Lokuðu þorpi í leit að svörum um hvarf tveggja ára drengs Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2024 23:24 Þetta er ekki Haut-Vernet heldur annað þopr í frönsku Ölpunum. Getty Lögregluþjónar lokuðu í gær smáu þorpi í frönsku Ölpunum. Sautján manns, auk lögregluþjóna, hafa verið í þorpinu til að reyna að finan einhver svör um hvað kom fyrir hinn tveggja ára gamla Emile sem hvarf þaðan sporlaust síðasta sumar. Emile var að gista hjá ömmu sinni og afa í þorpinu Haut-Vernet, þar sem 25 manns búa, í júlí í fyrra þegar hann hvarf á fyrsta degi sumarfrís. Nágrannar sáu hann ganga einan um þorpið seinni part dags þann 8. júlí og hefur ekkert sést til hans síðan. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var Emile, sem er tæpir níutíu sentímetrar á hæð, í gönguskóm, bol og stuttbuxum. Enginn veit hvert hann var að fara eða hvað varð um hann. Fjölmargir lögregluþjónar og hermenn leituðu Emile og var notast við bæði þyrlur og leitarhunda en án árangurs. Leitinni var hætt eftir nokkra daga en rannsakendur grunar að Emile hafi verið rænt. Slys er þó talið koma til greina. Leitað var eftir aðstoð almennings og bárust um níu hundruð ábendingar. Engin þeirra leiddi rannsakendur þó áfram í málinu og það gerði ítarleg yfirferð yfir símagögn úr þorpinu ekki heldur. AFP segir rannsakendur hafa kallað sautján manns til þorpsins. Þar á meðal eru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og vilja þeir reyna að endurskapa hvað gerðist þann 8. júlí í fyrra. Nágrannar eru sagðir hafa gefið misvísandi upplýsingar um hvað þau sáu og vonast rannsakendur til að geta greitt úr þeim hnút. Eins og áður segir var þorpinu lokað i gærmorgun og verður það lokað þar til í fyrramálið. Um tuttugu lögregluþjónar hafa stýrt endursköpuninni og hafa drónar verið notaðir til að taka upp það sem gerist á jörðu niðri. AFP hefur eftir lögmanni afa Emile að fjölskyldan voni að drengurinn sé enn á lífi en sú von minnki dag frá degi. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira
Emile var að gista hjá ömmu sinni og afa í þorpinu Haut-Vernet, þar sem 25 manns búa, í júlí í fyrra þegar hann hvarf á fyrsta degi sumarfrís. Nágrannar sáu hann ganga einan um þorpið seinni part dags þann 8. júlí og hefur ekkert sést til hans síðan. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var Emile, sem er tæpir níutíu sentímetrar á hæð, í gönguskóm, bol og stuttbuxum. Enginn veit hvert hann var að fara eða hvað varð um hann. Fjölmargir lögregluþjónar og hermenn leituðu Emile og var notast við bæði þyrlur og leitarhunda en án árangurs. Leitinni var hætt eftir nokkra daga en rannsakendur grunar að Emile hafi verið rænt. Slys er þó talið koma til greina. Leitað var eftir aðstoð almennings og bárust um níu hundruð ábendingar. Engin þeirra leiddi rannsakendur þó áfram í málinu og það gerði ítarleg yfirferð yfir símagögn úr þorpinu ekki heldur. AFP segir rannsakendur hafa kallað sautján manns til þorpsins. Þar á meðal eru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og vilja þeir reyna að endurskapa hvað gerðist þann 8. júlí í fyrra. Nágrannar eru sagðir hafa gefið misvísandi upplýsingar um hvað þau sáu og vonast rannsakendur til að geta greitt úr þeim hnút. Eins og áður segir var þorpinu lokað i gærmorgun og verður það lokað þar til í fyrramálið. Um tuttugu lögregluþjónar hafa stýrt endursköpuninni og hafa drónar verið notaðir til að taka upp það sem gerist á jörðu niðri. AFP hefur eftir lögmanni afa Emile að fjölskyldan voni að drengurinn sé enn á lífi en sú von minnki dag frá degi.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira