Segja Albert hafa gefið langbesta liði Ítalíu grænt ljós Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 12:00 Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael á fimmtudagskvöld en í miðju landsliðsverkefni berast fréttir af því að stórlið á Ítalíu reyni að klófesta hann. Getty/Alex Nicodim Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er afar eftirsóttur, vegna frammistöðu sinnar með Genoa á Ítalíu í vetur, og þrennan gegn Ísrael á fimmtudaginn var ekki til þess að minnka áhuga stórliða í Evrópu. Mest lesna íþróttablaðið á Ítalíu, La Gazzetta dello Sport, fullyrðir í blaði sínu í dag að stórlið Inter, sem er langefst í ítölsku A-deildinni, sé komið í forystu í kapphlaupinu um Albert. Albert er einnig í sigti Juventus og Tottenham, og sagður kosta 30 milljónir evra, en samkvæmt La Gazzetta hefur Inter þegar hafist handa við að landa Alberti. Blaðið segir að hann hafi sjálfur gefið grænt ljós varðandi það að fara til Inter í sumar, og kjósi frekar að spila áfram á Ítalíu en að fara til Englands. Inter þarf hins vegar að komast að samkomulagi við Genoa um kaup á Alberti, og ein hugmyndin er sú að Inter fái hann fyrst að láni með tryggingu fyrir kaupum síðar meir. Viðræður gætu átt eftir að taka langan tíma. Albert til Póllands í dag Albert ferðast frá Búdapest til Wroclaw í Póllandi í dag og er eflaust með hugann við úrslitaleikinn við Úkraínu á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland spilar um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Albert hefur skorað tíu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, eftir að hafa skorað ellefu mörk þegar Genoa kom sér upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Aðeins fimm leikmenn hafa skorað fleiri mörk í A-deildinni í vetur. Genoa er í 12. sæti af 20 liðum, með 34 stig, en Inter er með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar og ljóst að liðið spilar í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, að öllum líkindum sem ítalskur meistari. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Sjá meira
Mest lesna íþróttablaðið á Ítalíu, La Gazzetta dello Sport, fullyrðir í blaði sínu í dag að stórlið Inter, sem er langefst í ítölsku A-deildinni, sé komið í forystu í kapphlaupinu um Albert. Albert er einnig í sigti Juventus og Tottenham, og sagður kosta 30 milljónir evra, en samkvæmt La Gazzetta hefur Inter þegar hafist handa við að landa Alberti. Blaðið segir að hann hafi sjálfur gefið grænt ljós varðandi það að fara til Inter í sumar, og kjósi frekar að spila áfram á Ítalíu en að fara til Englands. Inter þarf hins vegar að komast að samkomulagi við Genoa um kaup á Alberti, og ein hugmyndin er sú að Inter fái hann fyrst að láni með tryggingu fyrir kaupum síðar meir. Viðræður gætu átt eftir að taka langan tíma. Albert til Póllands í dag Albert ferðast frá Búdapest til Wroclaw í Póllandi í dag og er eflaust með hugann við úrslitaleikinn við Úkraínu á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland spilar um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Albert hefur skorað tíu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, eftir að hafa skorað ellefu mörk þegar Genoa kom sér upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Aðeins fimm leikmenn hafa skorað fleiri mörk í A-deildinni í vetur. Genoa er í 12. sæti af 20 liðum, með 34 stig, en Inter er með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar og ljóst að liðið spilar í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, að öllum líkindum sem ítalskur meistari. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Sjá meira