Bóndi dæmdur í fimm ára bann frá nautgripum Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2024 15:34 Nautgripirnir sem voru dauðir voru sjö talsins. Myndin er úr safni. Getty Bóndi hlaut í síðustu viku þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundna til tveggja ára, í Héraðsdómi Austurlands fyrir vanrækslu á dýrum. Þá er honum óheimilt að hafa nautgripi í sinni umsjá, versla með þá, eða sýsla með öðrum hætti næstu fimm ár frá uppkvaðningu dómsins. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa um einhvern tíma frá árinu 2021 þangað til í nóvember mánaðar 2022 misboðið nautgripum á búi sínu. Samkvæmt dómnum létust sjö nautgripanna. Bóndanum var gefið að sök að vanrækt það að fæða og vatna nautin, tryggja ekki að þeir myndu fá læknismeðferð eða að þeir yrðu aflífaðir. Heldur yfirgefa þá í bjarglausu ástandi með þeim afleiðingum að sjö nautgripir drápust og lágu dauðir og afskiptalausir í úthúsunum í allnokkurn tíma. Lögreglunni á Höfn í Hornafirði barst fyrst tilkynning um málið þann átjánda nóvember 2022. Það var dýralæknir sem tilkynnti að sér hefðu borist upplýsingar um dauða nautgripi við heimili mannsins. Lögreglumenn fóru á vettvang og hittu manninn sem benti á nautgripina sjö, tvö naut, tvær kýr, kvígu og tvo kálfa. Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands.Vísir/Vilhelm „Gripirnir virðast skinhoraðir þótt erfitt sé að meta það þar sem þeir hafa legið dauðir,“ segir í skýrslu dýralæknis sem var gerð við frumrannsókn málsins þar sem vettvangur fjárhússins var ljósmyndaður, en þar mátti sjá nautgripina í tveimur stíum. Í kjölfarið ákvað Matvælastofnun að svipta manninn til bráðabirgða allri heimild til að hafa eða sjá um dýr. Síðan kærði Matvælastofnun hann til lögreglu fyrir brot á lögum um velferð dýra. Viðurkenndi að hafa ekki fóðrað gripina nægjanlega vel Bóndinn var yfirheyrður af lögreglu. Hann sagði að nægjanlegt vatn hefði verið hjá gripunum, en að hann hefði hins vegar eigi sinnt fóðrun þeirra nægjanlega vel haustið 2021. Þar að auki hefði heyfóðrið verið lélegt. Þá sagði hann að gripirnir hefðu veikst. Hann sagði að vegna eigin aðstæðna hefði hann ekki haft rænu á að kalla eftir aðstoð. Þá sagði hann gripina hafa drepist hver af öðrum. Dómurinn sakfelldi manninn fyrir það sem honum var gefið að sök í ákærunni, en sýknaði hann af því að hafa ekki tryggt nautgripunum nægjanlegt drykkjarvatn. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa um einhvern tíma frá árinu 2021 þangað til í nóvember mánaðar 2022 misboðið nautgripum á búi sínu. Samkvæmt dómnum létust sjö nautgripanna. Bóndanum var gefið að sök að vanrækt það að fæða og vatna nautin, tryggja ekki að þeir myndu fá læknismeðferð eða að þeir yrðu aflífaðir. Heldur yfirgefa þá í bjarglausu ástandi með þeim afleiðingum að sjö nautgripir drápust og lágu dauðir og afskiptalausir í úthúsunum í allnokkurn tíma. Lögreglunni á Höfn í Hornafirði barst fyrst tilkynning um málið þann átjánda nóvember 2022. Það var dýralæknir sem tilkynnti að sér hefðu borist upplýsingar um dauða nautgripi við heimili mannsins. Lögreglumenn fóru á vettvang og hittu manninn sem benti á nautgripina sjö, tvö naut, tvær kýr, kvígu og tvo kálfa. Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands.Vísir/Vilhelm „Gripirnir virðast skinhoraðir þótt erfitt sé að meta það þar sem þeir hafa legið dauðir,“ segir í skýrslu dýralæknis sem var gerð við frumrannsókn málsins þar sem vettvangur fjárhússins var ljósmyndaður, en þar mátti sjá nautgripina í tveimur stíum. Í kjölfarið ákvað Matvælastofnun að svipta manninn til bráðabirgða allri heimild til að hafa eða sjá um dýr. Síðan kærði Matvælastofnun hann til lögreglu fyrir brot á lögum um velferð dýra. Viðurkenndi að hafa ekki fóðrað gripina nægjanlega vel Bóndinn var yfirheyrður af lögreglu. Hann sagði að nægjanlegt vatn hefði verið hjá gripunum, en að hann hefði hins vegar eigi sinnt fóðrun þeirra nægjanlega vel haustið 2021. Þar að auki hefði heyfóðrið verið lélegt. Þá sagði hann að gripirnir hefðu veikst. Hann sagði að vegna eigin aðstæðna hefði hann ekki haft rænu á að kalla eftir aðstoð. Þá sagði hann gripina hafa drepist hver af öðrum. Dómurinn sakfelldi manninn fyrir það sem honum var gefið að sök í ákærunni, en sýknaði hann af því að hafa ekki tryggt nautgripunum nægjanlegt drykkjarvatn. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára.
Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira