Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2024 22:10 Úr Hvalfjarðargöngum. Ný göng undir fjörðinn eru þriðju í röðinni á forgangslista jarðgangaáætlunar. Vilhelm Gunnarsson Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. Fjallað var um jarðgangamál í fréttum Stöðvar 2 en bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, vill göng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Þar eru ellefu kílómetra löng göng undir Öxnadalsheiði í tíunda sæti á forgangslista jarðgangaáætlunar sem þýðir að þau eru ekki á dagskrá fyrr en í kringum árið 2050. En bæjarstjórinn nefndi einnig þann möguleika að fara í styttri göng, 3,7 kílómetra löng, svokölluð Bakkaselsgöng. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra klöppuðu fyrir opnun Dýrafjarðarganga um fjarfundarbúnað á tíma covid-takmarkana haustið 2020.Vegagerðin Skagfirðingar hafa haldið fram þeim kosti að grafa 22 kílómetra göng undir Tröllaskaga milli Hjaltadals og Hörgárdals, en Vegagerðin hefur nánast slegið þau út af borðinu vegna mikils kostnaðar. Þeir sem sátu fastir á Akureyri um helgina gátu með herkjum komist um Ólafsfjörð og Siglufjörð. Ný 5,2 kílómetra göng milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði auðvelda mönnum að komast þá leið. Siglufjarðarskarðsgöng eru í öðru sæti á jarðgangaáætlun, sem miðar við að framkvæmdir við þau hefjist eftir fjögur ár og ljúki árið 2031. Frá Siglufjarðarvegi við Strákagöng.Skjáskot/Stöð 2 Á eftir nýjum Hvalfjarðargöngum, sem eru í þriðja sæti með áætlaða opnun árið 2034, eru Ólafsfjarðargöng í fjórða sæti forgangslistans, annaðhvort ný 8,8 kílómetra göng milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar eða hreinlega breikkun núverandi Múlaganga. Upphaf framkvæmda er áætlað árið 2033 og verklok árið 2037. En ferðamenn urðu einnig innlyksa á Ísafirði um helgina. Þar setja heimamenn á oddinn göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðahættu, 6,7 kílómetra göng. Einnig eru styttri göng, 2,3 kílómetra löng um Súðavíkurhlíð, í myndinni. Súðavíkurgöng eru í fimmta sæti forgangslistans og minnst tólf ár í framkvæmdir með verklok áætluð árið 2039. Ennþá aftar á listanum, eftir 20 ár eða svo, eru göng milli Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals, undir Mikladal og Hálfdán. Göng undir Klettsháls, sem er oft farartálmi, eru tímasett á árabilinu 2046 til 2049. Fjarðarheiðargöng. Fyrirhugaður gangamunni í Seyðisfirði.Vegagerðin/Mannvit Það eru hins vegar 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng, sem tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð, sem núna eru efst á forgangslista stjórnvalda, með verklok árið 2031, miðað við að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Seyðfirðingar notuðu tækifærið um helgina og minntu á að þeir hefðu verið innilokaðir í fjóra daga. Það nefndi þó enginn að Mjófirðingar hafa ekki komist akandi úr sínum firði síðustu fjóra mánuði og þurft að treysta á bátsferðir til Norðfjarðar til að kaupa í matinn. Tvenn göng um Mjóafjörð, sem tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð, eru á dagskrá árið 2039 með verklok árið 2043. Heitar umræður eru núna á Austfjörðum um að víxla þessari forgangsröð og taka Mjóafjarðatenginguna, eða Fjarðaleið, á undan. Það er ódýrasta leiðin til að tengja Seyðisfjörð með láglendisvegi við hringveginn. Með þeim fengju Seyðfirðingar jafnframt góða tengingu við stærsta atvinnusvæði Austfjarða í Fjarðabyggð. Loks má nefna göng undir Hellisheiði eystri, milli Vopnafjarðar og Héraðs, en þau náðu ekki í fyrra inn á topp tíu lista stjórnvalda, sem nær fram til ársins 2053. Þó urðu íbúar norðausturhornsins einnig innlyksa vegna ófærðar núna um páskana þegar bæði Möðrudalsöræfi og Hófaskarð lokuðust. Svona var tímaáætlun jarðgangaframkvæmda kynnt í fyrra í jarðgangaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjögur ár eru brátt liðin frá því síðast var unnið að jarðagangagerð hérlendis en Dýrafjarðargöng voru opnuð haustið 2020. Þegar spurt er hversvegna jarðgangastoppið sé orðið svona langt er stutta svarið: Peningaskortur. Ríkisstjórninni hefur hreinlega ekki tekist að útfæra leiðir til að fjármagna jarðgangaáætlun. Menn höfðu vonast til að sjá einhverjar tillögur í þeim efnum lagðar fyrir yfirstandandi þing en núna heyrist innan úr kerfinu að það frestist. Miðað við þessa óvissu og stöðu ríkisfjármála kæmi ekki á að óvart að landsmenn gætu þurft að bíða í eitt til tvö ár enn, jafnvel lengur, eftir næstu jarðgangasprengingum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um jarðgangadeilurnar á Austfjörðum í þættinum Ísland í dag í fyrra: Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Byggðamál Dýrafjarðargöng Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. 2. apríl 2024 11:37 Íbúar á Seyðisfirði enn innilokaðir Fjarðarheiði hefur verið lokuð síðastliðna fjóra daga og íbúar Seyðisfjarðar því verið innilokuð frá því á fimmtudag. 1. apríl 2024 13:44 Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. 4. mars 2024 22:17 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun. 25. nóvember 2023 09:09 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Fjallað var um jarðgangamál í fréttum Stöðvar 2 en bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, vill göng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Þar eru ellefu kílómetra löng göng undir Öxnadalsheiði í tíunda sæti á forgangslista jarðgangaáætlunar sem þýðir að þau eru ekki á dagskrá fyrr en í kringum árið 2050. En bæjarstjórinn nefndi einnig þann möguleika að fara í styttri göng, 3,7 kílómetra löng, svokölluð Bakkaselsgöng. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra klöppuðu fyrir opnun Dýrafjarðarganga um fjarfundarbúnað á tíma covid-takmarkana haustið 2020.Vegagerðin Skagfirðingar hafa haldið fram þeim kosti að grafa 22 kílómetra göng undir Tröllaskaga milli Hjaltadals og Hörgárdals, en Vegagerðin hefur nánast slegið þau út af borðinu vegna mikils kostnaðar. Þeir sem sátu fastir á Akureyri um helgina gátu með herkjum komist um Ólafsfjörð og Siglufjörð. Ný 5,2 kílómetra göng milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði auðvelda mönnum að komast þá leið. Siglufjarðarskarðsgöng eru í öðru sæti á jarðgangaáætlun, sem miðar við að framkvæmdir við þau hefjist eftir fjögur ár og ljúki árið 2031. Frá Siglufjarðarvegi við Strákagöng.Skjáskot/Stöð 2 Á eftir nýjum Hvalfjarðargöngum, sem eru í þriðja sæti með áætlaða opnun árið 2034, eru Ólafsfjarðargöng í fjórða sæti forgangslistans, annaðhvort ný 8,8 kílómetra göng milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar eða hreinlega breikkun núverandi Múlaganga. Upphaf framkvæmda er áætlað árið 2033 og verklok árið 2037. En ferðamenn urðu einnig innlyksa á Ísafirði um helgina. Þar setja heimamenn á oddinn göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðahættu, 6,7 kílómetra göng. Einnig eru styttri göng, 2,3 kílómetra löng um Súðavíkurhlíð, í myndinni. Súðavíkurgöng eru í fimmta sæti forgangslistans og minnst tólf ár í framkvæmdir með verklok áætluð árið 2039. Ennþá aftar á listanum, eftir 20 ár eða svo, eru göng milli Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals, undir Mikladal og Hálfdán. Göng undir Klettsháls, sem er oft farartálmi, eru tímasett á árabilinu 2046 til 2049. Fjarðarheiðargöng. Fyrirhugaður gangamunni í Seyðisfirði.Vegagerðin/Mannvit Það eru hins vegar 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng, sem tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð, sem núna eru efst á forgangslista stjórnvalda, með verklok árið 2031, miðað við að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Seyðfirðingar notuðu tækifærið um helgina og minntu á að þeir hefðu verið innilokaðir í fjóra daga. Það nefndi þó enginn að Mjófirðingar hafa ekki komist akandi úr sínum firði síðustu fjóra mánuði og þurft að treysta á bátsferðir til Norðfjarðar til að kaupa í matinn. Tvenn göng um Mjóafjörð, sem tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð, eru á dagskrá árið 2039 með verklok árið 2043. Heitar umræður eru núna á Austfjörðum um að víxla þessari forgangsröð og taka Mjóafjarðatenginguna, eða Fjarðaleið, á undan. Það er ódýrasta leiðin til að tengja Seyðisfjörð með láglendisvegi við hringveginn. Með þeim fengju Seyðfirðingar jafnframt góða tengingu við stærsta atvinnusvæði Austfjarða í Fjarðabyggð. Loks má nefna göng undir Hellisheiði eystri, milli Vopnafjarðar og Héraðs, en þau náðu ekki í fyrra inn á topp tíu lista stjórnvalda, sem nær fram til ársins 2053. Þó urðu íbúar norðausturhornsins einnig innlyksa vegna ófærðar núna um páskana þegar bæði Möðrudalsöræfi og Hófaskarð lokuðust. Svona var tímaáætlun jarðgangaframkvæmda kynnt í fyrra í jarðgangaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjögur ár eru brátt liðin frá því síðast var unnið að jarðagangagerð hérlendis en Dýrafjarðargöng voru opnuð haustið 2020. Þegar spurt er hversvegna jarðgangastoppið sé orðið svona langt er stutta svarið: Peningaskortur. Ríkisstjórninni hefur hreinlega ekki tekist að útfæra leiðir til að fjármagna jarðgangaáætlun. Menn höfðu vonast til að sjá einhverjar tillögur í þeim efnum lagðar fyrir yfirstandandi þing en núna heyrist innan úr kerfinu að það frestist. Miðað við þessa óvissu og stöðu ríkisfjármála kæmi ekki á að óvart að landsmenn gætu þurft að bíða í eitt til tvö ár enn, jafnvel lengur, eftir næstu jarðgangasprengingum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um jarðgangadeilurnar á Austfjörðum í þættinum Ísland í dag í fyrra:
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Byggðamál Dýrafjarðargöng Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. 2. apríl 2024 11:37 Íbúar á Seyðisfirði enn innilokaðir Fjarðarheiði hefur verið lokuð síðastliðna fjóra daga og íbúar Seyðisfjarðar því verið innilokuð frá því á fimmtudag. 1. apríl 2024 13:44 Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. 4. mars 2024 22:17 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun. 25. nóvember 2023 09:09 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. 2. apríl 2024 11:37
Íbúar á Seyðisfirði enn innilokaðir Fjarðarheiði hefur verið lokuð síðastliðna fjóra daga og íbúar Seyðisfjarðar því verið innilokuð frá því á fimmtudag. 1. apríl 2024 13:44
Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. 4. mars 2024 22:17
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun. 25. nóvember 2023 09:09
Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01
Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42