Næstbestur í heimi í CrossFit Open en ætlar að fella risann af stallinum í haust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2024 10:30 Breki Þórðarson hefur sett stefnuna á heimsmeistaratitil í haust. @brekibjola Íslenski CrossFit kappinn Breki Þórðarson fagnar góðum árangri sínum í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Þriðju og síðustu vikunni af CrossFit Open er lokið og allir þátttakendur hafa skilað inn sínum æfingum. Breki var með á síðustu heimsleikum en hann keppir í flokki fatlaðra. Hann endaði í fimmta sæti í sínum flokki á heimsleikunum en byrjað nýtt tímabil af krafti. Breki náð næstbestum árangri í heimi í sínum fötlunarflokki og heldur því áfram að hækka sig. Hann varð fjórði besti á CrossFit Open í fyrra og í ellefta sætinu á sínu fyrsta CrossFit Open árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „The Open er nú að baki og ég náði mínum besta árangri frá upphafi með því að taka annað sætið. Mjög ánægður með það,“ skrifaði Breki Þórðarson á samfélagsmiðla sína. „Ég hef verið frekar stefnulaus í æfingum mínum síðustu mánuði. Eftir að ég náði markmiðum mínum að komast inn á heimsleikana þá var ég ekki viss um hvert næstu skref yrðu hjá mér,“ skrifaði Breki. „Ég hef aftur á móti ákveðið það núna að setja það sem mitt markmið að fella risann Casey Acree af stalli. Hann hefur kennt mér svo mikið um þessa íþrótt en ég ætla að vinna hann og verða sá hraustasti í heimi í september,“ skrifaði Breki. „Ég þarf auðvitað að byrja á því að komast á heimsleikana. Ég ætla því að byrja á því að einbeita mér að því,“ skrifaði Breki. Það má sjá færslu hans hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Breki Þo rðarson (@brekibjola) CrossFit Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Þriðju og síðustu vikunni af CrossFit Open er lokið og allir þátttakendur hafa skilað inn sínum æfingum. Breki var með á síðustu heimsleikum en hann keppir í flokki fatlaðra. Hann endaði í fimmta sæti í sínum flokki á heimsleikunum en byrjað nýtt tímabil af krafti. Breki náð næstbestum árangri í heimi í sínum fötlunarflokki og heldur því áfram að hækka sig. Hann varð fjórði besti á CrossFit Open í fyrra og í ellefta sætinu á sínu fyrsta CrossFit Open árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „The Open er nú að baki og ég náði mínum besta árangri frá upphafi með því að taka annað sætið. Mjög ánægður með það,“ skrifaði Breki Þórðarson á samfélagsmiðla sína. „Ég hef verið frekar stefnulaus í æfingum mínum síðustu mánuði. Eftir að ég náði markmiðum mínum að komast inn á heimsleikana þá var ég ekki viss um hvert næstu skref yrðu hjá mér,“ skrifaði Breki. „Ég hef aftur á móti ákveðið það núna að setja það sem mitt markmið að fella risann Casey Acree af stalli. Hann hefur kennt mér svo mikið um þessa íþrótt en ég ætla að vinna hann og verða sá hraustasti í heimi í september,“ skrifaði Breki. „Ég þarf auðvitað að byrja á því að komast á heimsleikana. Ég ætla því að byrja á því að einbeita mér að því,“ skrifaði Breki. Það má sjá færslu hans hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Breki Þo rðarson (@brekibjola)
CrossFit Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira