Túlkur stórstjörnunnar stal af honum hundruðum milljóna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2024 16:30 Shohei Ohtan hlustar hér á Ippei Mizuhara túlka fyrir sig á blaðamannafundi. AP/Lee Jin-man Bandaríska hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers hefur rekið túlkinn Ippei Mizuhara úr starfi eftir að upp komst um stórfelldan þjófnað hans. Mizuhara starfaði sem túlkur japönsku stórstjörnunnar Shohei Ohtani. Þeir höfðu lengi verið vinir og hann hafði túlkað fyrir hann þegar leikmaðurinn mætti til Bandaríkjanna. Það hefur verið mikið látið með Ohtani enda frábær leikmaður sem getur bæði slegið og kastað. Shohei Ohtani er risastjarna í hafnaboltanum en hann hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður MLB deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann fékk þau verðlaun á síðasta tímabil og fékk einnig risasamning. Dodgers fire Shohei Ohtani's interpreter after allegations of million-dollar theft https://t.co/v6KIchHSXJ— USA TODAY (@USATODAY) March 20, 2024 Hann færði sig nefnilega yfir frá Los Angeles Angels til Los Angeles Dodgers fyrir tímabilið í ár eftir að hann samþykkti risatilboð frá Dodgers. Shohei fær sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða meira en 95 milljarða íslenskra króna. Það breytir ekki því að enginn vill láta stela af sér pening. Fjölmiðlar fóru að forvitnast um millifærslur frá bankareikningi Ohtani til veðbanka. Nú hefur Mizuhara verið rekinn og bandarískir fjölmiðlar fjalla um það að hann hafi stolið mörgum milljónum dollara frá leikmanninum. From @TheAthletic: The Los Angeles Dodgers fired Shohei Ohtani s interpreter after accusations that he stole the baseball star s money to place bets. https://t.co/6aDcRjozZ6— The New York Times (@nytimes) March 20, 2024 Talsmaður Ohtani sagði fyrst við ESPN að hafnarboltamaðurinn hafi verið að hjálpa Mizuhara með veðmálaskuldir en svo kom annað hljóð í skrokkinn. Lögfræðingar höfðu samband við bandaríska fjölmiðilinn og sögðu að Ohtani hafi verið fórnarlamb mikils þjófnaðar. Hinn 39 ára gamli er talinn hafa stolið að minnsta kosti 4,5 milljónum dollara af Ohtani sem samsvarar 616 milljónum króna. Mizuhara talaði fyrst um að Ohtani hafi verið að gera sér vinargreiða en dró svo í land með það og viðurkenni að hafnarboltastjarnan hafði ekki vitað um veðmálafíkn eða veðmálaskuldir hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=2HhLDeVZtC4">watch on YouTube</a> Hafnabolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Mizuhara starfaði sem túlkur japönsku stórstjörnunnar Shohei Ohtani. Þeir höfðu lengi verið vinir og hann hafði túlkað fyrir hann þegar leikmaðurinn mætti til Bandaríkjanna. Það hefur verið mikið látið með Ohtani enda frábær leikmaður sem getur bæði slegið og kastað. Shohei Ohtani er risastjarna í hafnaboltanum en hann hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður MLB deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann fékk þau verðlaun á síðasta tímabil og fékk einnig risasamning. Dodgers fire Shohei Ohtani's interpreter after allegations of million-dollar theft https://t.co/v6KIchHSXJ— USA TODAY (@USATODAY) March 20, 2024 Hann færði sig nefnilega yfir frá Los Angeles Angels til Los Angeles Dodgers fyrir tímabilið í ár eftir að hann samþykkti risatilboð frá Dodgers. Shohei fær sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða meira en 95 milljarða íslenskra króna. Það breytir ekki því að enginn vill láta stela af sér pening. Fjölmiðlar fóru að forvitnast um millifærslur frá bankareikningi Ohtani til veðbanka. Nú hefur Mizuhara verið rekinn og bandarískir fjölmiðlar fjalla um það að hann hafi stolið mörgum milljónum dollara frá leikmanninum. From @TheAthletic: The Los Angeles Dodgers fired Shohei Ohtani s interpreter after accusations that he stole the baseball star s money to place bets. https://t.co/6aDcRjozZ6— The New York Times (@nytimes) March 20, 2024 Talsmaður Ohtani sagði fyrst við ESPN að hafnarboltamaðurinn hafi verið að hjálpa Mizuhara með veðmálaskuldir en svo kom annað hljóð í skrokkinn. Lögfræðingar höfðu samband við bandaríska fjölmiðilinn og sögðu að Ohtani hafi verið fórnarlamb mikils þjófnaðar. Hinn 39 ára gamli er talinn hafa stolið að minnsta kosti 4,5 milljónum dollara af Ohtani sem samsvarar 616 milljónum króna. Mizuhara talaði fyrst um að Ohtani hafi verið að gera sér vinargreiða en dró svo í land með það og viðurkenni að hafnarboltastjarnan hafði ekki vitað um veðmálafíkn eða veðmálaskuldir hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=2HhLDeVZtC4">watch on YouTube</a>
Hafnabolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira