Fótbolti

Eina breytingin er að Fann­ey Inga kemur inn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanney Inga Birkisdóttir kemur aftur inn í landsliðið.
Fanney Inga Birkisdóttir kemur aftur inn í landsliðið. Getty/Harry Murphy

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins.

Íslensku stelpurnar spila heimaleik á móti Póllandi á Laugardalsvellinum 5. apríl og mæta svo Þýskalandi á útivelli fjórum dögum síðar.

Þorsteinn gerir bara eina breytingu á liðinu sem vann Serbíu og tryggði Íslandi sæti í A-deild undankeppninnar og þar með mun betri möguleika á því að komast á fimmta Evrópumótið í röð.

Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals, sem var að glíma við meiðsli síðasta kemur inn í hópinn fyrir Aldísi Guðlaugsdóttur.

  • Hópurinn
  • Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir
  • Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 1 leikur
  • Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - Stjarnan - 1 leikur
  • Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 26 leikir
  • Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 59 leikir
  • Glódís Perla Viggósdóttir - FC Bayern Munich - 122 leikir, 10 mörk
  • Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 35 leikir, 1 mark
  • Natasha Moraa Anasi - SK Brann - 5 leikir, 1 mark
  • Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 7 leikir
  • Sandra María Jessen - Þór/KA - 38 leikir, 6 mörk
  • Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark
  • Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 41 leikur, 5 mörk
  • Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 12 leikir, 1 mark
  • Lára Kristín Pedersen - Fortuna Sittard - 3 leikir
  • Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 37 leikir, 9 mörk
  • Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC Nürnberg - 36 leikir, 4 mörk
  • Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 18 leikir, 2 mörk
  • Bryndís Arna Níelsdóttir - Vaxjö DFF - 4 leikir, 1 mark
  • Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 34 leikir, 9 mörk
  • Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 34 leikir, 4 mörk
  • Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby - 11 leikir, 1 mark
  • Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 11 leikir, 1 mark
  • Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 6 leikir, 2 mörk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×