Innlent

Kvörtun Axels Péturs vísað frá

Jón Þór Stefánsson skrifar
Axel Pétur Axelsson
Axel Pétur Axelsson Aðsend

Kvörtun Axels Péturs Axelssonar, sem hefur hug á að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hefur verið vísað frá Persónuvernd.

Hann sendi stofnuninni kvörtun vegna reynslu sinnar frá forsetakosningunum 2020 þegar honum tókst ekki að safna nægum undirskriftum til að bjóða sig fram. Hann sagði að samtöl sín við kjósendur hafa leitt í ljós að margir þori ekki að skrifa undir hjá honum af ótta við refsiaðgerðir eða aðrar afleiðingar frá valdstjórninni.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Persónuvernd sendi á Axel Pétur sem hann áframsendi á fjölmiðla.

Persónuvernd vísar málinu frá þar sem að málið lúti að skráningu annara einstaklinga á undirskriftarlista. Að mati stofnunarinnar er ekki um vinnslu persónuupplýsinga Axels Péturs að ræða, heldur annarra. 

Ekki er hægt að kvarta yfir vinnslu persónuupplýsinga um aðra einstaklinga nema hafa frá þeim skriflegt umboð.

„Að mati Persónuverndar liggur því ekki fyrir að þú eigir verulega hagsmuni að gæta af úrlausn málsins með þeim hætti að aðild í skilningi stjórnsýsluréttar skapist, svo sem vegna þess að upplýsingar um þig hafi verið nýttar með einhverjum þeim hætti að hafi verið nýttar með einhverjum þeim hætti að haft hafi bein áhrif á hagsmuni þína,“ segir í tilkynningu Persónuverndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×