Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Stöð 2

Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur fer yfir stöðu eldgossins á Reykjanesskaga í beinni útsendingu. Enn er góður kraftur í eldgosinu en landris hefur stöðvast.

Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði. Það þrengi að möguleikum þess fólks, sem flokkað er sem ótryggir lántakar, til að stunda nám og þá sé of skammt gengið í breytingum á styrkjafyrirkomulagi. Rætt verður við hann í kvöldfréttum.

Við kíkjum á Bessastaði þar sem forseti lýðveldisins tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið í morgun. Dagur heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag og tók forsetinn á móti nýju pari af mislitum sokkum í tilefni dagsins. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Gamla Bíói, þar sem Hlustendaverðlaunin fara fram í kvöld.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×