Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jón Þór Stefánsson skrifar
KvöldfréttiR stöðvar 2 Sindri

Jón Gnarr tilkynnir væntanlega í kvöld hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Þá styttist í að forsætisráðherra geri upp hug sinn. Stjórnmálafræðingur segir framboð þeirra og nokkurra annarra geta ráðið miklu í baráttunni. Heimir Már Pétursson fer yfir stöðuna í kosningabaráttunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðir við þingflokksformann Vinstri Grænna í beinni.

Í fyrsta sinn í fimm mánuði landaði togari í Grindavík í dag. Við kíkjum á hafnarsvæðið og hittum áhöfnina sem var alsæl með daginn.

Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Kristján Már Unnarsson mætir í myndver og fer yfir gangaframkvæmdir sem eru til umræðu. Þá kíkjum við í Mjóddina og heyrum í formanni íbúaráðs Breiðholts sem telur svæðið subbulegt og mega bæta. Auk þess verðum við í beinni frá fuglaskoðun í Gróttu og í Íslandi í dag hittir Kristín Ólafsdóttir klæðskerann Hassan sem segir lífið á Íslandi verða sífellt betra, þrátt fyrir að leigan mætti vera aðeins lægri.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×