Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 3. apríl 2024 15:30 Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra. Vísir/Arnar „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. Hann segir að ef hún færi fram myndi það augljóslega hafa áhrif á ríkisstjórnina. Hún sé bæði forsætisráðherra og öflugur stjórnmálaleiðtogi. Heimir Már ræddi við Sigurð Inga fyrir ríkisstjórnarfundinn sem hófst klukkan 15.30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að hún ætli að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum „Mér finnst mikilvægt að við horfum til þess sem við höfum verið að gera á liðnum sjö árum. Þessum öfluga vexti sem hefur verið á Íslandi og stöðugleika að stóru leyti,“ segir Sigurður Ingi og að mikilvægt sé að ný ríkisstjórn, sem taki við ef Katrín hættir, sé jafn öflug og stöðug til að sigla í gegnum þann ólgusjó sem há verðbólga er. Sigurður Ingi vildi ekki svara því hver myndi taka við af Katrínu í forsætisráðherrastól eða hvort það væri sjálfgefið að hann eða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, myndu gera það. „Nú hefur forsætisráðherra ekki enn gefið það út að hún ætli í framboð og þess vegna er dálítið ótímabært að svara öllum svona vangaveltum. En augljóslega hlýtur allt að koma til skoðunar við slíkar aðstæður,“ segir Sigurður Ingi. Geti starfað án hennar áfram Hann telur ríkisstjórnina geta starfað án Katrínar og að mikilvægt sé að viðhalda stöðugleikanum sem ríkisstjórnin hefur haldið í sinni tíð. „Við erum búin að gera mjög stóra hluti í vetur í því samhengi. Kjarasamningarnir augljóslega eitt þeirra. Það eru ákveðin mikilvæg skilaboð sem við þurfum að senda að alveg óháð því hver sé við stjórnvölinn á hverjum tíma þá þurfum við slíka ríkisstjórn sem geti siglt þjóðarskútunni í gegnum ákveðinn ólgusjó.“ Sigurður Ingi segir að ef Katrín fari fram og skili umboði sínu þá kalli það á viðræður á milli stjórnarflokkanna og að eðlilegt sé að það gerist strax. Hann segir ekkert óeðlilegt við það að Katrín sækist eftir embætti forseta. Ef það þyrfti að kalla til Alþingiskosninga telur hann þó ekki heppilegt að það sé gert á sama tíma og kjörið er til forseta. Sigurður Ingi segir að alltaf sé eftirsjá af öflugum stjórnmálaleiðtogum en það komi alltaf maður í manns stað. „En það er auðvitað sjónarsviptir ef að hún tekur þessa ákvörðun og hættir í stjórnmálum. Þá er þetta svona söguleg breyting.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sigurður Ingi frestar fundum Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. 3. apríl 2024 14:10 Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hann segir að ef hún færi fram myndi það augljóslega hafa áhrif á ríkisstjórnina. Hún sé bæði forsætisráðherra og öflugur stjórnmálaleiðtogi. Heimir Már ræddi við Sigurð Inga fyrir ríkisstjórnarfundinn sem hófst klukkan 15.30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að hún ætli að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum „Mér finnst mikilvægt að við horfum til þess sem við höfum verið að gera á liðnum sjö árum. Þessum öfluga vexti sem hefur verið á Íslandi og stöðugleika að stóru leyti,“ segir Sigurður Ingi og að mikilvægt sé að ný ríkisstjórn, sem taki við ef Katrín hættir, sé jafn öflug og stöðug til að sigla í gegnum þann ólgusjó sem há verðbólga er. Sigurður Ingi vildi ekki svara því hver myndi taka við af Katrínu í forsætisráðherrastól eða hvort það væri sjálfgefið að hann eða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, myndu gera það. „Nú hefur forsætisráðherra ekki enn gefið það út að hún ætli í framboð og þess vegna er dálítið ótímabært að svara öllum svona vangaveltum. En augljóslega hlýtur allt að koma til skoðunar við slíkar aðstæður,“ segir Sigurður Ingi. Geti starfað án hennar áfram Hann telur ríkisstjórnina geta starfað án Katrínar og að mikilvægt sé að viðhalda stöðugleikanum sem ríkisstjórnin hefur haldið í sinni tíð. „Við erum búin að gera mjög stóra hluti í vetur í því samhengi. Kjarasamningarnir augljóslega eitt þeirra. Það eru ákveðin mikilvæg skilaboð sem við þurfum að senda að alveg óháð því hver sé við stjórnvölinn á hverjum tíma þá þurfum við slíka ríkisstjórn sem geti siglt þjóðarskútunni í gegnum ákveðinn ólgusjó.“ Sigurður Ingi segir að ef Katrín fari fram og skili umboði sínu þá kalli það á viðræður á milli stjórnarflokkanna og að eðlilegt sé að það gerist strax. Hann segir ekkert óeðlilegt við það að Katrín sækist eftir embætti forseta. Ef það þyrfti að kalla til Alþingiskosninga telur hann þó ekki heppilegt að það sé gert á sama tíma og kjörið er til forseta. Sigurður Ingi segir að alltaf sé eftirsjá af öflugum stjórnmálaleiðtogum en það komi alltaf maður í manns stað. „En það er auðvitað sjónarsviptir ef að hún tekur þessa ákvörðun og hættir í stjórnmálum. Þá er þetta svona söguleg breyting.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sigurður Ingi frestar fundum Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. 3. apríl 2024 14:10 Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Sigurður Ingi frestar fundum Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. 3. apríl 2024 14:10
Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22