Davis var aðeins 35 ára gamall þegar hann lést. Hann fannst látinn á heimili ömmu sinnar í Flórída, en samkvæmt skýrslu lögreglu barst andlát hans ekki að með saknæmum hætti. Rannsókn málsins er þó enn opin.
Davis lék í NFL-deildinni í amerískum fótbolta frá 2009 til 2018. Hann hóf ferilinn með Miami Dolphins áður en hann færði sig yfir til Indianapolis Colts árið 2012. Árið 2018 lék hann svo með Buffalo Bills, en lagði skóna á hilluna í hálfleik í 31-20 tapi liðsins gegn Los Angeles Chargers í september það ár. Eins og gefur að skilja fór það ekki vel í liðsfélaga hans.