Kelce er um þessar mundir í sumarfríi eftir að hafa orðið NFL-meistari með Kansas City Chiefs í þriðja sinn í febrúar. Varð liðið það fyrsta til að verja titilinn í tæp 20 ár.
Uppi eru orðrómar um að mögulega sé hann búinn að spila sinn síðasta leik í NFL-deildinni en undanfarnar vikur hefur hann fylgt kærustu sinni á tónleikaferðalagi hennar. Því ferðalagi lauk í síðustu viku og skellti parið sér til Bahamas að slappa af og njóta lífsins.
Þar voru ljósmyndarar slúðurblaða fljótir að grípa gæsina og smella myndum af ástfangna parinu. Í kjölfarið var Kelce sagður vera með pabba-kropp (e. dad bod) og hefur hann nú tjáð sig um það í hlaðvarpinu sem hann heldur úti með bróðir sínum Jason.
Travis Kelce defends his 'Dad bod' after Chiefs star and Taylor Swift were spotted on the beach together in the Bahamas: 'It's March!' https://t.co/ej2bAoietW pic.twitter.com/IMoXYYtQj9
— Daily Mail Online (@MailOnline) March 27, 2024
Grínaðist Travis með það að hann væri loks orðinn jafn þungur og bróðir sinn sem er nokkrum árum eldri og lagði nýverið skóna á hilluna eftir að hafa spilað í NFL-deildinni í fjöldamörg ár.
„Það er mars og við erum loks í sama þyngdarflokki.“
Það virðist sem Travis hafi ekki tekið ummæli fólks á veraldarvefnum of alvarlega enda einfaldlega of upptekinn að njóta lífsins til hins ítrasta.