Bóndi dæmdur í fimm ára bann frá nautgripum Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2024 15:34 Nautgripirnir sem voru dauðir voru sjö talsins. Myndin er úr safni. Getty Bóndi hlaut í síðustu viku þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundna til tveggja ára, í Héraðsdómi Austurlands fyrir vanrækslu á dýrum. Þá er honum óheimilt að hafa nautgripi í sinni umsjá, versla með þá, eða sýsla með öðrum hætti næstu fimm ár frá uppkvaðningu dómsins. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa um einhvern tíma frá árinu 2021 þangað til í nóvember mánaðar 2022 misboðið nautgripum á búi sínu. Samkvæmt dómnum létust sjö nautgripanna. Bóndanum var gefið að sök að vanrækt það að fæða og vatna nautin, tryggja ekki að þeir myndu fá læknismeðferð eða að þeir yrðu aflífaðir. Heldur yfirgefa þá í bjarglausu ástandi með þeim afleiðingum að sjö nautgripir drápust og lágu dauðir og afskiptalausir í úthúsunum í allnokkurn tíma. Lögreglunni á Höfn í Hornafirði barst fyrst tilkynning um málið þann átjánda nóvember 2022. Það var dýralæknir sem tilkynnti að sér hefðu borist upplýsingar um dauða nautgripi við heimili mannsins. Lögreglumenn fóru á vettvang og hittu manninn sem benti á nautgripina sjö, tvö naut, tvær kýr, kvígu og tvo kálfa. Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands.Vísir/Vilhelm „Gripirnir virðast skinhoraðir þótt erfitt sé að meta það þar sem þeir hafa legið dauðir,“ segir í skýrslu dýralæknis sem var gerð við frumrannsókn málsins þar sem vettvangur fjárhússins var ljósmyndaður, en þar mátti sjá nautgripina í tveimur stíum. Í kjölfarið ákvað Matvælastofnun að svipta manninn til bráðabirgða allri heimild til að hafa eða sjá um dýr. Síðan kærði Matvælastofnun hann til lögreglu fyrir brot á lögum um velferð dýra. Viðurkenndi að hafa ekki fóðrað gripina nægjanlega vel Bóndinn var yfirheyrður af lögreglu. Hann sagði að nægjanlegt vatn hefði verið hjá gripunum, en að hann hefði hins vegar eigi sinnt fóðrun þeirra nægjanlega vel haustið 2021. Þar að auki hefði heyfóðrið verið lélegt. Þá sagði hann að gripirnir hefðu veikst. Hann sagði að vegna eigin aðstæðna hefði hann ekki haft rænu á að kalla eftir aðstoð. Þá sagði hann gripina hafa drepist hver af öðrum. Dómurinn sakfelldi manninn fyrir það sem honum var gefið að sök í ákærunni, en sýknaði hann af því að hafa ekki tryggt nautgripunum nægjanlegt drykkjarvatn. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa um einhvern tíma frá árinu 2021 þangað til í nóvember mánaðar 2022 misboðið nautgripum á búi sínu. Samkvæmt dómnum létust sjö nautgripanna. Bóndanum var gefið að sök að vanrækt það að fæða og vatna nautin, tryggja ekki að þeir myndu fá læknismeðferð eða að þeir yrðu aflífaðir. Heldur yfirgefa þá í bjarglausu ástandi með þeim afleiðingum að sjö nautgripir drápust og lágu dauðir og afskiptalausir í úthúsunum í allnokkurn tíma. Lögreglunni á Höfn í Hornafirði barst fyrst tilkynning um málið þann átjánda nóvember 2022. Það var dýralæknir sem tilkynnti að sér hefðu borist upplýsingar um dauða nautgripi við heimili mannsins. Lögreglumenn fóru á vettvang og hittu manninn sem benti á nautgripina sjö, tvö naut, tvær kýr, kvígu og tvo kálfa. Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands.Vísir/Vilhelm „Gripirnir virðast skinhoraðir þótt erfitt sé að meta það þar sem þeir hafa legið dauðir,“ segir í skýrslu dýralæknis sem var gerð við frumrannsókn málsins þar sem vettvangur fjárhússins var ljósmyndaður, en þar mátti sjá nautgripina í tveimur stíum. Í kjölfarið ákvað Matvælastofnun að svipta manninn til bráðabirgða allri heimild til að hafa eða sjá um dýr. Síðan kærði Matvælastofnun hann til lögreglu fyrir brot á lögum um velferð dýra. Viðurkenndi að hafa ekki fóðrað gripina nægjanlega vel Bóndinn var yfirheyrður af lögreglu. Hann sagði að nægjanlegt vatn hefði verið hjá gripunum, en að hann hefði hins vegar eigi sinnt fóðrun þeirra nægjanlega vel haustið 2021. Þar að auki hefði heyfóðrið verið lélegt. Þá sagði hann að gripirnir hefðu veikst. Hann sagði að vegna eigin aðstæðna hefði hann ekki haft rænu á að kalla eftir aðstoð. Þá sagði hann gripina hafa drepist hver af öðrum. Dómurinn sakfelldi manninn fyrir það sem honum var gefið að sök í ákærunni, en sýknaði hann af því að hafa ekki tryggt nautgripunum nægjanlegt drykkjarvatn. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára.
Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira