Sir Alex heiðursmeðlimur Frankfurt svo lengi sem hann lifir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 23:31 Sir Alex Ferguson tengist Frankfurt á marga vegu. @eintracht_eng Þýska úrvalsdeildarfélagið Eintracht Frankfurt gerði hinn goðsagnakennda Sir Alex Ferguson að heiðursmeðlim ásamt því að gefa honum treyju með nafni hans og númerinu 10. Ástæðan er þó aldrei gefin upp en Ferguson skoraði þrennu gegn Frankfurt í sínum fyrsta leik sem leikmaður Rangers og lærði svo sína lexíu þegar Aberdeen tapaði fyrir Frankfurt nokkrum árum síðar. . There are plenty of points of contact - and were the reason for a personal conversation with the legendary trainer and manager. — Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Frankfurt sótti hinn 82 ára gamla Sir Alex heim eftir 2-0 tap liðsins gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu í desember. Áður en Ferguson tók við Manchester United skaust í kjölfarið upp á stjörnuhimininn þegar félagið vann hvern titilinn á fætur öðrum þá var hann þjálfari Aberdeen í Skotlandi. Þar mátti lið hans þola tap gegn Frankfurt í UEFA bikarnum sáluga tímabilið 1979-80. Fór það svo að Frankfurt vann einvígi liðanna 2-1. „Frankfurt var betra liðið, við björguðum fyrri leiknum með jafntefli. Við töpuðum 1-0 í Frankfurt þar sem Bernd Holzenbein skoraði markið sem sparkaði okkur úr keppninni. Ég lærði mikilvæga lexíu í þeirri ferð. Nokkrir af leikmönnum liðsins fóru út á lífið eftir leik, en síðan sá ég til þess að slíkt gerðist aldrei aftur.“ Þar áður, árið 1967, var Ferguson nýgenginn í raðir Rangers. Hans fyrst leikur fyrir félagið var æfingaleikur gegn Frankfurt. Gerði Sir Alex sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Í viðtali sem finna má samfélagsmiðlum félagsins var Ferguson spurður út í þrennuna, hvernig það var að hafa séð Frankfurt spila nokkrum árum áður og hinn magnaða Jürgen Grabowski. We said to ourselves: "Wow! A great German team!"Sir Alex Ferguson on seeing Eintracht play for the first time in 1960 as a Rangers fan, his hat-trick against SGE seven years later and the "unbelievable" Jürgen Grabowski #SGE pic.twitter.com/6lrqNiZEul— Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Undir hans stjórn lék Man United margoft gegn þýskum liðum en þó aldrei gegn Frankfurt. Frægasti leikurinn ef til vill gegn Bayern München í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Síðan Ferguson hætti að þjálfa árið 2013 hefur hann séð Frankfurt vinna Barcelona í Evrópudeildinni 2021-22. Þá sá hann Frankfurt leggja sitt gamla félag Rangers í úrslitum sömu keppni. Sá leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni. „Ég vona alltaf að lítilmagninn sigri. Stuðningsfólk Bayern er kannski ósammála en ég virkilega vona að einhver annar vinni deildina,“ sagði Sir Alex að endingu og það virðist sem hann fái ósk sína uppfyllta en það stefnir allt í að Bayer Leverkusen verði þýskur meistari í vor. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira
Ástæðan er þó aldrei gefin upp en Ferguson skoraði þrennu gegn Frankfurt í sínum fyrsta leik sem leikmaður Rangers og lærði svo sína lexíu þegar Aberdeen tapaði fyrir Frankfurt nokkrum árum síðar. . There are plenty of points of contact - and were the reason for a personal conversation with the legendary trainer and manager. — Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Frankfurt sótti hinn 82 ára gamla Sir Alex heim eftir 2-0 tap liðsins gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu í desember. Áður en Ferguson tók við Manchester United skaust í kjölfarið upp á stjörnuhimininn þegar félagið vann hvern titilinn á fætur öðrum þá var hann þjálfari Aberdeen í Skotlandi. Þar mátti lið hans þola tap gegn Frankfurt í UEFA bikarnum sáluga tímabilið 1979-80. Fór það svo að Frankfurt vann einvígi liðanna 2-1. „Frankfurt var betra liðið, við björguðum fyrri leiknum með jafntefli. Við töpuðum 1-0 í Frankfurt þar sem Bernd Holzenbein skoraði markið sem sparkaði okkur úr keppninni. Ég lærði mikilvæga lexíu í þeirri ferð. Nokkrir af leikmönnum liðsins fóru út á lífið eftir leik, en síðan sá ég til þess að slíkt gerðist aldrei aftur.“ Þar áður, árið 1967, var Ferguson nýgenginn í raðir Rangers. Hans fyrst leikur fyrir félagið var æfingaleikur gegn Frankfurt. Gerði Sir Alex sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Í viðtali sem finna má samfélagsmiðlum félagsins var Ferguson spurður út í þrennuna, hvernig það var að hafa séð Frankfurt spila nokkrum árum áður og hinn magnaða Jürgen Grabowski. We said to ourselves: "Wow! A great German team!"Sir Alex Ferguson on seeing Eintracht play for the first time in 1960 as a Rangers fan, his hat-trick against SGE seven years later and the "unbelievable" Jürgen Grabowski #SGE pic.twitter.com/6lrqNiZEul— Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Undir hans stjórn lék Man United margoft gegn þýskum liðum en þó aldrei gegn Frankfurt. Frægasti leikurinn ef til vill gegn Bayern München í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Síðan Ferguson hætti að þjálfa árið 2013 hefur hann séð Frankfurt vinna Barcelona í Evrópudeildinni 2021-22. Þá sá hann Frankfurt leggja sitt gamla félag Rangers í úrslitum sömu keppni. Sá leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni. „Ég vona alltaf að lítilmagninn sigri. Stuðningsfólk Bayern er kannski ósammála en ég virkilega vona að einhver annar vinni deildina,“ sagði Sir Alex að endingu og það virðist sem hann fái ósk sína uppfyllta en það stefnir allt í að Bayer Leverkusen verði þýskur meistari í vor.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira