Snorri sakaður um að vera kynslóðavillingur Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2024 14:35 En, ég er bara 26 en ekki sjötugur, sagði Snorri Másson er hann hafði fengið það óþvegið hjá Gunnari Smára, að hann væri gamall karl fæddur í líkama ungmennis; gamlakarlstuð sem er best með kálbögglum og sætsúpu með tvíbökum. vísir/vilhelm „Gunnar Smári beitti því fantabragði að ýta ritstjóranum út úr skápnum, að ég væri gamall karl í ungum líkama. Minn málflutningur væri eins og ég væri sjötugur en ekki 26 ára,“ segir Snorri Másson forviða. En hann fer reglulega yfir fréttir vikunnar á vef sínum Ritstjóri.is Sérkennileg deila, ef deilu skal kalla, er risin milli þeirra Gunnars Smára Egilssonar, eins leiðtoga Sósíalistaflokksins og Snorra. Bestur með kálbögglum og sætsúpu Gunnar Smári ritaði nöturlega færslu á Facebook-vef Sósíalistaflokks Íslands þar sem hann hæðist að honum. „Snorri Másson er sem gamall karl sem fæddist í ungum líkama. Hann er bráðum 27 ára en talar og hugsar eins og hann sé bæði sjötugur og önugur. Ég átta mig alveg á því hvort Snorri sé að leika þessa týpu eða hvort hann sé nokkurskonar kynslóðavillingur,” skrifar Gunnar Smári. Og hann heldur áfram af miklu miskunnarleysi: „Ég hef heyrt hann halda því fram að afturhald sé hin nýja róttækni, svo það má vel vera að hann trúi að twenties séu hið nýja seventies. Að hlusta á mónólóga á vef hans ritstjori.is er eins og hádegisverður á Múlakaffi, gamlakarlstuð sem er best með kálbögglum og sætsúpu með tvíbökum. “ „Munum að þú ert gamli kallinn!“ Og Gunnar Smári spyr hvort þetta sé virkilega rödd ungu kynslóðarinnar: „Eru ungir íslenskir karlar í dag eins og snýttir út úr nösinni á Kjartani Gunnarssyni?” Snorri getur vitaskuld ekki látið þessu ósvarað og hann hóf daglega reisu sína yfir það sem hann kallar „Fréttir vikunnar“ á því að svara Gunnari Smára. Og það áður en hann hóf að mæra styrktaraðila sína: „Við fögnum málefnalegri gagnrýni en ég verð hugsi þegar menn vísa bara í ártöl. Svona er nútíminn, þetta er gamaldags. Af hverju ræðum við ekki hugmyndirnar? Nei, þær eru gamaldags. Þetta er hætta hinnar blindu framfaratrúar. Að ganga út frá því að allt gangi til betri vegar, höfum við gengið götuna til góðs? Þetta var spurning Jónasar,“ segir Snorri. Snorri er helst á því að Gunnar Smára gerist hér sekur um öldrunarfordóma og segir: „Munum að þú ert gamli kallinn!“ Snorri á reyndar í vök að verjast víðar en aldur hans virðist vefjast fyrir fólki. Meðan Sósíalistaforinginn telur hann fornan í lund sakar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Snorra um barnaskap á X, áður Twitter. https://t.co/4Vh4hncwZdÞað er barnaskapur hjá Ritstjóranum að vera að telja breytingar til að átta sig á heildaráhrifum skattabreytinga. Niðurstaðan fæst með því að kanna áhrifin á fólk og fyrirtæki. Sú niðurstaða er augljóslega sú að við höfum lækkað skatta, gjöld og tolla.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 21, 2024 Samfélagsmiðlar Eldri borgarar Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Sérkennileg deila, ef deilu skal kalla, er risin milli þeirra Gunnars Smára Egilssonar, eins leiðtoga Sósíalistaflokksins og Snorra. Bestur með kálbögglum og sætsúpu Gunnar Smári ritaði nöturlega færslu á Facebook-vef Sósíalistaflokks Íslands þar sem hann hæðist að honum. „Snorri Másson er sem gamall karl sem fæddist í ungum líkama. Hann er bráðum 27 ára en talar og hugsar eins og hann sé bæði sjötugur og önugur. Ég átta mig alveg á því hvort Snorri sé að leika þessa týpu eða hvort hann sé nokkurskonar kynslóðavillingur,” skrifar Gunnar Smári. Og hann heldur áfram af miklu miskunnarleysi: „Ég hef heyrt hann halda því fram að afturhald sé hin nýja róttækni, svo það má vel vera að hann trúi að twenties séu hið nýja seventies. Að hlusta á mónólóga á vef hans ritstjori.is er eins og hádegisverður á Múlakaffi, gamlakarlstuð sem er best með kálbögglum og sætsúpu með tvíbökum. “ „Munum að þú ert gamli kallinn!“ Og Gunnar Smári spyr hvort þetta sé virkilega rödd ungu kynslóðarinnar: „Eru ungir íslenskir karlar í dag eins og snýttir út úr nösinni á Kjartani Gunnarssyni?” Snorri getur vitaskuld ekki látið þessu ósvarað og hann hóf daglega reisu sína yfir það sem hann kallar „Fréttir vikunnar“ á því að svara Gunnari Smára. Og það áður en hann hóf að mæra styrktaraðila sína: „Við fögnum málefnalegri gagnrýni en ég verð hugsi þegar menn vísa bara í ártöl. Svona er nútíminn, þetta er gamaldags. Af hverju ræðum við ekki hugmyndirnar? Nei, þær eru gamaldags. Þetta er hætta hinnar blindu framfaratrúar. Að ganga út frá því að allt gangi til betri vegar, höfum við gengið götuna til góðs? Þetta var spurning Jónasar,“ segir Snorri. Snorri er helst á því að Gunnar Smára gerist hér sekur um öldrunarfordóma og segir: „Munum að þú ert gamli kallinn!“ Snorri á reyndar í vök að verjast víðar en aldur hans virðist vefjast fyrir fólki. Meðan Sósíalistaforinginn telur hann fornan í lund sakar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Snorra um barnaskap á X, áður Twitter. https://t.co/4Vh4hncwZdÞað er barnaskapur hjá Ritstjóranum að vera að telja breytingar til að átta sig á heildaráhrifum skattabreytinga. Niðurstaðan fæst með því að kanna áhrifin á fólk og fyrirtæki. Sú niðurstaða er augljóslega sú að við höfum lækkað skatta, gjöld og tolla.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 21, 2024
Samfélagsmiðlar Eldri borgarar Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp