Ný og glæsileg skólaþyrping byggð á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2024 13:30 Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sem hefur meira en nóg að gera með sínu fólki í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hellu því þar er verið að byggja við grunnskóla staðarins og þá er ætlunin að byggja líka nýjan leikskóla. Íbúum á staðnum og í sveitarfélaginu öllu, Rangárþingi ytra er líka og fjölga og fjölga og nálgast nú óðfluga að verða tvö þúsund. Hjól atvinnulífsins í Rangárþingi ytra snúast hratt þessi misserin því það er alls staðar nóg af gera, ekki síst þegar ferðaþjónusta er annars vegar. Þá er sveitarfélagið sjálft í heilmiklum framkvæmdum á Hellu því nú er verið að stækka grunnskólann á staðnum eins og Jón Valgeirsson, sveitarstjóri þekkir manna best. „Já, langstærsta framkvæmdin er þessi uppbygging á skólum á Hellu. Það er verið að byggja og stækka þá grunnskólann og svo í framhaldi af því að byggja nýjan leikskóla, þannig að þetta verði allt í sama húsnæðinu. Þannig að þetta er svona vegferð þar sem við erum búin að taka fyrsta áfanga í notkun og núna er annar áfangi komin á fullt og svo verður þriðji áfanginn, sem verður leikskólabygging en þá verður til stórglæsileg skólaþyrping sem er þá tengt íþróttamiðstöðinni líka, sem er þá bara orðið svolítið hérna inn í miðbænum,“ segir Jón. Jón segir að það standi líka til að byggja nýjan gervigrasvöll á Hellu og öll aðstaða í kringum íþróttir verði stórbætt. Þegar allar byggingarnar í nýju skólaþyrpingunni á Hellu verða tilbúnar verður til glæsileg aðstaða fyrir leik- og grunnskólabörn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og íbúum í Rangárþingi ytra og ekki síst á Hellu fjölgar og fjölgar. „Það er heilmikið í byggingu, bæði hér á Hellu og ekki síður í dreifbýlinu. Það er bara mikil ásókn í það að búa á þessu svæði,“ segir sveitarstjórinn. Myndband af nýja skólasvæðinu á Hellu Og Jón segir að nú styttist óðum í að íbúar Rangárþings ytra verði orðnir tvö þúsund. „Já, við erum núna í dag 1975 sálir, þannig að ég spái því að við verðum komin örugglega yfir tvö þúsund á þessu ári og mögulega kannski strax í sumar.“ En hvað er svona gott við Rangárþing ytra og að búa í því sveitarfélagi ? „Við höfum svolítið allt til alls hérna því við erum vel í sveit sett gagnvart allt og öllu má segja. Við erum náttúrulega með mikla ferðaþjónustu og við erum með þjóðveg eitt í gegnum sveitarfélagið. Við erum með hálendið, við erum með Landmannalaugar og perlurnar þar og við erum með orkuna og svo bara spennandi verkefni, sem við erum að vinna að,“ segir Jón. Nú styttist óðum í að íbúar Rangárþing ytra verði tvö þúsund og líklega mun það gerast í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Grunnskólar Byggingariðnaður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hjól atvinnulífsins í Rangárþingi ytra snúast hratt þessi misserin því það er alls staðar nóg af gera, ekki síst þegar ferðaþjónusta er annars vegar. Þá er sveitarfélagið sjálft í heilmiklum framkvæmdum á Hellu því nú er verið að stækka grunnskólann á staðnum eins og Jón Valgeirsson, sveitarstjóri þekkir manna best. „Já, langstærsta framkvæmdin er þessi uppbygging á skólum á Hellu. Það er verið að byggja og stækka þá grunnskólann og svo í framhaldi af því að byggja nýjan leikskóla, þannig að þetta verði allt í sama húsnæðinu. Þannig að þetta er svona vegferð þar sem við erum búin að taka fyrsta áfanga í notkun og núna er annar áfangi komin á fullt og svo verður þriðji áfanginn, sem verður leikskólabygging en þá verður til stórglæsileg skólaþyrping sem er þá tengt íþróttamiðstöðinni líka, sem er þá bara orðið svolítið hérna inn í miðbænum,“ segir Jón. Jón segir að það standi líka til að byggja nýjan gervigrasvöll á Hellu og öll aðstaða í kringum íþróttir verði stórbætt. Þegar allar byggingarnar í nýju skólaþyrpingunni á Hellu verða tilbúnar verður til glæsileg aðstaða fyrir leik- og grunnskólabörn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og íbúum í Rangárþingi ytra og ekki síst á Hellu fjölgar og fjölgar. „Það er heilmikið í byggingu, bæði hér á Hellu og ekki síður í dreifbýlinu. Það er bara mikil ásókn í það að búa á þessu svæði,“ segir sveitarstjórinn. Myndband af nýja skólasvæðinu á Hellu Og Jón segir að nú styttist óðum í að íbúar Rangárþings ytra verði orðnir tvö þúsund. „Já, við erum núna í dag 1975 sálir, þannig að ég spái því að við verðum komin örugglega yfir tvö þúsund á þessu ári og mögulega kannski strax í sumar.“ En hvað er svona gott við Rangárþing ytra og að búa í því sveitarfélagi ? „Við höfum svolítið allt til alls hérna því við erum vel í sveit sett gagnvart allt og öllu má segja. Við erum náttúrulega með mikla ferðaþjónustu og við erum með þjóðveg eitt í gegnum sveitarfélagið. Við erum með hálendið, við erum með Landmannalaugar og perlurnar þar og við erum með orkuna og svo bara spennandi verkefni, sem við erum að vinna að,“ segir Jón. Nú styttist óðum í að íbúar Rangárþing ytra verði tvö þúsund og líklega mun það gerast í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra
Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Grunnskólar Byggingariðnaður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira