Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn mynda meirihluta Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 17:59 Jón Björn Hákonarson, til vinstri, og Ragnar Sigurðsson við undirritun málefnasamnings í dag. Gunnar Gunnarsson/Austurfrétt Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Meirihlutinn samanstendur af sjö af níu bæjarfulltrúum. Í tilkynningu um samstarfið segir að í því verði horft til eflingar samvinnu og samstarfs þvert á byggðarkjarna sveitarfélagsins og styrkingu fjárhagslegrar sjálfbærni þeirra svo Fjarðabyggð geti áfram eflst og dafnað. Í krafti sterkrar fjárhagsstöðu geti Fjarðabyggð horft björtum augum til framtíðar með ábyrgum og traustum rekstri. Þá muni flokkarnir halda áfram að leita allra leiða til styrkingar atvinnulífs og skapa grundvöll fyrir enn frekari fjölgun og fjölbreytileika í atvinnu. Tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar séu til staðar. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfi til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Fækka nefndum og nefndarmönnum Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð sé metnaðarfullur og í takt við þau tækifæri til vaxtar sem Fjarðabyggð býr yfir. Að sama skapi lýsi hann raunhæfum markmiðum að árangri á því tveggja ára tímabili sem er fram að næstu sveitarstjórnarkosningum. Við upphaf samstarfsins verði nefndum fækkað og nefndarmönnum fækkað. Félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd verði sameinaðar í eina fjölskyldunefnd í samræmi við stjórnskipulag sveitarfélagsins. Jóna Árný Þórðardóttir muni sitja áfram sem bæjarstjóri út kjörtímabilið. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins verði formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins forseti bæjarstjórnar. Framsóknarflokkurinn muni fara með formennsku í stjórn menningarstofu og skipulags- og framkvæmdanefnd en Sjálfstæðisflokkurinn fari með formennsku í hafnarstjórn og fjölskyldunefnd. Slitnaði upp úr fyrri meirihluta vegna skólamála Sem áður segir fer nýr meirihluti með mikinn meirihluta bæjarstjórnarstóla. Eftir kosningar árið 2022 mynduðu Framsóknarflokkur, með þrjá bæjarfulltrúa, og Fjarðarlistinn, með tvo, eins manns meirihluta. Upp úr því samstarfi slitnaði þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins. Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Í tilkynningu um samstarfið segir að í því verði horft til eflingar samvinnu og samstarfs þvert á byggðarkjarna sveitarfélagsins og styrkingu fjárhagslegrar sjálfbærni þeirra svo Fjarðabyggð geti áfram eflst og dafnað. Í krafti sterkrar fjárhagsstöðu geti Fjarðabyggð horft björtum augum til framtíðar með ábyrgum og traustum rekstri. Þá muni flokkarnir halda áfram að leita allra leiða til styrkingar atvinnulífs og skapa grundvöll fyrir enn frekari fjölgun og fjölbreytileika í atvinnu. Tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar séu til staðar. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfi til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Fækka nefndum og nefndarmönnum Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð sé metnaðarfullur og í takt við þau tækifæri til vaxtar sem Fjarðabyggð býr yfir. Að sama skapi lýsi hann raunhæfum markmiðum að árangri á því tveggja ára tímabili sem er fram að næstu sveitarstjórnarkosningum. Við upphaf samstarfsins verði nefndum fækkað og nefndarmönnum fækkað. Félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd verði sameinaðar í eina fjölskyldunefnd í samræmi við stjórnskipulag sveitarfélagsins. Jóna Árný Þórðardóttir muni sitja áfram sem bæjarstjóri út kjörtímabilið. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins verði formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins forseti bæjarstjórnar. Framsóknarflokkurinn muni fara með formennsku í stjórn menningarstofu og skipulags- og framkvæmdanefnd en Sjálfstæðisflokkurinn fari með formennsku í hafnarstjórn og fjölskyldunefnd. Slitnaði upp úr fyrri meirihluta vegna skólamála Sem áður segir fer nýr meirihluti með mikinn meirihluta bæjarstjórnarstóla. Eftir kosningar árið 2022 mynduðu Framsóknarflokkur, með þrjá bæjarfulltrúa, og Fjarðarlistinn, með tvo, eins manns meirihluta. Upp úr því samstarfi slitnaði þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins.
Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
„Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45