Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 11:37 Íslenskir hestar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. Hestasamfélagið ævareitt Steinunn Árnadóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, en hún segir aðferðirnar vera mjög hrottafengnar. „Þetta virðist vera þægur hestur sem er verið að ríða, og hann er með eitthvað áhald í hendinni sem hann lemur hestinn með, og maður sér viðbrögð hestsins, að hann meiðir sig,“ segir Steinunn. Hún segir beislibúnaðinn einnig vera mjög athugunarverðan, það séu keðjur þarna undir og annað furðulegt. Hún hafi þá heyrt að hesturinn hefði fengið blóðuga áverka. Hún kallar þetta hrottafengna reiðmennsku. Hún segir hestasamfélagið ævareitt yfir þessu. „Já það er mikil reiði. Ég bara hef ekki undan að svara símtölum,“ segir Steinunn. Ingunn Reynisdóttir dýralæknir segir að þarna sé hreinlega verið að misþyrma hrossum, og enginn skilji af hverju. „Hann er nú með eitthvað í hendinni sem hann er að berja hann með, og bara sýnir mjög harkalalega og ósanngjarna reiðmennsku, kippandi í tauminn og er að berja hann í hausinn,“ segir Ingunn. Þetta sé mjög óeðlilegt. „En þetta þykjast nú vera einhverjir spænskir sérfræðingar. Ég þekki það nú ekki, ég bara skil ekki hvað þessi maður er að gera, eða hverju hann ætlar að ná fram með þessum hamagangi,“ segir Ingunn. Enginn botnar í þessu Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Guðni Halldórsson formaður landssambands hestamanna segist hafa fengið veður af þessu máli í gær og tafarlaust sent tilkynningu til MAST sem hafi stöðvað starfsemina. Hann skilur ekki frekar en aðrir hvað gekk mönnum til. „Samkvæmt mínum heimildum eru þetta bara einhverjir atvinnumenn sem eru búnir að vinna við um 30 kvikmyndir erlendis, meðal annars Gladiator og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir áttu að vera ógurlega færir, en ég veit ekki hvað tíðkast í hinum almenna kvikmyndaheimi út í heimi, eða hverju þessar aðferðir áttu að ná fram,“ segir Guðni. Hann segir að málið hafi komið íslensku framleiðendunum í opna skjöldu, en þjálfararnir voru allir reknir þegar upp komst um málið. Öllum brugðið Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Baltasar Kormákur er einn leikstjóra og framleiðanda þáttanna. Hann segir málið leiðinlegt enda hafi þjálfararnir haft allra bestu meðmæli.Vísir/Vilhelm Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust. Dýraheilbrigði Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Hestasamfélagið ævareitt Steinunn Árnadóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, en hún segir aðferðirnar vera mjög hrottafengnar. „Þetta virðist vera þægur hestur sem er verið að ríða, og hann er með eitthvað áhald í hendinni sem hann lemur hestinn með, og maður sér viðbrögð hestsins, að hann meiðir sig,“ segir Steinunn. Hún segir beislibúnaðinn einnig vera mjög athugunarverðan, það séu keðjur þarna undir og annað furðulegt. Hún hafi þá heyrt að hesturinn hefði fengið blóðuga áverka. Hún kallar þetta hrottafengna reiðmennsku. Hún segir hestasamfélagið ævareitt yfir þessu. „Já það er mikil reiði. Ég bara hef ekki undan að svara símtölum,“ segir Steinunn. Ingunn Reynisdóttir dýralæknir segir að þarna sé hreinlega verið að misþyrma hrossum, og enginn skilji af hverju. „Hann er nú með eitthvað í hendinni sem hann er að berja hann með, og bara sýnir mjög harkalalega og ósanngjarna reiðmennsku, kippandi í tauminn og er að berja hann í hausinn,“ segir Ingunn. Þetta sé mjög óeðlilegt. „En þetta þykjast nú vera einhverjir spænskir sérfræðingar. Ég þekki það nú ekki, ég bara skil ekki hvað þessi maður er að gera, eða hverju hann ætlar að ná fram með þessum hamagangi,“ segir Ingunn. Enginn botnar í þessu Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Guðni Halldórsson formaður landssambands hestamanna segist hafa fengið veður af þessu máli í gær og tafarlaust sent tilkynningu til MAST sem hafi stöðvað starfsemina. Hann skilur ekki frekar en aðrir hvað gekk mönnum til. „Samkvæmt mínum heimildum eru þetta bara einhverjir atvinnumenn sem eru búnir að vinna við um 30 kvikmyndir erlendis, meðal annars Gladiator og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir áttu að vera ógurlega færir, en ég veit ekki hvað tíðkast í hinum almenna kvikmyndaheimi út í heimi, eða hverju þessar aðferðir áttu að ná fram,“ segir Guðni. Hann segir að málið hafi komið íslensku framleiðendunum í opna skjöldu, en þjálfararnir voru allir reknir þegar upp komst um málið. Öllum brugðið Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Baltasar Kormákur er einn leikstjóra og framleiðanda þáttanna. Hann segir málið leiðinlegt enda hafi þjálfararnir haft allra bestu meðmæli.Vísir/Vilhelm Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust.
Dýraheilbrigði Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira