Af hverju á ég svona erfitt með að fá fullnægingu? Indíana Rós Ægisdóttir skrifar 2. apríl 2024 20:00 Indíana Rós er kynfræðingur og með M.Ed gráðu í Kynfræði frá Widener University auk þess að vera með BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Vísir Þessi mjög góða spurning barst til mín frá 58 ára konu. Að sjálfsögðu veit ég ekki hver sú kona er og get því ekki spurt hana frekar út í hennar fullnægingar eða hennar kynlíf líkt og ég geri í einstaklingstímum. Verð ég því að svara þessari spurningu á frekar almennan hátt og ræða aðeins hvað hefur áhrif á fullnægingar kvenna. Að ýmsu þarf að huga þegar kemur að fullnægingum.Vísir/Getty Til að byrja með skulum við aðeins líta á tölfræðina. Í gagnkynja samböndum eru 65% kvenna sem fá oftast fullnægingu í kynlífi með öðrum, til samanburðar við 95% karlmanna. Sum vilja klína þessum mun á líffræðina, eða þá á píkuna, þar sem meirihluti kvenna er með píku og á þetta fólk til að halda því fram að það sé bara „svo svakalega erfitt að fullnægja píkum” og þess vegna sé þessi munur. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Ef þið eruð á þeim vagni bendi ég sömuleiðis á að rannsóknir hafa sýnt að 97% kvenna hafa fengið fullnægingu, þó það hafi ekki gerst í kynlífi með öðrum. Líffræðin breytist ekki og virkar bara allt í einu svaka vel þegar konur eru einar frekar en þegar þær eru með karlmönnum. Líklegri skýringin er sú að það séu aðrir þættir sem útskýra muninn og það séu félagslegir og sálfræðilegir þættir. En skoðum nokkra þætti sem rannsóknir telja hafi áhrif á fullnægingar. Hvaða svæði ætti að örva? Við skulum byrja á því að hafa það á hreinu gagnvart líffræðinni: Ef þú ert með píku og vilt fá fullnægingu þá þurfa langflest með píku beina örvun á snípinn en ekki einungis örvun í leggöngin til að geta fengið fullnægingu. Þá má að sjálfsögðu örva þessi svæði samhliða hvort öðru en bara plís! Ekki gleyma snípnum! Þá benda rannsóknir einnig til þess að notkun kynlífstækja sé gagnleg til að fá fullnægingu, því sum þurfa einfaldlega meiri örvun en hægt er að fá með t.d. höndunum, svo ekki útiloka að prófa sig áfram þar. Tíðni kynlífs með sama aðilanum Rannsóknir benda til þess að því oftar sem þú sefur hjá sama aðilanum og því betur sem þú þekkir einstaklinginn því líklegri ertu til þess að fá fullnægingu og vera ánægðari með kynlífið þitt. Þá er hluti af því að því oftar sem þú ert með sama aðilanum byggist upp traust hjá flestum með tímanum og treysta sér þá frekar til að segja frá fantasíum sínum, löngunum og þörfum ásamt því að byggja upp tilfinningaleg tengsl og traust. Allt þetta gerir þig líklegri til að fá fullnægingu. Kynferðisleg ákveðni Að vera kynferðislega ákveðin/n/ð snýr að því að geta talað um kynlíf opinskáan hátt, bæði á meðan kynlífi stendur og ekki meðan á því stendur. Það snýr sömuleiðis að getunni til að geta átt frumkvæði að kynlífi, geta neitað kynlífi, geta sagt hvað þú vilt og vilt ekki. Konur sem sem eru kynferðislega ákveðnar eru líklegri til að gefa hjásvæfunni leiðbeiningar með því að segja hvað þeim þykir gott. Það er svo kannski frekar augljóst að þær konur sem gera það eru líklegri til þess að fá fullnægingu! Við getum ekki ætlast til að manneskjan sem við erum með giski bara á hvað okkur finnst gott, lífið er of stutt fyrir þannig kynlíf. Rannsóknir sýna fram á að leiðir til að auka kynferðislega ákveðni eru til dæmis að fræða sig meira um kynlíf og þá sérstaklega kynjahlutverk og um kynlífshandrit og áhrif þess á kynlíf. Það geturðu til dæmis gert með að hlusta á hlaðvarpið mitt Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi, en þar má finna þætti um þessi málefni. Stolt og skömm Að upplifa að þú sért stolt af þér sem kynveru er gríðarlega mikilvægur þáttur í fullnægingum kvenna. Að sama skapi hefur það að upplifa skömm eða samviskubit tengt kynlífi neikvæð áhrif á getuna til að fá fullnægingu. Samfélagið á stóran þátt í að ýta undir þessa skömm, enda er það vel þekkt að ýmislegt kynferðislegt sem tengist konum á einn eða annan hátt er rætt á niðrandi máta. Til dæmis þegar konur eru kallaðar „druslur” fyrir að stunda kynlíf með mörgum aðilum. Sem betur fer erum við þó á betri leið með það (vona ég) og öll átta sig á að konur mega alveg sofa hjá eins mörgum og þær vilja, svo lengi sem allir eru samþykkir og sáttir. Þá eru eftirfarandi hlutir sem snúa frekar að praktík líklegri til að leiða til fullnægingar í kynlífi: Að fá meiri munnmök Ytri örvun á kynfærum Langir og djúpir kossar Gefa sér lengri tíma í kynlífið Vera ánægð með sambandið sitt Svo, kæra 58 ára kona, kannski er eitthvað af þessum ofantöldum þáttum sem geta hjálpað þér að átta þig á hvers vegna þú eigir erfitt með að fá fullnægingu. Það er mikilvægt að gefa sér tíma ef markmiðið er að fá fullnægingu og reyna ná slökun, en jafnframt að skoða þær tilfinningar þú hefur gagnvart kynlífi. Ef þú upplifir skömm eða samviskubit mæli ég með að skoða það með kynlífsráðgjafa eða sálfræðingi. Kynlíf Kynlífið með Indíönu Rós Tengdar fréttir Svar við spurningu lesanda: Hvað má fróa sér oft í viku? „Hvað má fróa sér oft í viku?” spyr ein 24 ára kona, og hversu góð spurning er það? 26. mars 2024 20:00 Þegar typpið er ekki að typpa eins og það á að typpa Typpi eru einhvernvegin bara út um allt, krotuð á veggi og ekki er hægt að sjá eggaldin án þess að hugsa til þeirra. Fólk sendir typpamyndir, stundum óumbeðnar og óvelkomnar, eins og það sé skyldugt til að deila með heiminum einhverjum boðskap sem mun betrumbæta líf allra. Ekki eru þó allir endilega svona súper-ánægðir með typpið á sér, hvað þá ef eitthvað er ekki alveg eins og það var, eða ætti að vera. 12. mars 2024 20:01 Skotheld ráð kynfræðings að góðum prófíl á þínu uppáhalds stefnumótaforriti Ókei, í draumaheimi erum við ekki að „dæma bókina út frá kápunni” og viljum öll þykjast gera betur en það, en ég meina, við skulum öll vera hreinskilin. Á stefnumótaforritum erum við einmitt öll að gera nákvæmlega það og þá er eins gott að kápan okkar sé eins góð og hún getur verið! 19. mars 2024 20:00 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Að ýmsu þarf að huga þegar kemur að fullnægingum.Vísir/Getty Til að byrja með skulum við aðeins líta á tölfræðina. Í gagnkynja samböndum eru 65% kvenna sem fá oftast fullnægingu í kynlífi með öðrum, til samanburðar við 95% karlmanna. Sum vilja klína þessum mun á líffræðina, eða þá á píkuna, þar sem meirihluti kvenna er með píku og á þetta fólk til að halda því fram að það sé bara „svo svakalega erfitt að fullnægja píkum” og þess vegna sé þessi munur. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Ef þið eruð á þeim vagni bendi ég sömuleiðis á að rannsóknir hafa sýnt að 97% kvenna hafa fengið fullnægingu, þó það hafi ekki gerst í kynlífi með öðrum. Líffræðin breytist ekki og virkar bara allt í einu svaka vel þegar konur eru einar frekar en þegar þær eru með karlmönnum. Líklegri skýringin er sú að það séu aðrir þættir sem útskýra muninn og það séu félagslegir og sálfræðilegir þættir. En skoðum nokkra þætti sem rannsóknir telja hafi áhrif á fullnægingar. Hvaða svæði ætti að örva? Við skulum byrja á því að hafa það á hreinu gagnvart líffræðinni: Ef þú ert með píku og vilt fá fullnægingu þá þurfa langflest með píku beina örvun á snípinn en ekki einungis örvun í leggöngin til að geta fengið fullnægingu. Þá má að sjálfsögðu örva þessi svæði samhliða hvort öðru en bara plís! Ekki gleyma snípnum! Þá benda rannsóknir einnig til þess að notkun kynlífstækja sé gagnleg til að fá fullnægingu, því sum þurfa einfaldlega meiri örvun en hægt er að fá með t.d. höndunum, svo ekki útiloka að prófa sig áfram þar. Tíðni kynlífs með sama aðilanum Rannsóknir benda til þess að því oftar sem þú sefur hjá sama aðilanum og því betur sem þú þekkir einstaklinginn því líklegri ertu til þess að fá fullnægingu og vera ánægðari með kynlífið þitt. Þá er hluti af því að því oftar sem þú ert með sama aðilanum byggist upp traust hjá flestum með tímanum og treysta sér þá frekar til að segja frá fantasíum sínum, löngunum og þörfum ásamt því að byggja upp tilfinningaleg tengsl og traust. Allt þetta gerir þig líklegri til að fá fullnægingu. Kynferðisleg ákveðni Að vera kynferðislega ákveðin/n/ð snýr að því að geta talað um kynlíf opinskáan hátt, bæði á meðan kynlífi stendur og ekki meðan á því stendur. Það snýr sömuleiðis að getunni til að geta átt frumkvæði að kynlífi, geta neitað kynlífi, geta sagt hvað þú vilt og vilt ekki. Konur sem sem eru kynferðislega ákveðnar eru líklegri til að gefa hjásvæfunni leiðbeiningar með því að segja hvað þeim þykir gott. Það er svo kannski frekar augljóst að þær konur sem gera það eru líklegri til þess að fá fullnægingu! Við getum ekki ætlast til að manneskjan sem við erum með giski bara á hvað okkur finnst gott, lífið er of stutt fyrir þannig kynlíf. Rannsóknir sýna fram á að leiðir til að auka kynferðislega ákveðni eru til dæmis að fræða sig meira um kynlíf og þá sérstaklega kynjahlutverk og um kynlífshandrit og áhrif þess á kynlíf. Það geturðu til dæmis gert með að hlusta á hlaðvarpið mitt Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi, en þar má finna þætti um þessi málefni. Stolt og skömm Að upplifa að þú sért stolt af þér sem kynveru er gríðarlega mikilvægur þáttur í fullnægingum kvenna. Að sama skapi hefur það að upplifa skömm eða samviskubit tengt kynlífi neikvæð áhrif á getuna til að fá fullnægingu. Samfélagið á stóran þátt í að ýta undir þessa skömm, enda er það vel þekkt að ýmislegt kynferðislegt sem tengist konum á einn eða annan hátt er rætt á niðrandi máta. Til dæmis þegar konur eru kallaðar „druslur” fyrir að stunda kynlíf með mörgum aðilum. Sem betur fer erum við þó á betri leið með það (vona ég) og öll átta sig á að konur mega alveg sofa hjá eins mörgum og þær vilja, svo lengi sem allir eru samþykkir og sáttir. Þá eru eftirfarandi hlutir sem snúa frekar að praktík líklegri til að leiða til fullnægingar í kynlífi: Að fá meiri munnmök Ytri örvun á kynfærum Langir og djúpir kossar Gefa sér lengri tíma í kynlífið Vera ánægð með sambandið sitt Svo, kæra 58 ára kona, kannski er eitthvað af þessum ofantöldum þáttum sem geta hjálpað þér að átta þig á hvers vegna þú eigir erfitt með að fá fullnægingu. Það er mikilvægt að gefa sér tíma ef markmiðið er að fá fullnægingu og reyna ná slökun, en jafnframt að skoða þær tilfinningar þú hefur gagnvart kynlífi. Ef þú upplifir skömm eða samviskubit mæli ég með að skoða það með kynlífsráðgjafa eða sálfræðingi.
Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlíf Kynlífið með Indíönu Rós Tengdar fréttir Svar við spurningu lesanda: Hvað má fróa sér oft í viku? „Hvað má fróa sér oft í viku?” spyr ein 24 ára kona, og hversu góð spurning er það? 26. mars 2024 20:00 Þegar typpið er ekki að typpa eins og það á að typpa Typpi eru einhvernvegin bara út um allt, krotuð á veggi og ekki er hægt að sjá eggaldin án þess að hugsa til þeirra. Fólk sendir typpamyndir, stundum óumbeðnar og óvelkomnar, eins og það sé skyldugt til að deila með heiminum einhverjum boðskap sem mun betrumbæta líf allra. Ekki eru þó allir endilega svona súper-ánægðir með typpið á sér, hvað þá ef eitthvað er ekki alveg eins og það var, eða ætti að vera. 12. mars 2024 20:01 Skotheld ráð kynfræðings að góðum prófíl á þínu uppáhalds stefnumótaforriti Ókei, í draumaheimi erum við ekki að „dæma bókina út frá kápunni” og viljum öll þykjast gera betur en það, en ég meina, við skulum öll vera hreinskilin. Á stefnumótaforritum erum við einmitt öll að gera nákvæmlega það og þá er eins gott að kápan okkar sé eins góð og hún getur verið! 19. mars 2024 20:00 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Svar við spurningu lesanda: Hvað má fróa sér oft í viku? „Hvað má fróa sér oft í viku?” spyr ein 24 ára kona, og hversu góð spurning er það? 26. mars 2024 20:00
Þegar typpið er ekki að typpa eins og það á að typpa Typpi eru einhvernvegin bara út um allt, krotuð á veggi og ekki er hægt að sjá eggaldin án þess að hugsa til þeirra. Fólk sendir typpamyndir, stundum óumbeðnar og óvelkomnar, eins og það sé skyldugt til að deila með heiminum einhverjum boðskap sem mun betrumbæta líf allra. Ekki eru þó allir endilega svona súper-ánægðir með typpið á sér, hvað þá ef eitthvað er ekki alveg eins og það var, eða ætti að vera. 12. mars 2024 20:01
Skotheld ráð kynfræðings að góðum prófíl á þínu uppáhalds stefnumótaforriti Ókei, í draumaheimi erum við ekki að „dæma bókina út frá kápunni” og viljum öll þykjast gera betur en það, en ég meina, við skulum öll vera hreinskilin. Á stefnumótaforritum erum við einmitt öll að gera nákvæmlega það og þá er eins gott að kápan okkar sé eins góð og hún getur verið! 19. mars 2024 20:00