Leigjendur afar ósáttir við nýgerða kjarasamninga Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2024 14:40 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir nýgerða kjarasaminga ekki í þágu leigjenda, svo mikið sé víst. Mikil óánægja er í þeim hópi með samningana. Vísir/Vilhelm Stjórn Leigjendasamtakanna segja framlag stjórnvalda óboðlegt og forsendur fyrir kjarasamningi, sem forysta launafólks kvittar undir þar sem leigjendur skuli axla frekari byrðar til að styðja við lægri greiðslubyrði til handa þeim sem eru með húsnæðislán, vera að sama skapi fullkomlega óboðlegt. „Það hversu afgerandi andstaða leigjenda er við framlag stjórnvalda og andstaða við að verkalýðsfélögin kvitti undir og normaliseri ástandið á leigumarkaði,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður spurður hvað komi honum helst á óvart með könnun sem Leigjendasamtökin létu gera innan sinna raða. Þrír af hverjum fjórum ósáttir við nýundirritaða samninga Samkvæmt þeirri könnun, sem fór fram annarsvegar á meðal félagsmanna og hinsvegar innan samfélags leigjenda á netinu og staðið hefur yfir undanfarna frá 5 daga, styðja þrír af hverjum fjórum leigjendum ekki nýundirritaða samninga. Þetta eru sláandi niðurstöður. Guðmundur Hrafn segir alkunna hvernig lífskjör og aðstæður leigjenda hafa hrakað undanfarin ár. Frá því farið var að halda tölur yfir verðbreytingar á leigumarkaði árið 2011 hefur húsaleiga hækkað nærri þrefalt meira en verðlag. Undanfarna sex mánuði hefur húsaleiga ofaníálag hækkað hraðar og meira en sést hefur um langt skeið. Leigjendum sýnist hagsmunir húsnæðiseigenda vera hafðir í fyrirrúmi. „Jú það kemur skýrt fram í könnuninni að yfir 80% svarenda telja að hagsmunir eignafólks og þeirra sem hafa verið svo lánsamir að geta fjárfest í húsnæði hafi verið í fyrirrúmi. Það endurspeglast sér í lagi í helstu markmiðum breiðfylkingarinnar um að lækka verðbólgu vexti svo að greiðslubyrði húsnæðislána lækki.“ Tillögur leigjenda hunsaðar Guðmundur segir stóra hópa launþega á leigumarkaði hafa búið við nánast samfellda kjaraskerðingu, sannkallaða launblæðingu, á leigumarkaði undanfarin 15 ár, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu. Leigjendasamtökin sem voru höfð með í ráðum við myndun kröfugerðar verkalýðshreyfingarinnar síðastliðið haust lögðu til átta tillögur að nausðynlegum úrræðum til að stöðva þessa bæðingu, tillögur sem útheimtu engin fjárútlát á vegum hins opinbera. Á meðal tillagna Leigjendasamtakanna var að koma böndum á lögleysu sem ríkir við útleigu á íbúðarhúsnæði til ferðamanna, leigubremsa sem hefur verið á stefnuskrá ASÍ í áratug og samþykkt af stjórnvöldum árið 2019 en svikið og reglur um hámarksgreiðlsubyrði fyrir heimili á leigumarkaði líkt og gert er á kaupendamarkaði. Engin af tillögum leigjenda náði að samningaborðinu þrátt fyrir að innan þeirra hafa verið atriði sem áður hafði verið samið um en svikið af stjórnvöldum. Sjálfstæðisflokkurinn vilji halda leigjendum í úlfarkreppu „Leigjendasamtökin hafa lýst vanþóknun sinni á slíkum vinnubrögðum og sér í lagi framlagi stjórnvalda. Framlag stjórnvalda fyrir leigjendur er að hækka húsnæðisbætur sem fulltrúar innan ríkisstjórnarinnar hafa sjálfir sagt að sé aðeins í eðli sínu niðurgreiðsla til leigusalanna sjálfra og leiði alltaf af sér frekari hækkanir, undir það hefur forystufólk þeirra félaga sem nú undirrituðu kjarasamninga tekið.“ Guðmundur Hrafn segir jafnframt að þegar vextir og verðbólga lækkuðu nánast samfellt frá stuttu eftir hrun og fram að Covid, þá hækkaði húsaleiga rúmlega 100 prósent og langt umfram aðrar hagstærðir. „Það var því ekki tilgangurinn að lækka greiðslubyrði hjá leigendum þessi áhersla á lækkun vaxta og verðbólgu, þó að hún nýtist leigjendum þegar kemur að almennri neyslu. Húsaleiga hækkar hinsvegar um slíkar upphæðir á hverju ári að verðbólguáhrif á annan framfærslukostnað er aðeins brot af því.” Meðfylgjandi eru svo niðurstöður könnunarinnar og, eins og áður sagði, eru þær sláandi. Þar kemur meðal annars fram að 90 prósent leigjenda telja að Sjálfstæðisflokkurinn komi í veg fyrir að leigjendur fái tilhlýðilegar réttarbætur og tveir þriðju hluta þeirra telja að sökin sé á sama tíma VG og Framsókn. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28 SA og verslunarmenn hafa undirritað kjarasamning Samtök atvinnulífsins og verslunarmenn undirrituðu kjarasamning nú á fyrsta tímanum. Samningurinn byggir að miklu leyti á þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í síðustu viku og gildir til fjögurra ára. Ekkert verður af boðuðum verkföllum VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbanni Samtaka atvinnulífsins á skrifstofufólk í VR. 14. mars 2024 00:39 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
„Það hversu afgerandi andstaða leigjenda er við framlag stjórnvalda og andstaða við að verkalýðsfélögin kvitti undir og normaliseri ástandið á leigumarkaði,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður spurður hvað komi honum helst á óvart með könnun sem Leigjendasamtökin létu gera innan sinna raða. Þrír af hverjum fjórum ósáttir við nýundirritaða samninga Samkvæmt þeirri könnun, sem fór fram annarsvegar á meðal félagsmanna og hinsvegar innan samfélags leigjenda á netinu og staðið hefur yfir undanfarna frá 5 daga, styðja þrír af hverjum fjórum leigjendum ekki nýundirritaða samninga. Þetta eru sláandi niðurstöður. Guðmundur Hrafn segir alkunna hvernig lífskjör og aðstæður leigjenda hafa hrakað undanfarin ár. Frá því farið var að halda tölur yfir verðbreytingar á leigumarkaði árið 2011 hefur húsaleiga hækkað nærri þrefalt meira en verðlag. Undanfarna sex mánuði hefur húsaleiga ofaníálag hækkað hraðar og meira en sést hefur um langt skeið. Leigjendum sýnist hagsmunir húsnæðiseigenda vera hafðir í fyrirrúmi. „Jú það kemur skýrt fram í könnuninni að yfir 80% svarenda telja að hagsmunir eignafólks og þeirra sem hafa verið svo lánsamir að geta fjárfest í húsnæði hafi verið í fyrirrúmi. Það endurspeglast sér í lagi í helstu markmiðum breiðfylkingarinnar um að lækka verðbólgu vexti svo að greiðslubyrði húsnæðislána lækki.“ Tillögur leigjenda hunsaðar Guðmundur segir stóra hópa launþega á leigumarkaði hafa búið við nánast samfellda kjaraskerðingu, sannkallaða launblæðingu, á leigumarkaði undanfarin 15 ár, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu. Leigjendasamtökin sem voru höfð með í ráðum við myndun kröfugerðar verkalýðshreyfingarinnar síðastliðið haust lögðu til átta tillögur að nausðynlegum úrræðum til að stöðva þessa bæðingu, tillögur sem útheimtu engin fjárútlát á vegum hins opinbera. Á meðal tillagna Leigjendasamtakanna var að koma böndum á lögleysu sem ríkir við útleigu á íbúðarhúsnæði til ferðamanna, leigubremsa sem hefur verið á stefnuskrá ASÍ í áratug og samþykkt af stjórnvöldum árið 2019 en svikið og reglur um hámarksgreiðlsubyrði fyrir heimili á leigumarkaði líkt og gert er á kaupendamarkaði. Engin af tillögum leigjenda náði að samningaborðinu þrátt fyrir að innan þeirra hafa verið atriði sem áður hafði verið samið um en svikið af stjórnvöldum. Sjálfstæðisflokkurinn vilji halda leigjendum í úlfarkreppu „Leigjendasamtökin hafa lýst vanþóknun sinni á slíkum vinnubrögðum og sér í lagi framlagi stjórnvalda. Framlag stjórnvalda fyrir leigjendur er að hækka húsnæðisbætur sem fulltrúar innan ríkisstjórnarinnar hafa sjálfir sagt að sé aðeins í eðli sínu niðurgreiðsla til leigusalanna sjálfra og leiði alltaf af sér frekari hækkanir, undir það hefur forystufólk þeirra félaga sem nú undirrituðu kjarasamninga tekið.“ Guðmundur Hrafn segir jafnframt að þegar vextir og verðbólga lækkuðu nánast samfellt frá stuttu eftir hrun og fram að Covid, þá hækkaði húsaleiga rúmlega 100 prósent og langt umfram aðrar hagstærðir. „Það var því ekki tilgangurinn að lækka greiðslubyrði hjá leigendum þessi áhersla á lækkun vaxta og verðbólgu, þó að hún nýtist leigjendum þegar kemur að almennri neyslu. Húsaleiga hækkar hinsvegar um slíkar upphæðir á hverju ári að verðbólguáhrif á annan framfærslukostnað er aðeins brot af því.” Meðfylgjandi eru svo niðurstöður könnunarinnar og, eins og áður sagði, eru þær sláandi. Þar kemur meðal annars fram að 90 prósent leigjenda telja að Sjálfstæðisflokkurinn komi í veg fyrir að leigjendur fái tilhlýðilegar réttarbætur og tveir þriðju hluta þeirra telja að sökin sé á sama tíma VG og Framsókn.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28 SA og verslunarmenn hafa undirritað kjarasamning Samtök atvinnulífsins og verslunarmenn undirrituðu kjarasamning nú á fyrsta tímanum. Samningurinn byggir að miklu leyti á þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í síðustu viku og gildir til fjögurra ára. Ekkert verður af boðuðum verkföllum VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbanni Samtaka atvinnulífsins á skrifstofufólk í VR. 14. mars 2024 00:39 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28
SA og verslunarmenn hafa undirritað kjarasamning Samtök atvinnulífsins og verslunarmenn undirrituðu kjarasamning nú á fyrsta tímanum. Samningurinn byggir að miklu leyti á þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í síðustu viku og gildir til fjögurra ára. Ekkert verður af boðuðum verkföllum VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbanni Samtaka atvinnulífsins á skrifstofufólk í VR. 14. mars 2024 00:39
Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01