„Það var stemmning hjá okkur og við vorum að spila góða vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. mars 2024 19:24 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Keflavík tryggði sér farseðilinn í úrslit VÍS-bikarsins eftir sannfærandi sigur gegn Njarðvík 86-72. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður með frammistöðu liðsins. „Mér fannst við byrja vel og við vorum að hitta. Það var stemmning hjá okkur og við vorum að spila góða vörn þar sem Njarðvík skoraði lítið. Selena Lott var okkur samt erfið og það var ekki alveg að ganga sem við ætluðum að gera en við löguðum það með góðum kafla í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leik. Selena Lott gerði 19 stig í fyrri hálfleik og Sverrir viðurkenndi að hún hafi verið liðinu erfið en samt sem áður voru stig Njarðvíkur að koma úr sömu átt. „Stigin voru öll að koma frá sama stað og mér fannst hún skora allt of auðveldlega sem ég var ekki sáttur við.“ Njarðvík minnkaði forskot Keflavíkur niður í sex stig en þá tók við ótrúlegur 13 stiga kafli hjá Keflavík sem Sverrir var gríðarlega sáttur með. „Mér fannst kæruleysi í okkur. Við vorum með lélegar sendingar og við vorum að gefa þeim auðveldar körfur og það slokknaði á okkur í smá tíma sem má ekki gerast gegn svona sterku liði.“ Þrátt fyrir að Keflavík hafi verið með gott forskot í leiknum sagði Sverrir að hann hafi ekki verið að gera skiptingar með úrslitaleikinn í huga á laugardaginn. „Ég get ekki gegn svona sterku liði hugsað um annan leik. Við erum yfirleitt að rúlla á átta leikmönnum og ég var bara með hugann við að gefa allt í þennan leik. „Við höfum tvo daga til að gera okkur tilbúin fyrir úrslitaleikinn og það er engin afsökun þar sem hin liðin eru að spila á eftir okkur,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
„Mér fannst við byrja vel og við vorum að hitta. Það var stemmning hjá okkur og við vorum að spila góða vörn þar sem Njarðvík skoraði lítið. Selena Lott var okkur samt erfið og það var ekki alveg að ganga sem við ætluðum að gera en við löguðum það með góðum kafla í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leik. Selena Lott gerði 19 stig í fyrri hálfleik og Sverrir viðurkenndi að hún hafi verið liðinu erfið en samt sem áður voru stig Njarðvíkur að koma úr sömu átt. „Stigin voru öll að koma frá sama stað og mér fannst hún skora allt of auðveldlega sem ég var ekki sáttur við.“ Njarðvík minnkaði forskot Keflavíkur niður í sex stig en þá tók við ótrúlegur 13 stiga kafli hjá Keflavík sem Sverrir var gríðarlega sáttur með. „Mér fannst kæruleysi í okkur. Við vorum með lélegar sendingar og við vorum að gefa þeim auðveldar körfur og það slokknaði á okkur í smá tíma sem má ekki gerast gegn svona sterku liði.“ Þrátt fyrir að Keflavík hafi verið með gott forskot í leiknum sagði Sverrir að hann hafi ekki verið að gera skiptingar með úrslitaleikinn í huga á laugardaginn. „Ég get ekki gegn svona sterku liði hugsað um annan leik. Við erum yfirleitt að rúlla á átta leikmönnum og ég var bara með hugann við að gefa allt í þennan leik. „Við höfum tvo daga til að gera okkur tilbúin fyrir úrslitaleikinn og það er engin afsökun þar sem hin liðin eru að spila á eftir okkur,“ sagði Sverrir Þór að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira