„Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 20:45 Sverrir Ingi er klár í slaginn. Jose Manuel Alvarez/Getty Images Ísland mætir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumóti karla í knattspyrnu í sumar. Það verða vel yfir 30 þúsund manns á leiknum en þó aðeins um fimm hundruð Íslendingar. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður landsliðsins, hefur þó fulla trú á að þeir 500 Íslendingar sem mæti láti vel í sér heyra. „Mikil tilhlökkun, risastór leikur á morgun og við erum staðráðnir í því að fara áfram. Teljum okkar möguleika vera mjög fína. Erum búnir að teikna upp leikplanið og hlökkum til að spila þennan mikilvæga leik,“ sagði miðvörðurinn við Stefán Árna Pálsson, blaðamann Vísis, fyrr í dag. Leikurinn á morgun sker úr um hvor þjóðin eyðir sumrinu í Þýskalandi þar sem EM fer fram á meðan hin þjóðin fær gott sumarfrí. Þetta yrði aðeins þriðja stórmótið sem karlalandsliðið kæmist á. Sverrir Ingi var því spurður hvort það væri stress í mannskapnum. „Auðvitað kemur fiðringur en þetta eru leikirnir sem þú vilt vera spila, úrslitaleikur um að komast inn á EM. Við erum bara klárir í þetta, þurfum að sýna enn betri frammistöðu en gegn Ísrael. Mikið af hlutum sem við gerðum vel þar en líka mikið af hlutum sem við getum lagað, þurfum að vera klárir á morgun á móti góðu úkraínsku liði.“ Klippa: Sverrir Ingi: Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert Það var heldur fámennt í stúkunni þegar Ísland lagði Ísrael til að komast í leikinn gegn Úkraínu. Það verður annað upp á teningnum en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis á staðnum, veit fyrir víst að það veðri 34 þúsund manns í stúkunni, þar af 500 Íslendingar. „Við vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert, þeir eru oft háværir. Frábært að við séum að fá stuðning hérna. Okkur hlakkar mikið til og undir okkur komið. Eins og ég sagði, leikirnir sem þú vilt spila. Við munum leggja allt í þetta til að vera með í sumar,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira
„Mikil tilhlökkun, risastór leikur á morgun og við erum staðráðnir í því að fara áfram. Teljum okkar möguleika vera mjög fína. Erum búnir að teikna upp leikplanið og hlökkum til að spila þennan mikilvæga leik,“ sagði miðvörðurinn við Stefán Árna Pálsson, blaðamann Vísis, fyrr í dag. Leikurinn á morgun sker úr um hvor þjóðin eyðir sumrinu í Þýskalandi þar sem EM fer fram á meðan hin þjóðin fær gott sumarfrí. Þetta yrði aðeins þriðja stórmótið sem karlalandsliðið kæmist á. Sverrir Ingi var því spurður hvort það væri stress í mannskapnum. „Auðvitað kemur fiðringur en þetta eru leikirnir sem þú vilt vera spila, úrslitaleikur um að komast inn á EM. Við erum bara klárir í þetta, þurfum að sýna enn betri frammistöðu en gegn Ísrael. Mikið af hlutum sem við gerðum vel þar en líka mikið af hlutum sem við getum lagað, þurfum að vera klárir á morgun á móti góðu úkraínsku liði.“ Klippa: Sverrir Ingi: Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert Það var heldur fámennt í stúkunni þegar Ísland lagði Ísrael til að komast í leikinn gegn Úkraínu. Það verður annað upp á teningnum en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis á staðnum, veit fyrir víst að það veðri 34 þúsund manns í stúkunni, þar af 500 Íslendingar. „Við vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert, þeir eru oft háværir. Frábært að við séum að fá stuðning hérna. Okkur hlakkar mikið til og undir okkur komið. Eins og ég sagði, leikirnir sem þú vilt spila. Við munum leggja allt í þetta til að vera með í sumar,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira