Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 13:17 Talið er að minnst sjö bílar hafi hafnað í ánni. Ap/Kaitlin Newman Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. Viðbragðsaðilar leita enn í Patapsco-á eftir að Francis Scott Key brúin hrundi í nótt. Brúin hrundi eftir að gámaflutningaskipinu Dali var siglt á einn brúarstólpann klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Brúin hrundi eftir að flutningaskip sigldi á einn brúarstólpann.AP/Jessica Gallagher Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni og óvíst er hversu margir voru í bílunum. Tveimur hefur verið bjargað eins og áður segir, annar þeirra er sagður alvarlega slasaður. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið hafa árstraumarnir gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir í leitinni. Meðal þeirra sem taka þátt í björgunaraðgerðum eru kafarar á vegum slökkviliðsins í Baltimore. Myndband náðist af því þegar brúin hrundi og hefur það farið eins og eldur í sinu um netheima. Á myndbandinu er hægt að sjá ljós frá bílum á brúnni, sem hafna í ánni. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, skrifaði á Twitter í morgun að hann hefði rætt við Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Brandon Scott, borgarstjóra Baltimore, vegna málsins. Stuttu síðar lýsti Moore yfir neyðarástandi vegna slyssins og sagði að björgunaraðgerðir væru unnar í nánu samstarfi við alríkisyfirvöld. Statement from @GovWesMoore on the collapse of the Francis Scott Key Bridge: My office is in close communication with U.S. Transportation Secretary Pete Buttigieg, Baltimore Mayor Brandon Scott, Baltimore County Executive Johnny Olszewski, and the Baltimore Fire Department as…— Carter Elliott, IV (@CarterElliottIV) March 26, 2024 Samkvæmt umfjöllun Guardian voru 22 um borð í Dali, skipinu sem siglt var á brúna og er skráð í Singapore. Yfirvöld í Singapore hafa gefið það út að þau eigi nú í samtali við bandarísku landhelgisgæsluna vegna málsins og að þau muni rannsaka málið. Paul J. Wiedefeld, center, samgönguráðherra Maryland, á vettvangi í morgun.AP Photo/Steve Ruark Þetta er ekki fyrsta skiptið sem skipið lendir í árekstri en árið 2016 var því siglt á hafnarbakkann þegar það var á leið úr höfn og skemmdist skipið svo illa að það var kyrrsett. Sá árekstur var sagður vegna mannlegra mistaka, veðurskilyrði hafi verið góð. Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Tengdar fréttir Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24 Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21 Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Viðbragðsaðilar leita enn í Patapsco-á eftir að Francis Scott Key brúin hrundi í nótt. Brúin hrundi eftir að gámaflutningaskipinu Dali var siglt á einn brúarstólpann klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Brúin hrundi eftir að flutningaskip sigldi á einn brúarstólpann.AP/Jessica Gallagher Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni og óvíst er hversu margir voru í bílunum. Tveimur hefur verið bjargað eins og áður segir, annar þeirra er sagður alvarlega slasaður. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið hafa árstraumarnir gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir í leitinni. Meðal þeirra sem taka þátt í björgunaraðgerðum eru kafarar á vegum slökkviliðsins í Baltimore. Myndband náðist af því þegar brúin hrundi og hefur það farið eins og eldur í sinu um netheima. Á myndbandinu er hægt að sjá ljós frá bílum á brúnni, sem hafna í ánni. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, skrifaði á Twitter í morgun að hann hefði rætt við Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Brandon Scott, borgarstjóra Baltimore, vegna málsins. Stuttu síðar lýsti Moore yfir neyðarástandi vegna slyssins og sagði að björgunaraðgerðir væru unnar í nánu samstarfi við alríkisyfirvöld. Statement from @GovWesMoore on the collapse of the Francis Scott Key Bridge: My office is in close communication with U.S. Transportation Secretary Pete Buttigieg, Baltimore Mayor Brandon Scott, Baltimore County Executive Johnny Olszewski, and the Baltimore Fire Department as…— Carter Elliott, IV (@CarterElliottIV) March 26, 2024 Samkvæmt umfjöllun Guardian voru 22 um borð í Dali, skipinu sem siglt var á brúna og er skráð í Singapore. Yfirvöld í Singapore hafa gefið það út að þau eigi nú í samtali við bandarísku landhelgisgæsluna vegna málsins og að þau muni rannsaka málið. Paul J. Wiedefeld, center, samgönguráðherra Maryland, á vettvangi í morgun.AP Photo/Steve Ruark Þetta er ekki fyrsta skiptið sem skipið lendir í árekstri en árið 2016 var því siglt á hafnarbakkann þegar það var á leið úr höfn og skemmdist skipið svo illa að það var kyrrsett. Sá árekstur var sagður vegna mannlegra mistaka, veðurskilyrði hafi verið góð.
Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Tengdar fréttir Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24 Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21 Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24
Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21