Það var vitað að Ajax ætti á brattann að sækja enda Chelsea eitt besta lið Evrópu. Það sýndi sig og sannaði strax á 19. mínútu þegar Lauren James kom gestunum frá Lundúnum yfir.
Gestirnir bættu við öðru marki tuttugu mínútum síðar en það var dæmt af vegna rangstöðu. Markið sem Sjoeke Nüsken skoraði fimm mínútum síðar eftir sendingu Guro Reiten stóð hins vegar og staðan 0-2 í hálfleik.
Heimaliðið ógnaði lítið sem ekkert í síðari hálfleik og gerðu gestirnir út um einvígið þegar sjö mínútur lifðu leiks. Nüsken með annað mark sitt, að þessu sinni eftir undirbúning Catarina Macario.
Lokatölur 3-0 Chelsea í vil og liðið svo gott sem komið með annan fótinn í undanúrslitin. Síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum fer fram á miðvikudeginum í næstu viku, þann 27. mars.