Wepper andaðist á sjúkrahúsi í morgun en hann hafði glímt við veikindi um nokkur skeið.
Eiginkona Wepper, hin 49 ára Susanne Kellerman, greindi frá andlátinu í samtali við þýska miðla í morgun.
Nítján þáttaraðir voru framleiddar af Derrick á árunum 1974 til 1998. Þættirnir voru sýndir á RÚV og nutu mikilla vinsælda.
Horst Tappert, sem fór með titilhlutverk þáttanna, lést árið 2008.
