Læknafélagið mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 16:09 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins, segir að til standi að ræða málið innan félagsins og kanna hug félagsmanna. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands er mótfallið frumvarpi um dánaraðstoð sem nú liggur fyrir Alþingi. Þetta sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður félagsins, í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Félagið hefur ekki skilað inn umsögn um frumvarpið né heldur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélagið hefur hins vegar sent inn umsögn og segist styðja frumvarpið. Steinunn gagnrýndi samráðsleysi við samningu og framlagningu frumvarpsins, ekki síst þar sem þar væri kveðið á um aðkomu lækna að því að aðstoða fólk við að deyja. „Þarna er bara nákvæm verklýsing á því að aðstoða einstakling eða jafnvel deyða einstakling og það hefur ekkert verið talað við okkur í aðdraganda þess að þetta er lagt fram, sem mér finnst áhugavert. Vegna þess að þessu er beint sérstaklega að okkar stétt, “ sagði Steinunn. Skoðanakannanir sýna að stuðningur meðal lækna hefur aukist en Steinunn bendir á að þátttaka í könnunum hafi verið lítil og segir að mögulega séu þeir að svara sem hafa hugsað málið og tekið afstöðu með dánaraðstoð. Hún segir skýran mun á líknandi- og lífslokameðferð og dánaraðstoð og að með því að skikka lækna til að sinna síðarnefnda sé verið að fara yfir ákveðið strik. „Okkar hlutverk er að bera virðingu fyrir lífi,“ segir hún. „Það er ein af okkar grunn siðareglum; að virða líf. Við þurfum ekki að lengja líf sama hvað það kostar, við auðvitað virðum sjálfsákvörðunarrétt fólks sem er á lokametrum lífsins; er með ólæknandi sjúkdóm og vill ekki alla meðferð. Og það er náttúrlega eitthvað sem við förum yfir með fólki; viltu gjörgæslumeðferð, öndunarvél, viltu vökva, sýklalyf? Það er hægt að halda að sér höndum auðvitað ef fólk vill ekki lengja lífið. En við styttum ekki líf, það er ekki eitt af okkar markmiðum.“ Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, sagðist fagna því að frumvarpið hefði verið lagt fram en félagið gerir ýmsar athugasemdir við það í umsögn sinni. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur sagði það opna spurningu hvort fólk ætti rétt á að ákveða að deyja en að réttindum fylgdu skyldur og því væri ósvarað hvort það væri forsvaranlegt að leggja umrædda skyldu á lækna. Öll voru sammála um að frekari umræðu um dánaraðstoð væri þörf. Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. 27. mars 2024 11:58 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Félagið hefur ekki skilað inn umsögn um frumvarpið né heldur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélagið hefur hins vegar sent inn umsögn og segist styðja frumvarpið. Steinunn gagnrýndi samráðsleysi við samningu og framlagningu frumvarpsins, ekki síst þar sem þar væri kveðið á um aðkomu lækna að því að aðstoða fólk við að deyja. „Þarna er bara nákvæm verklýsing á því að aðstoða einstakling eða jafnvel deyða einstakling og það hefur ekkert verið talað við okkur í aðdraganda þess að þetta er lagt fram, sem mér finnst áhugavert. Vegna þess að þessu er beint sérstaklega að okkar stétt, “ sagði Steinunn. Skoðanakannanir sýna að stuðningur meðal lækna hefur aukist en Steinunn bendir á að þátttaka í könnunum hafi verið lítil og segir að mögulega séu þeir að svara sem hafa hugsað málið og tekið afstöðu með dánaraðstoð. Hún segir skýran mun á líknandi- og lífslokameðferð og dánaraðstoð og að með því að skikka lækna til að sinna síðarnefnda sé verið að fara yfir ákveðið strik. „Okkar hlutverk er að bera virðingu fyrir lífi,“ segir hún. „Það er ein af okkar grunn siðareglum; að virða líf. Við þurfum ekki að lengja líf sama hvað það kostar, við auðvitað virðum sjálfsákvörðunarrétt fólks sem er á lokametrum lífsins; er með ólæknandi sjúkdóm og vill ekki alla meðferð. Og það er náttúrlega eitthvað sem við förum yfir með fólki; viltu gjörgæslumeðferð, öndunarvél, viltu vökva, sýklalyf? Það er hægt að halda að sér höndum auðvitað ef fólk vill ekki lengja lífið. En við styttum ekki líf, það er ekki eitt af okkar markmiðum.“ Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, sagðist fagna því að frumvarpið hefði verið lagt fram en félagið gerir ýmsar athugasemdir við það í umsögn sinni. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur sagði það opna spurningu hvort fólk ætti rétt á að ákveða að deyja en að réttindum fylgdu skyldur og því væri ósvarað hvort það væri forsvaranlegt að leggja umrædda skyldu á lækna. Öll voru sammála um að frekari umræðu um dánaraðstoð væri þörf.
Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. 27. mars 2024 11:58 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. 27. mars 2024 11:58