Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 07:58 Skemmd íbúablokk í úthverfi Kyiv í kjölfar loftárása í vikunni. vísir/vilhelm Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. Samkvæmt ráðamönnum í Úkraínu og Póllandi er um „gríðarlegar árásir“ að ræða. Aukinn harka virðist hafa færst í átökin á allra síðustu dögum. Hryðjuverkaárásin í Moskvu, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti vill bendla Úkraínu við, verður ekki til þess fallin að draga úr hörkunni. 133 létust í árásinni á tónleikahöll í útjaðri Moskvuborgar, en Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir það að tengjast árásinni á nokkurn hátt. Þá hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Einungis eru nokkrir dagar síðan Rússar náðu völdum í þorpinu Ivanivske vestur af Bakhmut í Dónetsk héraði í Úkraínu. Vitali Klitschko borgarstjóri Kyiv beindi því í nótt til íbúa að halda sig í loftvarnarskýlum á meðan árásir stæðu yfir. Hann ítrekaði að loftvarnarkerfi virki. Nágrenni borgarinnar Lviv varð einnig fyrir árásum, að sögn landstjórans Maksym Kozytsky. Fyrstu fréttir benda til þess að enginn hafi særst eða látist í árásunum, að sögn talsmanns úkraínska hersins í Kyiv. Pólski herinn gaf einnig frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að aukið viðbúnaðarstig hefði tekið gildi vegna árásanna. Væri það vegna „ákafra árása frá langdrægnum loftárásarbúnaði“. Þá kom síðar fram að Rússar hefðu rofið lofthelgi Póllands í árásunum, sem hafi leitt til aukins viðbúnaðar flughersins. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Samkvæmt ráðamönnum í Úkraínu og Póllandi er um „gríðarlegar árásir“ að ræða. Aukinn harka virðist hafa færst í átökin á allra síðustu dögum. Hryðjuverkaárásin í Moskvu, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti vill bendla Úkraínu við, verður ekki til þess fallin að draga úr hörkunni. 133 létust í árásinni á tónleikahöll í útjaðri Moskvuborgar, en Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir það að tengjast árásinni á nokkurn hátt. Þá hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Einungis eru nokkrir dagar síðan Rússar náðu völdum í þorpinu Ivanivske vestur af Bakhmut í Dónetsk héraði í Úkraínu. Vitali Klitschko borgarstjóri Kyiv beindi því í nótt til íbúa að halda sig í loftvarnarskýlum á meðan árásir stæðu yfir. Hann ítrekaði að loftvarnarkerfi virki. Nágrenni borgarinnar Lviv varð einnig fyrir árásum, að sögn landstjórans Maksym Kozytsky. Fyrstu fréttir benda til þess að enginn hafi særst eða látist í árásunum, að sögn talsmanns úkraínska hersins í Kyiv. Pólski herinn gaf einnig frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að aukið viðbúnaðarstig hefði tekið gildi vegna árásanna. Væri það vegna „ákafra árása frá langdrægnum loftárásarbúnaði“. Þá kom síðar fram að Rússar hefðu rofið lofthelgi Póllands í árásunum, sem hafi leitt til aukins viðbúnaðar flughersins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira