Dró Eyþór niður á jörðina að verða tvítugur tveggja barna faðir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. mars 2024 12:00 Eyþór Ingi Gunnarsson segist eiga sér fá áhugamál fyrir utan tónlistina. Vísir/Vilhelm Eyþór Ingi Gunnlaugsson segir það hafa dregið sig niður á jörðina að verða óvænt tveggja barna faðir þegar hann var tvítugur. Hann segist eiga sér fá áhugamál fyrir utan tónlistina og veltir fyrir sér hvernig ímynd hann sé fyrir dóttur sína. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar er Eyþór Ingi gestur en þessa dagana stendur hann í ströngu í sjónvarpsþáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2 þar sem hann fær til sín ýmsa gesti, nú síðasta Magna Ásgeirsson. Fékk alltof mikla athygli á stuttum tíma Eyþór opnar sig meðal annars um börnin sín í Bítinu. Hann er fjögurra barna faðir, allt dætur. Tvær segist hann hafa fengið í forgjöf. „Eldri var að byrja í skóla, hin var bara rúmlega þriggja ára þegar ég kem inn í líf þeirra. Ég held ég sé orðinn tvítugur, þá er ég orðinn tveggja barna faðir,“ segir Eyþór Ingi. Hann segir það hafa átt vel við sig. „Ég fílaði það bara mjög vel. Ég held það hafi jarðtengt mig sem ungan dreng sem var að fá alltof mikla athygli á stuttum tíma. Ég held þetta hafi komið mér á jörðina.“ Heldurðu að það hefði getað farið verr? „Kannski. Örugglega. Þegar maður er átján ára og fær fullt af athygli, eins og á þessum tíma, og er endalaust að hitta eitthvað fólk sem finnst maður vera magnaður, þá fer maður að trúa því að maður sé ofurhetja. En svo þroskast maður upp úr því.“ Ber sig saman við pabba sinn Yngsta dóttir Eyþórs Inga er fjögurra ára gömul. Hann segist stundum velta fyrir sér hvernig ímynd hann sé. Hún sé alin upp við það að pabbi sé í undarlegri vinnu. „Hún hefur stundum komið með mér þegar ég er að fara á æfingar, sér þetta í sjónvarpinu og hefur komið á tónleika og allt þetta. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig það er, af því að þú veist, nú kem ég bara úr tiltölulega venjulegri fjölskyldu þar sem pabbi er sjómaður og mamma vinnur í skóla.“ Eyþór Ingi útskýrir að hann hafi alltaf upplifað pabba sinn sem ekta pabba. Duglegan vinnumann, rosalega handlaginn, sem geti allt. „Ég er það ekki. Mjög langt frá því. Það er varla að ég geti skrúfað í vegg sko,“ segir Eyþór Ingi hlæjandi. Hann rifjar upp að hann hafi eitt sinn verið beðinn af nágrannanum sínum að aðstoða sig við að bora í vegg. Þar hafi borvélin reynst vera í bakkgír á ögurstundu. „Þannig að ég er ekki handlaginn. Svo ég hef oft velt því fyrir mér hverskonar eiginlega pabbaímynd þetta sé. Skrítinn karl með sítt hár sem syngur allan daginn eða talar inn á teiknimyndir,“ segir Eyþór hlæjandi. Tónlist Bítið Ástin og lífið Tengdar fréttir Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar er Eyþór Ingi gestur en þessa dagana stendur hann í ströngu í sjónvarpsþáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2 þar sem hann fær til sín ýmsa gesti, nú síðasta Magna Ásgeirsson. Fékk alltof mikla athygli á stuttum tíma Eyþór opnar sig meðal annars um börnin sín í Bítinu. Hann er fjögurra barna faðir, allt dætur. Tvær segist hann hafa fengið í forgjöf. „Eldri var að byrja í skóla, hin var bara rúmlega þriggja ára þegar ég kem inn í líf þeirra. Ég held ég sé orðinn tvítugur, þá er ég orðinn tveggja barna faðir,“ segir Eyþór Ingi. Hann segir það hafa átt vel við sig. „Ég fílaði það bara mjög vel. Ég held það hafi jarðtengt mig sem ungan dreng sem var að fá alltof mikla athygli á stuttum tíma. Ég held þetta hafi komið mér á jörðina.“ Heldurðu að það hefði getað farið verr? „Kannski. Örugglega. Þegar maður er átján ára og fær fullt af athygli, eins og á þessum tíma, og er endalaust að hitta eitthvað fólk sem finnst maður vera magnaður, þá fer maður að trúa því að maður sé ofurhetja. En svo þroskast maður upp úr því.“ Ber sig saman við pabba sinn Yngsta dóttir Eyþórs Inga er fjögurra ára gömul. Hann segist stundum velta fyrir sér hvernig ímynd hann sé. Hún sé alin upp við það að pabbi sé í undarlegri vinnu. „Hún hefur stundum komið með mér þegar ég er að fara á æfingar, sér þetta í sjónvarpinu og hefur komið á tónleika og allt þetta. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig það er, af því að þú veist, nú kem ég bara úr tiltölulega venjulegri fjölskyldu þar sem pabbi er sjómaður og mamma vinnur í skóla.“ Eyþór Ingi útskýrir að hann hafi alltaf upplifað pabba sinn sem ekta pabba. Duglegan vinnumann, rosalega handlaginn, sem geti allt. „Ég er það ekki. Mjög langt frá því. Það er varla að ég geti skrúfað í vegg sko,“ segir Eyþór Ingi hlæjandi. Hann rifjar upp að hann hafi eitt sinn verið beðinn af nágrannanum sínum að aðstoða sig við að bora í vegg. Þar hafi borvélin reynst vera í bakkgír á ögurstundu. „Þannig að ég er ekki handlaginn. Svo ég hef oft velt því fyrir mér hverskonar eiginlega pabbaímynd þetta sé. Skrítinn karl með sítt hár sem syngur allan daginn eða talar inn á teiknimyndir,“ segir Eyþór hlæjandi.
Tónlist Bítið Ástin og lífið Tengdar fréttir Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31