Ljósadýrð á himni í kvöld Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 18:16 Það stefnir í sjónarspil á festingunni í kvöld að sögn Veðurstofunnar. Vísir/Vilhelm Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. „Það var það sem kallast sólgos. Það þýðir að ógurlega mikið af ögnum sem koma af sólinni sem eru að skella á segulsviðinu. Það er það samspil sem býr til norðurljósin. Það er ástæðan fyrir því að búist er við mjög miklum norðurljósum í kvöld,“ segir vakthafandi í samtali við fréttastofu. Samkvæmt sérfræðingunum á Veðurstofunni er spáð frekar mikilli norðurljósavirkni hér á landi en það sem er óvenjulegt í þessu tilfelli er hvað norðurljósin ná sunnarlega. Það gætu til dæmis sést til norðurljósa suður í Póllandi sem vakthafandi segir að komi alveg fyrir en sé ekki daglegt brauð. Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er landsmönnum kunnugur undir nafninu Stjörnu-Sævar, birti í dag færslu á reikning sinn á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þar sem hann brýnir til landsmanna að horfa til himins í kvöld. Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar.Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld. Fylgist með mælum og skýjahulu á nýja norðurljósavefnum, https://t.co/8sS3859BSX @mblfrettir pic.twitter.com/VWrPSk1uAe— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) March 24, 2024 „Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar. Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld,“ segir Stjörnu-Sævar. Hann segir að segulstormur af stærðinni 8 á Kp-skalanum sé í gangi en Kp-skalinn er notaður til að mæla segulvirkni í andrúmslofti Jarðar. Vefur Aurora Forecast lýsir því sjónarspili sem segulstormur af slíkri stærð veldur á Íslandi sem björtum, kvikum og litríkum norðurljósum sem sjást suður að fimmtugustu breiddargráðu. Geimurinn Veður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
„Það var það sem kallast sólgos. Það þýðir að ógurlega mikið af ögnum sem koma af sólinni sem eru að skella á segulsviðinu. Það er það samspil sem býr til norðurljósin. Það er ástæðan fyrir því að búist er við mjög miklum norðurljósum í kvöld,“ segir vakthafandi í samtali við fréttastofu. Samkvæmt sérfræðingunum á Veðurstofunni er spáð frekar mikilli norðurljósavirkni hér á landi en það sem er óvenjulegt í þessu tilfelli er hvað norðurljósin ná sunnarlega. Það gætu til dæmis sést til norðurljósa suður í Póllandi sem vakthafandi segir að komi alveg fyrir en sé ekki daglegt brauð. Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er landsmönnum kunnugur undir nafninu Stjörnu-Sævar, birti í dag færslu á reikning sinn á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þar sem hann brýnir til landsmanna að horfa til himins í kvöld. Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar.Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld. Fylgist með mælum og skýjahulu á nýja norðurljósavefnum, https://t.co/8sS3859BSX @mblfrettir pic.twitter.com/VWrPSk1uAe— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) March 24, 2024 „Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar. Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld,“ segir Stjörnu-Sævar. Hann segir að segulstormur af stærðinni 8 á Kp-skalanum sé í gangi en Kp-skalinn er notaður til að mæla segulvirkni í andrúmslofti Jarðar. Vefur Aurora Forecast lýsir því sjónarspili sem segulstormur af slíkri stærð veldur á Íslandi sem björtum, kvikum og litríkum norðurljósum sem sjást suður að fimmtugustu breiddargráðu.
Geimurinn Veður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira