Bíður enn svara frá Bankasýslunni og áformar að leggja hana niður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2024 20:01 Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar á enn eftir að gefa skýringar á aðkomu stofnunarinnar að kaupum Landsbankans á TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála-og efnahagsráðherra væntir svara í næstu viku. Hún segir að enn sé áformað að leggja stofnunina niður. Vísir Fjármála-og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á TM tryggingafélagi í höndum Bankasýslu ríkisins, aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir kaupin. Hún væntir skýringa frá Bankasýslunni á aðkomu stofnunarinnar að kaupunum í næstu viku. Þá standi enn til að leggja Bankasýsluna niður. Forstjóri Bankasýslunnar skýrði fjármálaráðherra frá því í síðasta mánuði að stofnuninni hefði verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Nokkrum dögum síðar sendi bankaráð Landsbankans frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að bankasýslunni hefði vel verið upplýst um fyrirhuguð kaup bankans á félaginu. Væntir svara í næstu viku Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála-og efnahagsráðherra átti svo fund með Bankasýslunni í síðustu viku vegna málsins. Enn er beðið skýringa frá stofnuninni, „Við bara fórum yfir stöðu málsins á fundinum en þau eru enn með málið hjá sér. Ég býst við svörum frá þeim í málinu í næstu viku. Það skýrist á næstu dögum,“ segir Þórdís um fundinn. Aðspurð um hvort hún sé sátt við skýringar Landsbankans í málinu svara Þórdís: „Ég ætla bara að fara í gegnum þetta mál í réttri röð. Það er gert ráð fyrir að bankaráðið svari til Bankasýslunnar og sú stofnun er núna með málið hjá sér,“ segir Þórdís. Fjármálaráðherra lýsti sig andsnúna kaupum Landsbankans á TM þegar greint var frá þeim í síðasta mánuði. Hún myndi ekki samþykkja kaupin nema söluferli Landsbankans hæfist samhliða. Aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir að Landsbankinn kaupi Tm svara Þórdís: „Nei nú er málið bara hjá Bankasýslunni og ég leyfi því bara að hafa sinn gang.“ Enn á dagskrá að leggja Bankasýsluna niður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Þórdís segir það enn á döfinni. „Það var rætt ekki af minni hálfu en annarra að það ætti að leggja niður Bankasýsluna á sínum tíma. Það þarf að forma eitthvað fyrirkomulag í staðinn. Það er ennþá á dagskrá og við skulum bara sjá hvernig það spilast,“ segir Þórdís. Uppfært: Í samtali við fréttastofu segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdísi aldrei hafa sagst ekki ætla að stöðva kaup Landsbankans á TM, þrátt fyrir að hafa svarað spurningu fréttamanns neitandi. Svar hennar við spurningunni væri einungis það að málið lægi hjá Bankasýslunni og hún leyfi því að hafa sinn gang. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Forstjóri Bankasýslunnar skýrði fjármálaráðherra frá því í síðasta mánuði að stofnuninni hefði verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Nokkrum dögum síðar sendi bankaráð Landsbankans frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að bankasýslunni hefði vel verið upplýst um fyrirhuguð kaup bankans á félaginu. Væntir svara í næstu viku Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála-og efnahagsráðherra átti svo fund með Bankasýslunni í síðustu viku vegna málsins. Enn er beðið skýringa frá stofnuninni, „Við bara fórum yfir stöðu málsins á fundinum en þau eru enn með málið hjá sér. Ég býst við svörum frá þeim í málinu í næstu viku. Það skýrist á næstu dögum,“ segir Þórdís um fundinn. Aðspurð um hvort hún sé sátt við skýringar Landsbankans í málinu svara Þórdís: „Ég ætla bara að fara í gegnum þetta mál í réttri röð. Það er gert ráð fyrir að bankaráðið svari til Bankasýslunnar og sú stofnun er núna með málið hjá sér,“ segir Þórdís. Fjármálaráðherra lýsti sig andsnúna kaupum Landsbankans á TM þegar greint var frá þeim í síðasta mánuði. Hún myndi ekki samþykkja kaupin nema söluferli Landsbankans hæfist samhliða. Aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir að Landsbankinn kaupi Tm svara Þórdís: „Nei nú er málið bara hjá Bankasýslunni og ég leyfi því bara að hafa sinn gang.“ Enn á dagskrá að leggja Bankasýsluna niður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Þórdís segir það enn á döfinni. „Það var rætt ekki af minni hálfu en annarra að það ætti að leggja niður Bankasýsluna á sínum tíma. Það þarf að forma eitthvað fyrirkomulag í staðinn. Það er ennþá á dagskrá og við skulum bara sjá hvernig það spilast,“ segir Þórdís. Uppfært: Í samtali við fréttastofu segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdísi aldrei hafa sagst ekki ætla að stöðva kaup Landsbankans á TM, þrátt fyrir að hafa svarað spurningu fréttamanns neitandi. Svar hennar við spurningunni væri einungis það að málið lægi hjá Bankasýslunni og hún leyfi því að hafa sinn gang.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira