters. Gunter er sagður hafa hvatt undirmenn sína til að eiga í sem minnstum samskiptum við íslenska tengiliði sína, og heimtað að öll samskipti við íslensk stjórnvöld færu í gegnum sig. Sendiherratíð Gunters vakti nokkra athygli á meðan henni stóð. Til að mynda greindi CBS frá því að hann hafi viljað fá að bera skotvopn hér á landi og beðið um aukna öryggisgæslu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46