Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2024 13:54 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af að Katrín bjóði sig fram til forseta. Vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. „Hvort sem að hún lætur til skara skríða eða hættir við þá verðum við allavega að gera ráð fyrir því að það séu verulegar líkur á því að hún sé að fara í forsetaframboð og þá er auðvitað stjórnarsamstarfið í uppnámi og mikilvægt að stjórnarflokkarnir ráði ráðum sínum um þá í fyrsta lagi hvort og þá hvernig hægt væri að halda áfram með þetta samstarf og það er engan veginn augljóst eða einfalt.“ Eiríkur segir Katrínu sterkan frambjóðandi ef hún stígur fram. „Katrín Jakobsdóttir nýtur gríðarlegrar virðingar í íslensku þjóðfélagi. Hún hefur risið til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum. Hún er einn farsælasti stjórnmálaforingi samtímans. vinsældir hennar hafa vissulega dvínað verulega að undanförnu en engu að síður þá hlýtur hún að teljast feikilega sterkur frambjóðandi og líklegasti sterkasti frambjóðandinn sem að stigið hefur fram eða verið í umræðunni fram til þessa. Hún getur hins vegar ekki gengið að sigri vísum. Það er allskonar sem getur gerst í þessum.“ Þá segir hann óvissu um framtíð ríkisstjórnarinnar ef Katrín býður sig fram. „Það er mögulegt að hún lifi það af. Það eru allskonar kostir í stöðunni. Augljósasti er auðvitað að nýr forystumaður Vinstri-grænna taki við forsætisráðuneytinu. Það er svona kannski fyrir fram það sem væri augljósast en það eru margir aðrir kostir líka til staðar en svo getur það líka farið svo að ríkisstjórnin springi og við séum að horfa framan í þingkosningar á næstunni en það hefur nú beinlínis stefnt í kosningar svona fyrr heldur en síðar miðað við ástandið á stjórnarheimilinu síðustu misserin.“ Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44 Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Hvort sem að hún lætur til skara skríða eða hættir við þá verðum við allavega að gera ráð fyrir því að það séu verulegar líkur á því að hún sé að fara í forsetaframboð og þá er auðvitað stjórnarsamstarfið í uppnámi og mikilvægt að stjórnarflokkarnir ráði ráðum sínum um þá í fyrsta lagi hvort og þá hvernig hægt væri að halda áfram með þetta samstarf og það er engan veginn augljóst eða einfalt.“ Eiríkur segir Katrínu sterkan frambjóðandi ef hún stígur fram. „Katrín Jakobsdóttir nýtur gríðarlegrar virðingar í íslensku þjóðfélagi. Hún hefur risið til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum. Hún er einn farsælasti stjórnmálaforingi samtímans. vinsældir hennar hafa vissulega dvínað verulega að undanförnu en engu að síður þá hlýtur hún að teljast feikilega sterkur frambjóðandi og líklegasti sterkasti frambjóðandinn sem að stigið hefur fram eða verið í umræðunni fram til þessa. Hún getur hins vegar ekki gengið að sigri vísum. Það er allskonar sem getur gerst í þessum.“ Þá segir hann óvissu um framtíð ríkisstjórnarinnar ef Katrín býður sig fram. „Það er mögulegt að hún lifi það af. Það eru allskonar kostir í stöðunni. Augljósasti er auðvitað að nýr forystumaður Vinstri-grænna taki við forsætisráðuneytinu. Það er svona kannski fyrir fram það sem væri augljósast en það eru margir aðrir kostir líka til staðar en svo getur það líka farið svo að ríkisstjórnin springi og við séum að horfa framan í þingkosningar á næstunni en það hefur nú beinlínis stefnt í kosningar svona fyrr heldur en síðar miðað við ástandið á stjórnarheimilinu síðustu misserin.“
Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44 Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23
Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44
Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18