Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jón Þór Stefánsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ákveði Katrín Jakobsdóttir að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands er líklegt að hún tilkynni það fyrir helgi og segi um leið af sér embætti forsætisráðherra. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja stjórnarsamstarfið geta haldið áfram en ekki yrði öruggt hvernig spilaðist úr stöðunni.

Heimir Már fer yfir atburðarás dagsins í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur kemur í myndver og rýnir í stöðuna.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ferðamönnum verði ekki hleypt að gosstöðvunum við Sundhnúk á næstunni. Nokkuð áhugi er þó meðal ferðamanna að komast að gosinu. Þeir hafa bókað til þess þyrluferðir og verið snúið við þegar þeir hafa reynt að komast inn á lokað svæði.

Við heyrum líka í fjármálaráðherra um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM tryggingafélagi. Hún segist ekki ætla að stöðva kaupin, málið sé í höndum Bankasýslu ríkisins. Skýringa sé að vænta frá Bankasýslunni í næstu viku.

Þá sýnum við myndir frá hamförunum í Taívan og verðum í beinni útsendingu frá kokteilahelgi í Reykjavík, sem hófst formlega í kvöld.

Í sportpakkanum segjum við frá landsleik Íslands og Lúxemborgar í handbolta og heyrum frá landsliðskonum í fótbolta, sem hefja undankeppni EM í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×