Tonali ákærður á Englandi fyrir fimmtíu meint brot Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 14:27 Tonali er nú þegar að sitja af sér tíu mánaða bann frá knattspyrnuiðkun fyrir brot á veðmálareglum á Ítalíu. Nýjustu vendingar gætu orðið til þess að bannið lengist. Vísir/Getty Sandro Tonali, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United hefur verið ákærður fyrir fimmtíu meint brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greinir sambandið í yfirlýsingu. Tonali, sem gekk til liðs við Newcastle Untied fyrir yfirstandandi tímabil, var í október á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða bann eftir að upp komst að hann hefði veðjað fjármunum á eigin leiki á meðan að hann spilaði á Ítalíu og þar með brotið í bága við veðmálareglur ítalska knattspyrnusambandsins. Auk þess var hann skikkaður til þess að sækja átta mánaða meðferð við veðmálafíkn. Nýjustu vendingar gefa til kynna að um afar víðtækt vandamál Tonali sé að ræða. Samkvæmt yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins hefur Tonali verið staðinn að því að hafa, fimmtíu sinnum, brotið í bága við reglu E8 í veðmálareglum sambandsins, með því að hafa veðjað fimmtíu sinnum á knattspyrnuleiki milli 12.ágúst og 12.október á síðasta ári. Honum er gefinn frestur til þess að standa fyrir máli sínu til 5.apríl næstkomandi en Newcastle United hefur nú þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið segist meðvitað um ákæruna á hendur Tonali vegna brota á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að Tonali sýni ríkulegan samstarfsvilja í þessu máli og að hann hafi stuðning félagsins á bakvið sig. Hvorki Newcastle né Tonali muni tjá sig frekar um málið á þessum tímapunkti. Newcastle United acknowledges a misconduct charge received by Sandro Tonali in respect of alleged breaches of FA Betting Rules.Sandro continues to fully comply with relevant investigations and he retains the club's full support.Due to this ongoing process, Sandro and pic.twitter.com/x62qU4hx5A— Newcastle United FC (@NUFC) March 28, 2024 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Tonali, sem gekk til liðs við Newcastle Untied fyrir yfirstandandi tímabil, var í október á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða bann eftir að upp komst að hann hefði veðjað fjármunum á eigin leiki á meðan að hann spilaði á Ítalíu og þar með brotið í bága við veðmálareglur ítalska knattspyrnusambandsins. Auk þess var hann skikkaður til þess að sækja átta mánaða meðferð við veðmálafíkn. Nýjustu vendingar gefa til kynna að um afar víðtækt vandamál Tonali sé að ræða. Samkvæmt yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins hefur Tonali verið staðinn að því að hafa, fimmtíu sinnum, brotið í bága við reglu E8 í veðmálareglum sambandsins, með því að hafa veðjað fimmtíu sinnum á knattspyrnuleiki milli 12.ágúst og 12.október á síðasta ári. Honum er gefinn frestur til þess að standa fyrir máli sínu til 5.apríl næstkomandi en Newcastle United hefur nú þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið segist meðvitað um ákæruna á hendur Tonali vegna brota á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að Tonali sýni ríkulegan samstarfsvilja í þessu máli og að hann hafi stuðning félagsins á bakvið sig. Hvorki Newcastle né Tonali muni tjá sig frekar um málið á þessum tímapunkti. Newcastle United acknowledges a misconduct charge received by Sandro Tonali in respect of alleged breaches of FA Betting Rules.Sandro continues to fully comply with relevant investigations and he retains the club's full support.Due to this ongoing process, Sandro and pic.twitter.com/x62qU4hx5A— Newcastle United FC (@NUFC) March 28, 2024
Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira