Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2024 21:42 Albert fagnar einu marka sinna í kvöld. Vísir/Getty Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. Leikurinn var afskaplega bragðdaufur til að byrja með. Augljóst var að það var mikið undir því leikmenn tóku enga sénsa og völdu alltaf örugga kostinn í staðinn fyrir að koma boltanum í spil. Íslenska liðinu gekk ágætlega að pressa á það ísraelska fyrstu mínúturnar sem kom sér þó betur inn í leikinn eftir því sem leið á. Skjótt skipast veður í lofti Eftir bragðdaufan fyrsta hálftíma gerðust hlutirnir hratt eftir það. Á 28. komst Arnór Sigurðsson í góða stöðu. Hann var með Albert Guðmundsson með sér en valdi að skjóta. Omri Glazer varði boltann beint fyrir fætur Orra Steins Óskarssonar sem var í algjöru dauðafæri en skrikaði fótur og skaut framhjá. Þetta reyndist því miður dýrkeypt. Aðeins mínútu eftir færi Orra Steins átti Daníel Leó Grétarsson slaka sendingu og Ísrael komst í skyndisókn. Þar var Eran Zahavi klókur í teignum, náði boltanum á undan Daníel Leó sem braut klaufalega á honum. Anthony Taylor benti á punktinn og Zahavi skoraði sjálfur af öryggi úr spyrnunni. Ísland vaknar Þetta virtist hins vegar vekja íslenska liðið af værum blundi. Ísland átti eina álitlega sókn áður en aukaspyrna var dæmd rétt við vítateigsbogann á teig Ísraels. Albert Guðmundsson tók spyrnuna, skrúfaði boltann framhjá veggnum og upp í nærhornið. Stórkostlegt mark og staðan orðin jöfn. Þetta mark!!!! að sjá það með augunum. Priceless— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) March 21, 2024 Strákarnir okkar létu ekki þar við sitja. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Ísland hornspyrnu sem Albert tók. Sverrir Ingi Ingason vann skallaeinvígi, flikkaði boltanum áfram á Arnór Ingva Traustason sem kláraði frábærlega í vinstra hornið framhjá Glazer. Ísland búið að snúa leiknum sér í vil á aðeins þriggja mínútna kafla. Heldur betur alvöru karakter og Ísland með 2-1 forystu í hálfleik. Bras í byrjun síðari hálfleiks Síðari hálfleikur var öllu opnari. Bæði lið gerðu breytingu í hálfleik en Ísraelar ætluðu sér greinilega að setja meira púður í sóknina og náðu að setja pressu á íslenska liðið í byrjun. Arnór Ingvi Traustason varð að fara meiddur af velli á 61. mínútu og á þessum tíma voru strákarnir okkar í brasi og varamaðurinn Oskar Gloukh, sem óvænt byrjaði á bekknum, hafði komið sterkur inn hjá Ísrael. Sjá þessa kappa fagna öðru marki Íslands í Budapest. Bjarki Már með Veszprém félaga sína; Rodrigo Corrales landsliðsmarkmann Spánar og Hugo Descat franska Evrópumeistarann í íslensku landsliðstreyju Bjarka Más. Áfram Íslands pic.twitter.com/30kBe2aPP4— Leifur Grímsson (@lgrims) March 21, 2024 Leikurinn opnaðist sífellt meira og bæði lið fengu álitlegar sóknir. Þegar Arnór Sigurðsson var á leið í eina slíka kom Ísraelinn Roy Revivo á ferðinni og straujaði einfaldlega Skagamanninn knáa. Anthony Taylor fór í vasann og tók upp rauða spjaldið og íslensku strákarnir því orðnir manni fleiri. Skömmu efti rauða spjaldið fengu Ísraelar hins vegar aukaspyrnu við vítateig Íslands. Spyrnan var á leið framhjá veggnum þegar Jón Dagur Þorsteinsson slæmdi höndinni út og í boltann. Taylor var sendur í skjáinn og var ekki lengi að ákveða sig. Vítaspyrna niðurstaðan en í þetta skiptið brást Zahavi bogalistin. Boltinn framhjá markinu en Hákon Rafn fór í vitlaust horn. Lafði Lukka með Íslandi í liði þarna. Þrennan fullkomnuð Allt púður fór úr ísraelska liðinu við þetta. Strákarnir okkar gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir vítaspyrnuna skoraði Albert sitt annað mark eftir frábæran sprett. Ísak Bergmann Jóhannesson sýndi mikil klókindi þegar hann var gríðarfljótur að taka aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi. Eftir þetta var aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Albert bætti fjórða markinu við á 89. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í markteignum eftir skot Jóns Dags. Þrennan fullkomnuð og faðir Alberts, Guðmundur Benediktsson, var heldur betur kominn á háu tónana í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 4-4-2 klæðir okkur yfirleitt best Spilum sem lið + fullt af hæfileikum.Ísland fer á EM — Freyr Alexandersson (@freyrale) March 21, 2024 Lokatölur 4-1 og strákarnir okkar á leið í úrslitaleik gegn Úkraínu um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Leikurinn verður leikinn í Póllandi þar sem Úkraína getur ekki spilað á sínum heimavelli. Sigurinn í kvöld ætti að veita strákunum sjálfstraust fyrir úrslitaleikinn en það er áhyggjuefni að bæði Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson fóru meiddir af velli í kvöld. Það verður hausverkur landsliðsþjálfarans Åge Hareide fyrir leikinn á þriðjudag en Norðmaðurinn getur fagnað í kvöld enda mikið gengið á í undirbúningi íslenska liðsins. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi
Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. Leikurinn var afskaplega bragðdaufur til að byrja með. Augljóst var að það var mikið undir því leikmenn tóku enga sénsa og völdu alltaf örugga kostinn í staðinn fyrir að koma boltanum í spil. Íslenska liðinu gekk ágætlega að pressa á það ísraelska fyrstu mínúturnar sem kom sér þó betur inn í leikinn eftir því sem leið á. Skjótt skipast veður í lofti Eftir bragðdaufan fyrsta hálftíma gerðust hlutirnir hratt eftir það. Á 28. komst Arnór Sigurðsson í góða stöðu. Hann var með Albert Guðmundsson með sér en valdi að skjóta. Omri Glazer varði boltann beint fyrir fætur Orra Steins Óskarssonar sem var í algjöru dauðafæri en skrikaði fótur og skaut framhjá. Þetta reyndist því miður dýrkeypt. Aðeins mínútu eftir færi Orra Steins átti Daníel Leó Grétarsson slaka sendingu og Ísrael komst í skyndisókn. Þar var Eran Zahavi klókur í teignum, náði boltanum á undan Daníel Leó sem braut klaufalega á honum. Anthony Taylor benti á punktinn og Zahavi skoraði sjálfur af öryggi úr spyrnunni. Ísland vaknar Þetta virtist hins vegar vekja íslenska liðið af værum blundi. Ísland átti eina álitlega sókn áður en aukaspyrna var dæmd rétt við vítateigsbogann á teig Ísraels. Albert Guðmundsson tók spyrnuna, skrúfaði boltann framhjá veggnum og upp í nærhornið. Stórkostlegt mark og staðan orðin jöfn. Þetta mark!!!! að sjá það með augunum. Priceless— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) March 21, 2024 Strákarnir okkar létu ekki þar við sitja. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Ísland hornspyrnu sem Albert tók. Sverrir Ingi Ingason vann skallaeinvígi, flikkaði boltanum áfram á Arnór Ingva Traustason sem kláraði frábærlega í vinstra hornið framhjá Glazer. Ísland búið að snúa leiknum sér í vil á aðeins þriggja mínútna kafla. Heldur betur alvöru karakter og Ísland með 2-1 forystu í hálfleik. Bras í byrjun síðari hálfleiks Síðari hálfleikur var öllu opnari. Bæði lið gerðu breytingu í hálfleik en Ísraelar ætluðu sér greinilega að setja meira púður í sóknina og náðu að setja pressu á íslenska liðið í byrjun. Arnór Ingvi Traustason varð að fara meiddur af velli á 61. mínútu og á þessum tíma voru strákarnir okkar í brasi og varamaðurinn Oskar Gloukh, sem óvænt byrjaði á bekknum, hafði komið sterkur inn hjá Ísrael. Sjá þessa kappa fagna öðru marki Íslands í Budapest. Bjarki Már með Veszprém félaga sína; Rodrigo Corrales landsliðsmarkmann Spánar og Hugo Descat franska Evrópumeistarann í íslensku landsliðstreyju Bjarka Más. Áfram Íslands pic.twitter.com/30kBe2aPP4— Leifur Grímsson (@lgrims) March 21, 2024 Leikurinn opnaðist sífellt meira og bæði lið fengu álitlegar sóknir. Þegar Arnór Sigurðsson var á leið í eina slíka kom Ísraelinn Roy Revivo á ferðinni og straujaði einfaldlega Skagamanninn knáa. Anthony Taylor fór í vasann og tók upp rauða spjaldið og íslensku strákarnir því orðnir manni fleiri. Skömmu efti rauða spjaldið fengu Ísraelar hins vegar aukaspyrnu við vítateig Íslands. Spyrnan var á leið framhjá veggnum þegar Jón Dagur Þorsteinsson slæmdi höndinni út og í boltann. Taylor var sendur í skjáinn og var ekki lengi að ákveða sig. Vítaspyrna niðurstaðan en í þetta skiptið brást Zahavi bogalistin. Boltinn framhjá markinu en Hákon Rafn fór í vitlaust horn. Lafði Lukka með Íslandi í liði þarna. Þrennan fullkomnuð Allt púður fór úr ísraelska liðinu við þetta. Strákarnir okkar gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir vítaspyrnuna skoraði Albert sitt annað mark eftir frábæran sprett. Ísak Bergmann Jóhannesson sýndi mikil klókindi þegar hann var gríðarfljótur að taka aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi. Eftir þetta var aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Albert bætti fjórða markinu við á 89. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í markteignum eftir skot Jóns Dags. Þrennan fullkomnuð og faðir Alberts, Guðmundur Benediktsson, var heldur betur kominn á háu tónana í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 4-4-2 klæðir okkur yfirleitt best Spilum sem lið + fullt af hæfileikum.Ísland fer á EM — Freyr Alexandersson (@freyrale) March 21, 2024 Lokatölur 4-1 og strákarnir okkar á leið í úrslitaleik gegn Úkraínu um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Leikurinn verður leikinn í Póllandi þar sem Úkraína getur ekki spilað á sínum heimavelli. Sigurinn í kvöld ætti að veita strákunum sjálfstraust fyrir úrslitaleikinn en það er áhyggjuefni að bæði Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson fóru meiddir af velli í kvöld. Það verður hausverkur landsliðsþjálfarans Åge Hareide fyrir leikinn á þriðjudag en Norðmaðurinn getur fagnað í kvöld enda mikið gengið á í undirbúningi íslenska liðsins. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti