„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. mars 2024 09:11 Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum verði sem fjölbreyttastur. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. Þetta kemur fram í myndbandsávarpi Ásdísar. Þar segir hún málin standa þannig að ekki allir vilji pólitíkusa eða valdafólk í stöðu forseta Íslands. Það séu aðrir sem vilji glæsilega, klára konu sem kunni að koma fram og svara fyrir sig. Eins og fram hefur komið safnar Ásdís nú undirskriftum fyrir forsetaframboð. „Það má að sjálfsögðu vel deila um það hvort ég hafi allt til brunns að bera til þess að verða forseti Íslands og ég geri mér fulla grein fyrir því að það verður mjög umdeilt mál. En það er allt í lagi. Ég ætla bara að leyfa þjóðinni að deila um það hvort ég sé nógu hæf til þess að halda þessari baráttu áfram eða ekki.“ Ekki forsetakosningar strax Ásdís segist telja að það megi vera fjölbreytni í hópi frambjóðenda. Hún segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að forsetakosningarnar séu í raun ekki hafnar. „Þegar þú gefur mér meðmæli þá ertu bara að mæla með mér í forsetabaráttuna og svo í júní þá velja allir sinn forseta, eftir sínu höfði. En til þess að hafa úrvalið sem fjölbreyttast þá er bara um að gera að hleypa mér í slaginn líka,“ segir Ásdís Rán. „Það sakar ekki held ég og ég held að það eigi eftir að gera kosningabaráttuna miklu miklu skemmtilegri. Ég heiti Ásdís Rán, ég er kölluð Ísdrottningin og ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig.“ Komin undan glæsilegasta feldi landsins Ásdís birtir jafnframt tilkynningu á Facebook síðu sinni. Þar segir hún að eftir mikla og góða hvíld undir glæsilegasta feld landsins hafi hún ákveðið að láta undan pressu. Því hafi hún opnað meðmælendalista á Ísland.is. „Þar sem mínu fólki gefst tækifæri á að mæla með mér í hlutverk framherja Íslands, þetta þýðir samt ekki að ég sé búin að bjóða mig formlega fram heldur er ég búin að bjóða mig óformlega fram!“ Ásdís segist ekki koma til með að hefja almenna framboðs baráttu og fara í ferðalög eða kaupa auglýsingar fyrr en næg meðmæli hafa safnast. Með þeim hætti gefi hún þjóðinni síðasta orðið um það hvort hún bjóði sig formlega fram eða ekki, eins og sönnum forseta sæmi. „Mér þykir ótrúlega vænt um það að fá að gefa kost á mér í þeim tilgangi að heiðra fjölbreytileikann í forseta baráttunni, styðja við jafnrétti og gefa fleirum tækifæri á að senda inn frambjóðanda sem höfðar til annara hópa en nú þegar eru komnir. Ef mér hlotnast sá heiður að það safnist næg meðmæli á næstu vikum þá að sjálfsögðu tek ég stolt slaginn fyrir ykkar hönd, klæði mig í stríðsgallann og tek baráttuna með stæl við valdamenn-og pólitíkusa landsins.“ Ásdís segist gefa kost á sér til að opna á ný tækifæri hérlendis og erlendis fyrir ungt fólk í landinu. Hún sé baráttukona sem hafi óstöðvandi eldmóð. Þá segist hún vilja hugsa betur um það sem hún kallar þjóðhöfðingja þjóðarinnar, gamla fólkið sem þurfi meira öryggi. Síðasta skiptið fyrir fjölgun undirskrifta „Mig langar að vekja athygli á því að þetta er hugsanlega í síðasta skipti sem að almenningur getur tekið virkan þátt í forsetaframboði, því samkvæmt nýjum stjórnarskrártillögum sem bíða samþykktar um gífurlegan aukinn fjölda undirskrifta í næstu kosningum geta einungis Katrín, pólitíkusar og valdafólk boðið sig fram, eða fólk sem hefur gífurlegt forskot í kynningu.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ástin og lífið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Þetta kemur fram í myndbandsávarpi Ásdísar. Þar segir hún málin standa þannig að ekki allir vilji pólitíkusa eða valdafólk í stöðu forseta Íslands. Það séu aðrir sem vilji glæsilega, klára konu sem kunni að koma fram og svara fyrir sig. Eins og fram hefur komið safnar Ásdís nú undirskriftum fyrir forsetaframboð. „Það má að sjálfsögðu vel deila um það hvort ég hafi allt til brunns að bera til þess að verða forseti Íslands og ég geri mér fulla grein fyrir því að það verður mjög umdeilt mál. En það er allt í lagi. Ég ætla bara að leyfa þjóðinni að deila um það hvort ég sé nógu hæf til þess að halda þessari baráttu áfram eða ekki.“ Ekki forsetakosningar strax Ásdís segist telja að það megi vera fjölbreytni í hópi frambjóðenda. Hún segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að forsetakosningarnar séu í raun ekki hafnar. „Þegar þú gefur mér meðmæli þá ertu bara að mæla með mér í forsetabaráttuna og svo í júní þá velja allir sinn forseta, eftir sínu höfði. En til þess að hafa úrvalið sem fjölbreyttast þá er bara um að gera að hleypa mér í slaginn líka,“ segir Ásdís Rán. „Það sakar ekki held ég og ég held að það eigi eftir að gera kosningabaráttuna miklu miklu skemmtilegri. Ég heiti Ásdís Rán, ég er kölluð Ísdrottningin og ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig.“ Komin undan glæsilegasta feldi landsins Ásdís birtir jafnframt tilkynningu á Facebook síðu sinni. Þar segir hún að eftir mikla og góða hvíld undir glæsilegasta feld landsins hafi hún ákveðið að láta undan pressu. Því hafi hún opnað meðmælendalista á Ísland.is. „Þar sem mínu fólki gefst tækifæri á að mæla með mér í hlutverk framherja Íslands, þetta þýðir samt ekki að ég sé búin að bjóða mig formlega fram heldur er ég búin að bjóða mig óformlega fram!“ Ásdís segist ekki koma til með að hefja almenna framboðs baráttu og fara í ferðalög eða kaupa auglýsingar fyrr en næg meðmæli hafa safnast. Með þeim hætti gefi hún þjóðinni síðasta orðið um það hvort hún bjóði sig formlega fram eða ekki, eins og sönnum forseta sæmi. „Mér þykir ótrúlega vænt um það að fá að gefa kost á mér í þeim tilgangi að heiðra fjölbreytileikann í forseta baráttunni, styðja við jafnrétti og gefa fleirum tækifæri á að senda inn frambjóðanda sem höfðar til annara hópa en nú þegar eru komnir. Ef mér hlotnast sá heiður að það safnist næg meðmæli á næstu vikum þá að sjálfsögðu tek ég stolt slaginn fyrir ykkar hönd, klæði mig í stríðsgallann og tek baráttuna með stæl við valdamenn-og pólitíkusa landsins.“ Ásdís segist gefa kost á sér til að opna á ný tækifæri hérlendis og erlendis fyrir ungt fólk í landinu. Hún sé baráttukona sem hafi óstöðvandi eldmóð. Þá segist hún vilja hugsa betur um það sem hún kallar þjóðhöfðingja þjóðarinnar, gamla fólkið sem þurfi meira öryggi. Síðasta skiptið fyrir fjölgun undirskrifta „Mig langar að vekja athygli á því að þetta er hugsanlega í síðasta skipti sem að almenningur getur tekið virkan þátt í forsetaframboði, því samkvæmt nýjum stjórnarskrártillögum sem bíða samþykktar um gífurlegan aukinn fjölda undirskrifta í næstu kosningum geta einungis Katrín, pólitíkusar og valdafólk boðið sig fram, eða fólk sem hefur gífurlegt forskot í kynningu.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ástin og lífið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira