Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 15:00 Ingibjörg Sigurðardóttir á hóteli landsliðsins í Reykjavík. vísir/Sigurjón „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. Ingibjörg er mætt til landsins því hún á fyrir höndum fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2025. Liðið mætir Póllandi á Kópavogsvelli á föstudaginn, og Þýskalandi ytra næsta þriðjudag. Ingibjörg var orðin fyrirliði Vålerenga í Noregi áður en hún kvaddi félagið í vetur, og upplifði mikla velgengni með liðinu sem hún varð tvívegis meistari með. Allt annað er hins vegar uppi á teningnum hjá Duisburg í Þýskalandi þar sem Ingibjörg á enn eftir að fagna sigri. Þar hefur hún tapað fimm leikjum með liðinu og gert tvö jafntefli. Duisburg er langneðst í þýsku 1. deildinni, án sigurs eftir sautján umferðir og með aðeins fjögur stig. „Síðustu mánuðir hafa verið frekar strembnir,“ viðurkennir Ingibjörg en Duisburg er tíu stigum frá næsta örugga sæti í deildinni, þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. „Það er ekki mikil von innan félagsins, sem gerir þetta svolítið erfiðara þegar maður er mikil keppnismanneskja. En ég held áfram að vinna vinnuna mína og gera mitt besta, og nýta þessa mánuði vel,“ segir Ingibjörg. Klippa: Ingibjörg í viðtali fyrir leik við Pólland Mjög spennt fyrir föstudeginum Ingibjörg er því farin að sakna sigurtilfinningarinnar en finnur hana vonandi á föstudaginn, á Kópavogsvelli: „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég held að þessir leikir muni gefa okkur mjög mikið – reynslu og vonandi einhver stig líka,“ segir Ingibjörg um leikina við Pólland og Þýskaland. Aðalstjarna Póllands er markamaskínan Ewa Pajor: „Ég hef spilað á móti henni áður. Hún er mjög góður leikmaður og við þurfum að passa upp á hana. Það eru margar í pólska liðinu sem að spila í Þýskalandi þannig að þetta er frekar svipaður stíll hjá þessum liðum. En auðvitað viljum við fá þrjú stig á föstudaginn, byrja á því alla vega, og svo vitum við að leikurinn við Þýskaland verður mjög erfitt verkefni,“ segir Ingibjörg. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn EM í Sviss 2025 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvenna Alberts og allt trylltist Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira
Ingibjörg er mætt til landsins því hún á fyrir höndum fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2025. Liðið mætir Póllandi á Kópavogsvelli á föstudaginn, og Þýskalandi ytra næsta þriðjudag. Ingibjörg var orðin fyrirliði Vålerenga í Noregi áður en hún kvaddi félagið í vetur, og upplifði mikla velgengni með liðinu sem hún varð tvívegis meistari með. Allt annað er hins vegar uppi á teningnum hjá Duisburg í Þýskalandi þar sem Ingibjörg á enn eftir að fagna sigri. Þar hefur hún tapað fimm leikjum með liðinu og gert tvö jafntefli. Duisburg er langneðst í þýsku 1. deildinni, án sigurs eftir sautján umferðir og með aðeins fjögur stig. „Síðustu mánuðir hafa verið frekar strembnir,“ viðurkennir Ingibjörg en Duisburg er tíu stigum frá næsta örugga sæti í deildinni, þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. „Það er ekki mikil von innan félagsins, sem gerir þetta svolítið erfiðara þegar maður er mikil keppnismanneskja. En ég held áfram að vinna vinnuna mína og gera mitt besta, og nýta þessa mánuði vel,“ segir Ingibjörg. Klippa: Ingibjörg í viðtali fyrir leik við Pólland Mjög spennt fyrir föstudeginum Ingibjörg er því farin að sakna sigurtilfinningarinnar en finnur hana vonandi á föstudaginn, á Kópavogsvelli: „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég held að þessir leikir muni gefa okkur mjög mikið – reynslu og vonandi einhver stig líka,“ segir Ingibjörg um leikina við Pólland og Þýskaland. Aðalstjarna Póllands er markamaskínan Ewa Pajor: „Ég hef spilað á móti henni áður. Hún er mjög góður leikmaður og við þurfum að passa upp á hana. Það eru margar í pólska liðinu sem að spila í Þýskalandi þannig að þetta er frekar svipaður stíll hjá þessum liðum. En auðvitað viljum við fá þrjú stig á föstudaginn, byrja á því alla vega, og svo vitum við að leikurinn við Þýskaland verður mjög erfitt verkefni,“ segir Ingibjörg.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn EM í Sviss 2025 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvenna Alberts og allt trylltist Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira