Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður

Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Í kvöldfréttunum verður rætt við formann Félags sjúkraþjálfara, sem vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu.

Viðbragðsaðilar í Baltimore í Bandaríkjunum hafa fundið líkamsleifar tveggja manna, sem fórust þegar Francis Scott Key brúin hrundi á aðfaranótt þriðjudags. Taldar eru litlar líkur á að mennirnir fjórir sem enn er saknað finnist á lífi.

Ljósmyndir með broti af því besta frá hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni hefur verið opnuð í Húsinu á Eyrarbakka. Svæðið var starfrækt í 45 ár, eða þar til því var lokað af öryggisástæðum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×