Kröfur ríkisins til þinglýstra eigna Ingibjörg Isaksen skrifar 2. apríl 2024 16:00 Það er óhætt að segja að framkomnar þjóðlendukröfur fjármála- og efnahagsráðherra í allar eyjar og sker umhverfis landið sem eru ofan sjávar á stórstraumsfjöru hafi vakið gríðarlega mikil viðbrögð almennings. Sveitarstjórnarfólk víða um land hefur verulegar áhyggjur af málinu og segir kröfulýsinguna vera gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti og framtíðarsýn fjölmargra íbúa og landeigenda um land allt. Auk þess hefur borið á gagnrýni að ekkert samráð hafi verið haft við eigendur þessara eyja. Í staðinn fyrir samráð eða póst frá óbyggðanefnd fréttu eigendur af kröfunni í gegnum fjölmiðla. Þá eru flestar eyjar sem kröfurnar beinast að þinglýstar eignir einstaklinga, sveitarfélaga og annarra aðila og í sumum tilvikum hefur ríkið selt eyjar sem það ætlar nú að taka aftur til sín. Hefði þurft grófara sigti Upphaflegur tilgangur með setningu laga um þjóðlendur var að leysa úr ágreiningi sem ríkt hafði í áratugi um eignarhald á hálendisvegum landsins eða þau svæði sem lengst hafa verið nefnd afréttir og almenningar. Þvert á upphaflegar áætlanir eru þessar kröfulýsingar ríkisins nú að skapa óvissu þar sem engin óvissa var fyrir, auk þess sem þær leggja stein í götu hugmynda einkaframtaks um framkvæmdir og sköpun, enda ná þessar kröfur inn á byggð svæði. Þessi mál taka öllu jafnan tvö ár hjá óbyggðanefnd og eftir það er hægt að skjóta úrskurðinum til dómstóla með tilheyrandi töfum til jafnvel fjölda ára. Það segir sig sjálft að öll fjárfesting á þessum svæðum er í uppnámi á meðan. Að mínu mati er nú fulllangt seilst frá upphaflegum markmiðum laganna. Nú þegar er verið að sækjast eftir landsvæðum þar sem nú eru m.a. fasteignir. Svæði sem rúmast innan deiliskipulags sveitarfélaga. Það er eðlilegt að fólk sé ósátt því að ljóst er að þetta mun hafa töluverðan kostnað í för með sér fyrir sveitarstjórnir og eigendur þessara landsvæða. Þessar hugmyndir óbyggðanefndar hefðu þurft að fara í gegnum mun grófara sigti auk þess sem horfa hefði mátt á gömul skjöl sem nú þegar eru til staðar. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir óþarfaupphlaup. Hér er jafnvel um að ræða eyjar þar sem búseta var eða hefur verið um margar aldir og flestar metnar til fasteignaverðs. Kröfur að ósekju? Á sama tíma kemur fram í fréttum að ríkið hafi í tæp tíu ár reynt að hafa þinglýstar eignir af bændum í Syðri – Fljótum, en samkvæmt opinberum kortasjám er ríkið búið að eigna sér stóran hlut af þeirri jörð og ber fyrir sig að Landgræðslan eigi landið. Þessai deila auk þeirra varna sem eigendur eyja og skerja þurfa nú að há við ríkið sæta furðu. Í öllum slíkum málum er mikilvægt að gætt sé að jafnvægi og að ríkið fari ekki fram með offorsi gagnvart einstaklingum. Ég tek undir áhyggjur landeiganda á þessari þróun og tel mikilvægt að staldrað verði við og verklagið endurskoðað. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Jarða- og lóðamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að framkomnar þjóðlendukröfur fjármála- og efnahagsráðherra í allar eyjar og sker umhverfis landið sem eru ofan sjávar á stórstraumsfjöru hafi vakið gríðarlega mikil viðbrögð almennings. Sveitarstjórnarfólk víða um land hefur verulegar áhyggjur af málinu og segir kröfulýsinguna vera gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti og framtíðarsýn fjölmargra íbúa og landeigenda um land allt. Auk þess hefur borið á gagnrýni að ekkert samráð hafi verið haft við eigendur þessara eyja. Í staðinn fyrir samráð eða póst frá óbyggðanefnd fréttu eigendur af kröfunni í gegnum fjölmiðla. Þá eru flestar eyjar sem kröfurnar beinast að þinglýstar eignir einstaklinga, sveitarfélaga og annarra aðila og í sumum tilvikum hefur ríkið selt eyjar sem það ætlar nú að taka aftur til sín. Hefði þurft grófara sigti Upphaflegur tilgangur með setningu laga um þjóðlendur var að leysa úr ágreiningi sem ríkt hafði í áratugi um eignarhald á hálendisvegum landsins eða þau svæði sem lengst hafa verið nefnd afréttir og almenningar. Þvert á upphaflegar áætlanir eru þessar kröfulýsingar ríkisins nú að skapa óvissu þar sem engin óvissa var fyrir, auk þess sem þær leggja stein í götu hugmynda einkaframtaks um framkvæmdir og sköpun, enda ná þessar kröfur inn á byggð svæði. Þessi mál taka öllu jafnan tvö ár hjá óbyggðanefnd og eftir það er hægt að skjóta úrskurðinum til dómstóla með tilheyrandi töfum til jafnvel fjölda ára. Það segir sig sjálft að öll fjárfesting á þessum svæðum er í uppnámi á meðan. Að mínu mati er nú fulllangt seilst frá upphaflegum markmiðum laganna. Nú þegar er verið að sækjast eftir landsvæðum þar sem nú eru m.a. fasteignir. Svæði sem rúmast innan deiliskipulags sveitarfélaga. Það er eðlilegt að fólk sé ósátt því að ljóst er að þetta mun hafa töluverðan kostnað í för með sér fyrir sveitarstjórnir og eigendur þessara landsvæða. Þessar hugmyndir óbyggðanefndar hefðu þurft að fara í gegnum mun grófara sigti auk þess sem horfa hefði mátt á gömul skjöl sem nú þegar eru til staðar. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir óþarfaupphlaup. Hér er jafnvel um að ræða eyjar þar sem búseta var eða hefur verið um margar aldir og flestar metnar til fasteignaverðs. Kröfur að ósekju? Á sama tíma kemur fram í fréttum að ríkið hafi í tæp tíu ár reynt að hafa þinglýstar eignir af bændum í Syðri – Fljótum, en samkvæmt opinberum kortasjám er ríkið búið að eigna sér stóran hlut af þeirri jörð og ber fyrir sig að Landgræðslan eigi landið. Þessai deila auk þeirra varna sem eigendur eyja og skerja þurfa nú að há við ríkið sæta furðu. Í öllum slíkum málum er mikilvægt að gætt sé að jafnvægi og að ríkið fari ekki fram með offorsi gagnvart einstaklingum. Ég tek undir áhyggjur landeiganda á þessari þróun og tel mikilvægt að staldrað verði við og verklagið endurskoðað. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun