Torsótt hjá Tottenham, sex mörk í seinni hálfleik og jafnræði í Skírisskógi Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2024 17:13 Heung Min-Son fagnaði sigurmarki sínu af mikilli innlifun, Chloe Knott - Danehouse/Getty Images Fjöldi leikja fór fram í ensku úrvalsdeildinni síðdegis í dag. Tottenham lenti í erfiðleikum með Luton en unnu að endingu 2-1. Tahith Chong kom Luton Town óvænt yfir strax á 3. mínútu gegn Tottenham. Andros Townsend, fyrrum leikmaður Tottenham, náði þar góðum spretti upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir á Ross Barkley, hann áframsendi á Chong sem kláraði færið af öryggi. Issa Kaboré setti boltann óvart í eigið net í upphafi seinni hálfleiks eftir fyrirgjöf Brennan Johnson og jafnaði leikinn fyrir Tottenham. Luton voru ekki að baki brotnir og komust mjög nálægt því að taka forystuna aftur skömmu síðar eftir hornspyrnu, en Vicario markvörður Tottenham varði vel. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda með jafntefli en Heung Min-Son skoraði sigurmarkið fyrir Tottenham á 86. mínútu eftir hraða skyndisókn eftir hornspyrnu Luton hinum megin. Aftur var það eftir fyrirgjöf varamannsins Brennan Johnson sem boltinn endaði í netinu. Gaf sigur með sjálfsmarki í uppbótartíma Bournemouth tók á móti Everton og hampaði 2-1 sigri eftir spennandi lokamínútur. Heimamenn voru hættulegri aðilinn lengst af í leiknum og uppskáru loksins mark um miðjan seinni hálfleik. Dominic Solanke stangaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá varamanninum Lloyd Kelly. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Everton jafnaði á 86. mínútu þegar Neto, markvörður Bournemouth, missti boltann frá sér á Beto, framherja Everton, sem setti hann í netið. Everton tókst þó ekki að sækja stig því Seamus Coleman setti boltann óvart í eigið net í uppbótartíma. Sex mörk í seinni hálfleik Sheffield United komst grátlega nálægt sigri en þurfti að sætta sig við jafntefli gegn Fulham. Lokatölur 3-3 en öll sex mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Ben Brereton Díaz kom heimamönnum yfir á 58. mínútu, Joao Palhinha jafnaði fyrir gestina örskömmu síðar. Tvö mörk til viðbótar frá Oliver McBurnie og Ben Brereton Díaz komu Sheffield 3-1 yfir. Gestirnir gáfust ekki upp. Bobby Reid minnkaði muninn á 86. mínútu og Rodrigo Muniz jafnaði leikinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Skildu jöfn í Skírisskógi Crystal Palace heimsótti Nottingham Forest, liðin skildu jöfn að leik loknum, 1-1. Jean-Phillipe Mateta skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Palace á 10. mínútu eftir frábæran spilkafla hjá liðinu og stoðsendingu frá Eberechi Eze. Eze komst svo sjálfur í gott færi í upphafi seinni hálfleiks en hitti í stöngina og tókst ekki að tvöfalda forystuna. Christian Wood jafnaði leikinn fyrir Nottingham Forest á 60. mínútu með góðum skalla sem sveif yfir markvörð Palace. Stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar má finna hér. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira
Tottenham lenti í erfiðleikum með Luton en unnu að endingu 2-1. Tahith Chong kom Luton Town óvænt yfir strax á 3. mínútu gegn Tottenham. Andros Townsend, fyrrum leikmaður Tottenham, náði þar góðum spretti upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir á Ross Barkley, hann áframsendi á Chong sem kláraði færið af öryggi. Issa Kaboré setti boltann óvart í eigið net í upphafi seinni hálfleiks eftir fyrirgjöf Brennan Johnson og jafnaði leikinn fyrir Tottenham. Luton voru ekki að baki brotnir og komust mjög nálægt því að taka forystuna aftur skömmu síðar eftir hornspyrnu, en Vicario markvörður Tottenham varði vel. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda með jafntefli en Heung Min-Son skoraði sigurmarkið fyrir Tottenham á 86. mínútu eftir hraða skyndisókn eftir hornspyrnu Luton hinum megin. Aftur var það eftir fyrirgjöf varamannsins Brennan Johnson sem boltinn endaði í netinu. Gaf sigur með sjálfsmarki í uppbótartíma Bournemouth tók á móti Everton og hampaði 2-1 sigri eftir spennandi lokamínútur. Heimamenn voru hættulegri aðilinn lengst af í leiknum og uppskáru loksins mark um miðjan seinni hálfleik. Dominic Solanke stangaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá varamanninum Lloyd Kelly. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Everton jafnaði á 86. mínútu þegar Neto, markvörður Bournemouth, missti boltann frá sér á Beto, framherja Everton, sem setti hann í netið. Everton tókst þó ekki að sækja stig því Seamus Coleman setti boltann óvart í eigið net í uppbótartíma. Sex mörk í seinni hálfleik Sheffield United komst grátlega nálægt sigri en þurfti að sætta sig við jafntefli gegn Fulham. Lokatölur 3-3 en öll sex mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Ben Brereton Díaz kom heimamönnum yfir á 58. mínútu, Joao Palhinha jafnaði fyrir gestina örskömmu síðar. Tvö mörk til viðbótar frá Oliver McBurnie og Ben Brereton Díaz komu Sheffield 3-1 yfir. Gestirnir gáfust ekki upp. Bobby Reid minnkaði muninn á 86. mínútu og Rodrigo Muniz jafnaði leikinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Skildu jöfn í Skírisskógi Crystal Palace heimsótti Nottingham Forest, liðin skildu jöfn að leik loknum, 1-1. Jean-Phillipe Mateta skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Palace á 10. mínútu eftir frábæran spilkafla hjá liðinu og stoðsendingu frá Eberechi Eze. Eze komst svo sjálfur í gott færi í upphafi seinni hálfleiks en hitti í stöngina og tókst ekki að tvöfalda forystuna. Christian Wood jafnaði leikinn fyrir Nottingham Forest á 60. mínútu með góðum skalla sem sveif yfir markvörð Palace. Stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn