Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2024 10:44 Helga Vala Helgadóttir hætti á þingi á síðasta ári og sneri sér alfarið að lögmannsstörfum. Vísir/Vilhelm Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar birti pistil á Facebook síðu sinni í morgun þar sem hún spáir fyrir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Hún telur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands síðar í vikunni. „Það mun ekki hafa áhrif á líf ríkisstjórnarinnar sem mun starfa áfram undir forystu Sigurðar Inga. Þórdís Kolbrún verður áfram fjármála og Svandís verður innviðaráðherra,“ skrifar Helga. Þá spáir hún því að Bjarkey Olsen eða Bjarni Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, muni taka við matvælaráðuneytinu og vantraustillaga gegn Svandísi Svavarsdóttur því út af borðinu. „Það er ekkert að fara að gerast í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðru enda kosningavetur framundan, kosið verður vorið 2025.“ Sjálfstæðis- og framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi „Af hverju er þetta svona?“ spyr Helga Vala og kemur svo sjálf með svarið. „Jú, Sjallar treysta framsókn alls ekki fyrir fjármálaráðuneytinu. Þrátt fyrir að allir fjölmiðlar hafi eingöngu fjallað um spennuna á milli XD og VG undanfarin misseri þá er það smáræði miðað við djúpgremju XD í garð Framsóknar.“ Formenn stjórnarflokkana í ríkisstjórn, þar sem sennilega er margt kraumandi undir yfirborðinu. Vísir/Vilhelm Helga segir fólk innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varla geta dvalið í sama herbergi. „Enda gerir framsókn bara það sem þeim sýnist og lofa milljörðum hægri vinstri, og ef það er ekki samþykkt við ríkisstjórnarborðið þá er bara farið til formannsins sem finnur aur í jöfnunarsjóðnum.“ Þá fullyrðir hún að forystufólk Sjálfstæðisflokksins vilji kosningar árið 2025 en ekki núna, þó stöku ráðherra sé kominn í kosningaham. „VG vill ekki kosningar núna því þau þurfa að laða að nýtt fólk í framvarðasveitina og Framsókn… tjah… þau hafa verið í kosningabaráttu undanfarna mánuði en formanninum hugnast að verða forsætisráðherra í rúmt ár.“ Þá segist Helga Vala hætt að fussa yfir offramboði kandidata í forsetambættið. „Ég ætla bara að fylgjast spennt með næstu mánuðum enda annálað kosninganörd.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Forsetakosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. 2. apríl 2024 16:53 „Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar birti pistil á Facebook síðu sinni í morgun þar sem hún spáir fyrir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Hún telur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands síðar í vikunni. „Það mun ekki hafa áhrif á líf ríkisstjórnarinnar sem mun starfa áfram undir forystu Sigurðar Inga. Þórdís Kolbrún verður áfram fjármála og Svandís verður innviðaráðherra,“ skrifar Helga. Þá spáir hún því að Bjarkey Olsen eða Bjarni Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, muni taka við matvælaráðuneytinu og vantraustillaga gegn Svandísi Svavarsdóttur því út af borðinu. „Það er ekkert að fara að gerast í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðru enda kosningavetur framundan, kosið verður vorið 2025.“ Sjálfstæðis- og framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi „Af hverju er þetta svona?“ spyr Helga Vala og kemur svo sjálf með svarið. „Jú, Sjallar treysta framsókn alls ekki fyrir fjármálaráðuneytinu. Þrátt fyrir að allir fjölmiðlar hafi eingöngu fjallað um spennuna á milli XD og VG undanfarin misseri þá er það smáræði miðað við djúpgremju XD í garð Framsóknar.“ Formenn stjórnarflokkana í ríkisstjórn, þar sem sennilega er margt kraumandi undir yfirborðinu. Vísir/Vilhelm Helga segir fólk innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varla geta dvalið í sama herbergi. „Enda gerir framsókn bara það sem þeim sýnist og lofa milljörðum hægri vinstri, og ef það er ekki samþykkt við ríkisstjórnarborðið þá er bara farið til formannsins sem finnur aur í jöfnunarsjóðnum.“ Þá fullyrðir hún að forystufólk Sjálfstæðisflokksins vilji kosningar árið 2025 en ekki núna, þó stöku ráðherra sé kominn í kosningaham. „VG vill ekki kosningar núna því þau þurfa að laða að nýtt fólk í framvarðasveitina og Framsókn… tjah… þau hafa verið í kosningabaráttu undanfarna mánuði en formanninum hugnast að verða forsætisráðherra í rúmt ár.“ Þá segist Helga Vala hætt að fussa yfir offramboði kandidata í forsetambættið. „Ég ætla bara að fylgjast spennt með næstu mánuðum enda annálað kosninganörd.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Forsetakosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. 2. apríl 2024 16:53 „Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. 2. apríl 2024 16:53
„Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10