„Það var stemmning hjá okkur og við vorum að spila góða vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. mars 2024 19:24 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Keflavík tryggði sér farseðilinn í úrslit VÍS-bikarsins eftir sannfærandi sigur gegn Njarðvík 86-72. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður með frammistöðu liðsins. „Mér fannst við byrja vel og við vorum að hitta. Það var stemmning hjá okkur og við vorum að spila góða vörn þar sem Njarðvík skoraði lítið. Selena Lott var okkur samt erfið og það var ekki alveg að ganga sem við ætluðum að gera en við löguðum það með góðum kafla í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leik. Selena Lott gerði 19 stig í fyrri hálfleik og Sverrir viðurkenndi að hún hafi verið liðinu erfið en samt sem áður voru stig Njarðvíkur að koma úr sömu átt. „Stigin voru öll að koma frá sama stað og mér fannst hún skora allt of auðveldlega sem ég var ekki sáttur við.“ Njarðvík minnkaði forskot Keflavíkur niður í sex stig en þá tók við ótrúlegur 13 stiga kafli hjá Keflavík sem Sverrir var gríðarlega sáttur með. „Mér fannst kæruleysi í okkur. Við vorum með lélegar sendingar og við vorum að gefa þeim auðveldar körfur og það slokknaði á okkur í smá tíma sem má ekki gerast gegn svona sterku liði.“ Þrátt fyrir að Keflavík hafi verið með gott forskot í leiknum sagði Sverrir að hann hafi ekki verið að gera skiptingar með úrslitaleikinn í huga á laugardaginn. „Ég get ekki gegn svona sterku liði hugsað um annan leik. Við erum yfirleitt að rúlla á átta leikmönnum og ég var bara með hugann við að gefa allt í þennan leik. „Við höfum tvo daga til að gera okkur tilbúin fyrir úrslitaleikinn og það er engin afsökun þar sem hin liðin eru að spila á eftir okkur,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira
„Mér fannst við byrja vel og við vorum að hitta. Það var stemmning hjá okkur og við vorum að spila góða vörn þar sem Njarðvík skoraði lítið. Selena Lott var okkur samt erfið og það var ekki alveg að ganga sem við ætluðum að gera en við löguðum það með góðum kafla í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leik. Selena Lott gerði 19 stig í fyrri hálfleik og Sverrir viðurkenndi að hún hafi verið liðinu erfið en samt sem áður voru stig Njarðvíkur að koma úr sömu átt. „Stigin voru öll að koma frá sama stað og mér fannst hún skora allt of auðveldlega sem ég var ekki sáttur við.“ Njarðvík minnkaði forskot Keflavíkur niður í sex stig en þá tók við ótrúlegur 13 stiga kafli hjá Keflavík sem Sverrir var gríðarlega sáttur með. „Mér fannst kæruleysi í okkur. Við vorum með lélegar sendingar og við vorum að gefa þeim auðveldar körfur og það slokknaði á okkur í smá tíma sem má ekki gerast gegn svona sterku liði.“ Þrátt fyrir að Keflavík hafi verið með gott forskot í leiknum sagði Sverrir að hann hafi ekki verið að gera skiptingar með úrslitaleikinn í huga á laugardaginn. „Ég get ekki gegn svona sterku liði hugsað um annan leik. Við erum yfirleitt að rúlla á átta leikmönnum og ég var bara með hugann við að gefa allt í þennan leik. „Við höfum tvo daga til að gera okkur tilbúin fyrir úrslitaleikinn og það er engin afsökun þar sem hin liðin eru að spila á eftir okkur,“ sagði Sverrir Þór að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða