Umfangsmikið verkefni að hreinsa til eftir slysið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2024 09:43 Vöruflutningaskipinu The Dali var siglt á brúna Scott Key Bridge í borginni Baltimore í Maryland aðfaranótt þriðjudags. AP Ríkisstjórn Joe Biden í Bandaríkjunum hefur samþykkt fjárframlög upp á sextíu milljónir Bandaríkjadala til Maryland-ríkis svo hægt verði að hreinsa upp brakið sem varð til þegar brú hrundi í borginni Baltimore fyrr í vikunni. Minnst sex létust þegar fraktskipi var siglt á brúna með þeim afleiðingum að hún hrundi aðfaranótt þriðjudags. Skipið varð vélarvana stuttu áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna, en samkvæmt nýju mati var brúin, sem reist var árið 1976, ekki byggð með nútíma öryggisstaðla í huga. Wes Moore ríkisstjóri Maryland lagði fram áætlun um hvernig farið yrði að því að fjarlægja skipið og brak af svæðinu og að reisa brúna upp á nýtt á blaðamannafundi í gær. „Við eigum langt í land, “ sagði hann á fundinum og að fram undan væru margar áskoranir hvað aðgerðina varðar. Ein þeirra væri lengd flutningaskipsins, sem er nærri jafn langt og Eiffelturninn. Stærsti krani Bandaríkjanna notaður Moore líkti ástandinu við atvikið þegar flutningaskipið Evergreen festist í Súesskurðinum í Egyptalandi árið 2021. Munurinn sé þó sá að brúin liggi ofan á skipinu í þetta skipti, en hann áætlar að þrjú til fjögur þúsund tonn af stáli liggi á því. Hann sagði vatnið í ánni svo dökkt og brakið svo þykkt að kafarar sæju ekki lengra en um hálfan metra fram fyrir sig. Þá sagðist hann eiga von á að 907 tonna krani, sem er sá stærsti í Bandaríkjunum, komi til Baltimore í dag. Kraninn komi til með að færa brak úr ánni. Annar fjögur hundruð tonna krani komi á morgun í sama tilgangi. Moore sagði að nú þyrfti að finna leið til þess að búta niður þann hluta brúarinnar sem liggi á skipinu til þess að hægt yrði að fjarlægja hana af skipinu með krananum. Mikið magn eldfimra efna er að finna í gámum flutningaskipsins, þar með talið litíumrafhlöður og ilmvötn. Talsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna áætlaði að 764 tonn af ætandi eða eldfimum efnum væru um borð á skipinu. Moore sagði að nú lægi mest á að opna siglingaleiðina á ný. Sérfræðingar hafa sagt að lokun brúarinnar til lengri tíma gæti ógnað vöruflutningum á heimsvísu. Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Minnst sex létust þegar fraktskipi var siglt á brúna með þeim afleiðingum að hún hrundi aðfaranótt þriðjudags. Skipið varð vélarvana stuttu áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna, en samkvæmt nýju mati var brúin, sem reist var árið 1976, ekki byggð með nútíma öryggisstaðla í huga. Wes Moore ríkisstjóri Maryland lagði fram áætlun um hvernig farið yrði að því að fjarlægja skipið og brak af svæðinu og að reisa brúna upp á nýtt á blaðamannafundi í gær. „Við eigum langt í land, “ sagði hann á fundinum og að fram undan væru margar áskoranir hvað aðgerðina varðar. Ein þeirra væri lengd flutningaskipsins, sem er nærri jafn langt og Eiffelturninn. Stærsti krani Bandaríkjanna notaður Moore líkti ástandinu við atvikið þegar flutningaskipið Evergreen festist í Súesskurðinum í Egyptalandi árið 2021. Munurinn sé þó sá að brúin liggi ofan á skipinu í þetta skipti, en hann áætlar að þrjú til fjögur þúsund tonn af stáli liggi á því. Hann sagði vatnið í ánni svo dökkt og brakið svo þykkt að kafarar sæju ekki lengra en um hálfan metra fram fyrir sig. Þá sagðist hann eiga von á að 907 tonna krani, sem er sá stærsti í Bandaríkjunum, komi til Baltimore í dag. Kraninn komi til með að færa brak úr ánni. Annar fjögur hundruð tonna krani komi á morgun í sama tilgangi. Moore sagði að nú þyrfti að finna leið til þess að búta niður þann hluta brúarinnar sem liggi á skipinu til þess að hægt yrði að fjarlægja hana af skipinu með krananum. Mikið magn eldfimra efna er að finna í gámum flutningaskipsins, þar með talið litíumrafhlöður og ilmvötn. Talsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna áætlaði að 764 tonn af ætandi eða eldfimum efnum væru um borð á skipinu. Moore sagði að nú lægi mest á að opna siglingaleiðina á ný. Sérfræðingar hafa sagt að lokun brúarinnar til lengri tíma gæti ógnað vöruflutningum á heimsvísu.
Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira