„Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð sköllóttur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2024 13:01 Pedri þarf líklega litlar áhyggjur að hafa af hármissi. Líklegra virðist að hann raki sjálfur makkann af. Getty Spænska ungstirnið Pedri hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir stórkostlegt ár hans árið 2021. Meiðsli hafa strítt unga manninum sem er þess þó viss að hann verði enn að eftir áratug. Hann virðist þá ekki hræðast hármissi. Fjölmargur karlmaðurinn þarf að horfast í augu við það að missa hárið á einhverjum tímapunkti. Misjafnt er hversu snemma á lífsleiðinni slíkt hefst en dæmandi út frá þykkri hárlínu spænska ungstirnisins Pedri verður það seint vandamál á þeim bænum. Hár Davy Klaassen hefur þykknað töluvert frá komu hans til Mílanó.Samsett/Getty Misjafnt er hversu vel menn takast á við hármissinn en ef litið er til fótboltamanna eru Antonio Conte, Wayne Rooney og Davy Klaassen á meðal manna sem hafa tekið hármissinum illa og ákveðið að fara í ígræðslur til að þykkja makkann. Aðrir eru sköllóttir af sjálfdáðum. Emil Hallfreðsson er nærtækasta dæmið en hann hóf snemma að skafa höfuðið, þrátt fyrir vöxt sem bauð upp á annað. Skotinn Scott Brown er annar. Það kom mörgum á óvart þegar hann hóf þjálfaraferil sinn að skyndilega var mættur maður með þykkt dökkt hár. Þá hafði hann rakað sig sköllóttan allan ferilinn til þess eins að ógna andstæðingum sínum. Scott Brown var sköllóttur til að ógna andstæðingum sínum.Getty/Ian MacNicol Pedri virðist vera á meðal manna í síðari hópnum ef dæma má af nýlegum ummælum miðjumannsins unga. Hann var spurður um helgina hvar hann sæi sig staddan eftir áratug. „Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð 31 árs, enn spilandi fótbolta, og kannski verð ég sköllóttur. Mig hefur alltaf langað að sjá mig sköllóttan, ég veit ekki af hverju,“ segir Pedri við Diario Sport á Spáni. Pedri spratt fram á sjónarsviðið leiktíðina 2020-21, þá aðeins 19 ára gamall, og var á meðal betri leikmanna Barcelona þá leiktíðina. Hann var svo góður að hann hlaut sæti í byrjunarliði Spánar á EM sumarið eftir og í kjölfar þess lék hann alla Ólympíuleikana í Tókýó síðar sama sumar. Alls lék Pedri 73 leiki á einni leiktíð og hann hefur ekki verið samur eftir þetta mikla álag. Hann hefur orðið fyrir átta mismunandi meiðslum síðan og misst af hátt í 80 leikjum vegna meiðsla síðustu þrjár leiktíðir. Allt er það vegna vöðvameiðsla, sérstaklega í læri. Síðast meiddist hann á læri í byrjun mars og hefur verið frá síðan. Þó er búist við að hann geti snúið aftur í lið Barcelona næstu helgi. Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Fjölmargur karlmaðurinn þarf að horfast í augu við það að missa hárið á einhverjum tímapunkti. Misjafnt er hversu snemma á lífsleiðinni slíkt hefst en dæmandi út frá þykkri hárlínu spænska ungstirnisins Pedri verður það seint vandamál á þeim bænum. Hár Davy Klaassen hefur þykknað töluvert frá komu hans til Mílanó.Samsett/Getty Misjafnt er hversu vel menn takast á við hármissinn en ef litið er til fótboltamanna eru Antonio Conte, Wayne Rooney og Davy Klaassen á meðal manna sem hafa tekið hármissinum illa og ákveðið að fara í ígræðslur til að þykkja makkann. Aðrir eru sköllóttir af sjálfdáðum. Emil Hallfreðsson er nærtækasta dæmið en hann hóf snemma að skafa höfuðið, þrátt fyrir vöxt sem bauð upp á annað. Skotinn Scott Brown er annar. Það kom mörgum á óvart þegar hann hóf þjálfaraferil sinn að skyndilega var mættur maður með þykkt dökkt hár. Þá hafði hann rakað sig sköllóttan allan ferilinn til þess eins að ógna andstæðingum sínum. Scott Brown var sköllóttur til að ógna andstæðingum sínum.Getty/Ian MacNicol Pedri virðist vera á meðal manna í síðari hópnum ef dæma má af nýlegum ummælum miðjumannsins unga. Hann var spurður um helgina hvar hann sæi sig staddan eftir áratug. „Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð 31 árs, enn spilandi fótbolta, og kannski verð ég sköllóttur. Mig hefur alltaf langað að sjá mig sköllóttan, ég veit ekki af hverju,“ segir Pedri við Diario Sport á Spáni. Pedri spratt fram á sjónarsviðið leiktíðina 2020-21, þá aðeins 19 ára gamall, og var á meðal betri leikmanna Barcelona þá leiktíðina. Hann var svo góður að hann hlaut sæti í byrjunarliði Spánar á EM sumarið eftir og í kjölfar þess lék hann alla Ólympíuleikana í Tókýó síðar sama sumar. Alls lék Pedri 73 leiki á einni leiktíð og hann hefur ekki verið samur eftir þetta mikla álag. Hann hefur orðið fyrir átta mismunandi meiðslum síðan og misst af hátt í 80 leikjum vegna meiðsla síðustu þrjár leiktíðir. Allt er það vegna vöðvameiðsla, sérstaklega í læri. Síðast meiddist hann á læri í byrjun mars og hefur verið frá síðan. Þó er búist við að hann geti snúið aftur í lið Barcelona næstu helgi.
Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira