Gistu tvær nætur í Madríd eftir ferð til Venesúela Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2024 13:32 Flóttamenn frá Venesúela mótmæla brottflutningi við Útlendingastofnun. vísir/vilhelm Kostnaður vegna fylgdar 180 Venesúela til síns heima var rúmar fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í bréfi til Allsherjar- og menntamálanefndar. Útlendingastofnun (ÚTL og embætti ríkislögreglustjóra (RLS), í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustöð Evrópu (Frontex) aðstoðuðu 15. nóvember 2023 alls 180 venesúelska ríkisborgara að snúa aftur til síns heima. Athygli vekur að samkvæmt ferðaáætlun gisti hópurinn tvær nætur í Madríd. Samkvæmt heimildum Vísis var þessi tilhögun höfð til að fá fólk til að leggja í hann. Kostnaður íslenskra stjórnvalda umfram hefðbundin laun starfsmanna voru dagpeningar uppá tvær milljónir króna, áætlunarflug frá Madríd til Keflavíkur sem voru rúmlega 900 þúsund krónur, rútuferðir 15. nóvember sem nam 360 þúsund krónum, flutningur farangurs fyrir farþegar til Keflavíkurflugvallar 14. nóvember 870 þúsund krónur, veitingar á Keflavíkurflugvelli sem voru 17.639 krónur. AF þessum kostnaði, sem var alls 4.108.687 krónur, endurgreiddi Frontex 2,5 milljónir. Fjöldi starfsfólks lögreglu, Útlendingastofnunar og annarra aðila sem fylgdi Venesúelum á leiðarenda var nokkur eða 28 manns. Einn yfirmaður ferðarinnar frá RSL, fjórir lögreglufulltrúar frá RLS, einn lögreglufulltrúi og hjúkrunarfræðingur, einn lögreglufulltrúi og vettvangsliði, einn túlkur, einn upplýsingafulltrúi, tveir starfsmenn ÚTL, einn var frá Frontex auk mannréttindafulltrúa þaðan, fulltrúi flugvélamiðlarans og svo áhöfn vélarinnar sem voru 14 en öll voru þau spænskumælandi. Þann 11. mars hafa 269 ríkisborgarar Venesúela óskað eftir heimferð fyrir þá sem eru staddir hér á landi. Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur til meðferðar 26 verkbeiðnir um flutning í fylgd lögreglu til Venesúela í ár en 800 mál einstaklinga frá Venesúela eru nú til meðferðar hjá Útlendingastofnun og um 500 hjá kærunefnd útlendingamála. Undir þetta rita, fyrir hönd dómsmálaráðherra, þeir Gunnlaugur Geirsson og Arnar Sigurður Hauksson. Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00 Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Útlendingastofnun (ÚTL og embætti ríkislögreglustjóra (RLS), í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustöð Evrópu (Frontex) aðstoðuðu 15. nóvember 2023 alls 180 venesúelska ríkisborgara að snúa aftur til síns heima. Athygli vekur að samkvæmt ferðaáætlun gisti hópurinn tvær nætur í Madríd. Samkvæmt heimildum Vísis var þessi tilhögun höfð til að fá fólk til að leggja í hann. Kostnaður íslenskra stjórnvalda umfram hefðbundin laun starfsmanna voru dagpeningar uppá tvær milljónir króna, áætlunarflug frá Madríd til Keflavíkur sem voru rúmlega 900 þúsund krónur, rútuferðir 15. nóvember sem nam 360 þúsund krónum, flutningur farangurs fyrir farþegar til Keflavíkurflugvallar 14. nóvember 870 þúsund krónur, veitingar á Keflavíkurflugvelli sem voru 17.639 krónur. AF þessum kostnaði, sem var alls 4.108.687 krónur, endurgreiddi Frontex 2,5 milljónir. Fjöldi starfsfólks lögreglu, Útlendingastofnunar og annarra aðila sem fylgdi Venesúelum á leiðarenda var nokkur eða 28 manns. Einn yfirmaður ferðarinnar frá RSL, fjórir lögreglufulltrúar frá RLS, einn lögreglufulltrúi og hjúkrunarfræðingur, einn lögreglufulltrúi og vettvangsliði, einn túlkur, einn upplýsingafulltrúi, tveir starfsmenn ÚTL, einn var frá Frontex auk mannréttindafulltrúa þaðan, fulltrúi flugvélamiðlarans og svo áhöfn vélarinnar sem voru 14 en öll voru þau spænskumælandi. Þann 11. mars hafa 269 ríkisborgarar Venesúela óskað eftir heimferð fyrir þá sem eru staddir hér á landi. Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur til meðferðar 26 verkbeiðnir um flutning í fylgd lögreglu til Venesúela í ár en 800 mál einstaklinga frá Venesúela eru nú til meðferðar hjá Útlendingastofnun og um 500 hjá kærunefnd útlendingamála. Undir þetta rita, fyrir hönd dómsmálaráðherra, þeir Gunnlaugur Geirsson og Arnar Sigurður Hauksson.
Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00 Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00