Fótbolti

Byrjunar­lið Ís­lands: Þrjár breytingar frá sigrinum á Ísrael

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Byrjunarlið Íslands.
Byrjunarlið Íslands. Rafal Oleksiewicz/Getty Images

Åge Hareide hefur ákveðið hvaða 11 leikmenn eiga að byrja leikinn sem sker úr um hvort Ísland komist á EM 2024 í Þýskalandi eður ei. Hann gerir þrjár breytingar frá 4-1 sigrinum á Ísrael.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar með sigri á Úkraínu í Póllandi. 

Jóhann Berg Guðmundsson kemur inn í liðið og tekur við fyrirliðabandinu. Andri Lucas Guðjohnsen og Jón Dagur Þorsteinsson koma einnig inn fyrir þá Willum Þór Willumsson og Orra Steinn Óskarsson. Þá er Arnór Sigurðsson fjarverandi eftir að hafa meiðst gegn Ísrael.

Byrjunarlið Íslands er svo hljóðandi: Hákon Rafn Valdimarsson er í markinu. Guðlaugur Victor Pálsson er í hægri bakverði og Guðmundur Þórarinsson þeim vinstri. Sverrir Ingi Ingason og Daníel Leó Grétarsson eru í miðverði.

Á miðri miðjunni eru þeir Arnór Ingvi Traustason og Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði liðsins. Á hægri vængnum er Hákon Arnar Haraldsson og á þeim vinstri er Jón Dagur Þorsteinsson.  Frammi eru svo Andri Lucas Guðjohnsen og Albert Guðmundsson.

Á bekknum eru Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Alfons Sampsted, Hjörtur Hermannsson, Mikael Egill Ellertsson, Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Birgir Finnsson, Willum Þór Willumsson, Mikael Neville Anderson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Orri Steinn Óskarsson og Kristian Nökkvi Hlynsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×