Gíslatökumaðurinn áður komið við sögu hjá lögreglu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. mars 2024 15:30 Maðurinn var handtekinn um hádegisbil. Vísir/EPA Gíslatökumaðurinn sem handtekinn var í Hollandi í morgun hefur áður komist í kast við lögin. Maðurinn kom á næturklúbbinn Petticoat í bænum Ede í Hollandi um klukkan sex í nótt og hótaði að sprengja staðinn í loft upp. Gíslatökunni lauk um hádegi í dag en engan af sjö gíslum hans sakaði. Maðurinn er ekki grunaður um hryðjuverk. Gíslatakan varði alls í um sex klukkutíma og endaði með því að einn var handtekinn um hádegisbil í dag. Um er að ræða karlmann sem var leiddur í burtu af lögreglu í handjárnum og með bundið fyrir augun. Maðurinn var samkvæmt hollenskum yfirvöldum með hnífa á sér. Maðurinn var handjárnaður og bundið fyrir augu hans. Vísir/EPA Stuttu áður en maðurinn var handtekinn sleppti hann þremur sem öll voru klædd í fatnað frá næturklúbbnum. Í frétt hollenska miðilsins Telegraaf segir að þau hafi augljóslega verið í miklu uppnámi. Stuttu síðar var fjórðu manneskjunni sleppt en hann klæddist appelsínugulum jakka. Eftir það var maðurinn handtekinn og eftir það þrír síðustu gíslarnir frelsaðir. Enn er verið að rannsaka svæðið og er það því lokað almenningi. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í morgun og voru um 150 heimili í nálægð við staðinn rýmd. „Þetta er hræðileg staða fyrir þetta fólk. Ég hef miklar áhyggjur af þeim og hugsa til þeirra og ástvina þeirra. Ég vona að hægt verði að leysa úr þessu fljótt og örugglega,“ var haft eftir bæjarstjóra Ede, René Verhulst, í frétt Telegraaf á meðan gíslatakan stóð enn yfir. Maðurinn var handtekinn um hádegisbil. Vísir/EPA Það er aðallega ungt fólk sem sækir staðinn samkvæmt frétt Telegraaf. Í gær, föstudag, var haldinn viðburður sem var búinn um klukkan 4 í nótt. Samkvæmt skipuleggjendum voru þau farin um 4.15 af staðnum. Það var svo um klukkan sex sem lögregla og aðrir viðbragðsaðilar voru kölluð að Petticoat vegna hótana mannsins. Holland Tengdar fréttir Gíslatökumaðurinn í Hollandi handtekinn Einn hefur verið handtekinn vegna gíslatöku í borginni Ede í Hollandi í morgun. Karlmaður gekk inn á næturklúbb í morgun vopnaður og hótaði að sprengja staðinn í lof tupp. 30. mars 2024 11:41 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Gíslatökunni lauk um hádegi í dag en engan af sjö gíslum hans sakaði. Maðurinn er ekki grunaður um hryðjuverk. Gíslatakan varði alls í um sex klukkutíma og endaði með því að einn var handtekinn um hádegisbil í dag. Um er að ræða karlmann sem var leiddur í burtu af lögreglu í handjárnum og með bundið fyrir augun. Maðurinn var samkvæmt hollenskum yfirvöldum með hnífa á sér. Maðurinn var handjárnaður og bundið fyrir augu hans. Vísir/EPA Stuttu áður en maðurinn var handtekinn sleppti hann þremur sem öll voru klædd í fatnað frá næturklúbbnum. Í frétt hollenska miðilsins Telegraaf segir að þau hafi augljóslega verið í miklu uppnámi. Stuttu síðar var fjórðu manneskjunni sleppt en hann klæddist appelsínugulum jakka. Eftir það var maðurinn handtekinn og eftir það þrír síðustu gíslarnir frelsaðir. Enn er verið að rannsaka svæðið og er það því lokað almenningi. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í morgun og voru um 150 heimili í nálægð við staðinn rýmd. „Þetta er hræðileg staða fyrir þetta fólk. Ég hef miklar áhyggjur af þeim og hugsa til þeirra og ástvina þeirra. Ég vona að hægt verði að leysa úr þessu fljótt og örugglega,“ var haft eftir bæjarstjóra Ede, René Verhulst, í frétt Telegraaf á meðan gíslatakan stóð enn yfir. Maðurinn var handtekinn um hádegisbil. Vísir/EPA Það er aðallega ungt fólk sem sækir staðinn samkvæmt frétt Telegraaf. Í gær, föstudag, var haldinn viðburður sem var búinn um klukkan 4 í nótt. Samkvæmt skipuleggjendum voru þau farin um 4.15 af staðnum. Það var svo um klukkan sex sem lögregla og aðrir viðbragðsaðilar voru kölluð að Petticoat vegna hótana mannsins.
Holland Tengdar fréttir Gíslatökumaðurinn í Hollandi handtekinn Einn hefur verið handtekinn vegna gíslatöku í borginni Ede í Hollandi í morgun. Karlmaður gekk inn á næturklúbb í morgun vopnaður og hótaði að sprengja staðinn í lof tupp. 30. mars 2024 11:41 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Gíslatökumaðurinn í Hollandi handtekinn Einn hefur verið handtekinn vegna gíslatöku í borginni Ede í Hollandi í morgun. Karlmaður gekk inn á næturklúbb í morgun vopnaður og hótaði að sprengja staðinn í lof tupp. 30. mars 2024 11:41