Innlent

Hviður allt að 35 metrar á sekúndu og hætt við sand­foki

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Búast má við erfiðum akstursskilyrðum á Suðausturlandi í nótt og á morgun. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Búast má við erfiðum akstursskilyrðum á Suðausturlandi í nótt og á morgun. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Í nótt og framan af morgundeginum má á milli Kirkjubæjarklausturs og Hornafjarðar gera ráð fyrir staðbundnum snörpum strengjum í Norðaustur-átt. 

Þetta kemur fram í ábendingu Veðurvaktarinnar til vegfarenda. Þar segir að hviður gætu orðið allt að 35 m/s. Einnig er hætt við sandfoki á Skeiðarársandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×