Ströng innflytjendalög í Texas samþykkt af hæstarétti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. mars 2024 00:08 Repúblikanar hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir aðgerðaleysi í innflytjendamálum sem snerta ólöglegar komur fólks inn í landið. AP Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í dag gildistöku laga sem heimila lögregluyfirvöldum í Texas-ríki að handtaka fólk sem grunað er um að hafa farið ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Lögin voru samþykkt með sex atkvæðum Repúblikana gegn þremur atkvæðum Demókrata en hæstaréttardómararnir eru alls níu. Tilgangur laganna er sagður vera að sporna gegn mikilli fjölgun innflytjenda sem koma til Bandaríkjanna í gegn um landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti auk dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna andmæltu lagafrumvarpinu, sem ber nafnið SB 4, en lögin áttu upphaflega að taka gildi 5. mars. Samkvæmt ráðuneytinu brjóta lögin í bága við bæði stjórnarskrá Bandaríkjanna og alríkislög að því leyti að þau stangast á við vald bandarískra stjórnvalda yfir innflytjendamálum. Reuters hefur eftir Karine Jean-Pierre upplýsingafulltrúa Hvíta hússins að lögin komi til með að valda óreiðu og ringulreið á sunnanverðum landamærum Texas og Mexíkó. Þá sagði Greg Abbott ríkisstjóri Texas að úrskurðurinn kæmi til með að stuðla að jákvæðri þróun í innflytjendamálum. Hann samþykkti frumvarpið í desember síðastliðnum. Þá sagði hann Biden ekki hafa framfylgt alríkislögum að refsivert sé að koma ólöglega inn í landið og því væri þörf á að lögin yrðu tekin í gildi. Samkvæmt lögunum verður refsivert að koma inn í Texas-ríki ólöglega. Sé einstaklingur gripinn við að reyna að komast yfir landamærin getur hann átt fangelsisdóm yfir höfði sér. Ef einstaklingur neitar að yfirgefa landið getur hann átt yfir höfði sér tuttugu ár í fangelsi. Sem áður segir verður lögreglu heimilt að handtaka hvern þann sem grunaður er um að hafa komið inn í ríkið með ólöglegum hætti. Ítarlega umfjöllun um málið má nálgast á vef Reuters. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Lögin voru samþykkt með sex atkvæðum Repúblikana gegn þremur atkvæðum Demókrata en hæstaréttardómararnir eru alls níu. Tilgangur laganna er sagður vera að sporna gegn mikilli fjölgun innflytjenda sem koma til Bandaríkjanna í gegn um landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti auk dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna andmæltu lagafrumvarpinu, sem ber nafnið SB 4, en lögin áttu upphaflega að taka gildi 5. mars. Samkvæmt ráðuneytinu brjóta lögin í bága við bæði stjórnarskrá Bandaríkjanna og alríkislög að því leyti að þau stangast á við vald bandarískra stjórnvalda yfir innflytjendamálum. Reuters hefur eftir Karine Jean-Pierre upplýsingafulltrúa Hvíta hússins að lögin komi til með að valda óreiðu og ringulreið á sunnanverðum landamærum Texas og Mexíkó. Þá sagði Greg Abbott ríkisstjóri Texas að úrskurðurinn kæmi til með að stuðla að jákvæðri þróun í innflytjendamálum. Hann samþykkti frumvarpið í desember síðastliðnum. Þá sagði hann Biden ekki hafa framfylgt alríkislögum að refsivert sé að koma ólöglega inn í landið og því væri þörf á að lögin yrðu tekin í gildi. Samkvæmt lögunum verður refsivert að koma inn í Texas-ríki ólöglega. Sé einstaklingur gripinn við að reyna að komast yfir landamærin getur hann átt fangelsisdóm yfir höfði sér. Ef einstaklingur neitar að yfirgefa landið getur hann átt yfir höfði sér tuttugu ár í fangelsi. Sem áður segir verður lögreglu heimilt að handtaka hvern þann sem grunaður er um að hafa komið inn í ríkið með ólöglegum hætti. Ítarlega umfjöllun um málið má nálgast á vef Reuters.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira